Huldumenn frömdu hópárás við frisbígolfvöll Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 08:41 Árásin var framin við frisbýgolfvöll. Þessi frisbýgolfari tengist henni ekki. Getty/Fug4s Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás við frisbígolfvöll í Reykjavík. Árásina framdi hann í félagi með „óþekktum aðilum.“ Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent