Fótbolti

Phil Neville kominn með nýtt starf eftir að Beckham rak hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Neville er kominn með nýtt starf í MLS-deildinni vestanhafs.
Phil Neville er kominn með nýtt starf í MLS-deildinni vestanhafs. getty/Ira L. Black

Phil Neville hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska MLS-liðsins Portland Timbers til næstu þriggja ára.

Neville var áður þjálfari Inter Miami en eigandi félagsins og góðvinur hans, David Beckham, ákvað að láta hann fara í sumar, um svipað leyti og Lionel Messi kom til Miami. Síðan þá hefur Neville verið í þjálfarateymi kanadíska karlalandsliðsins.

Hinn 46 ára Neville er nú kominn með nýtt starf í MLS-deildinni og er tekinn við Portland.

Stuðningsmannahópur Portland gagnrýndi félagið harðlega þegar Neville var orðaður við það vegna gamalla og niðrandi ummæla hans um konur.

Portland endaði í 10. sæti Vesturdeildarinnar og komst ekki í úrslitakeppni MLS á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×