Lífið

Gælu­nafn á símboðum réði úr­slitum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Bragi er kynnir þáttanna.
Björn Bragi er kynnir þáttanna.

Átta liða úrslitin í Kviss héldu áfram á laugardagskvöldið þegar KA mætti ÍR í hörkuviðureign.

Í liði KA eru þau Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður, og uppistandarinn og handritshöfundurinn Karen Björg Þorsteinsdóttir.

Hjá ÍR tóku þau Viktoría Hermannsdóttir og Gauti Þeyr Másson þátt.

Spennan var algjörlega rafmögnuð en þegar lokaspurningin var eins stigs munur á liðunum.

Spurt var þá um nafn sem margir Íslendingar notuðu sem gælunafn á símboða á sínum tíma.

Liðið sem svaraði þeirri spurningu rétt komst áfram í undanúrslitin. Ef þú vilt ekki sjá hvernig viðureignin fór ættir þú ekki að horfa á myndbrotið hér að neðan.

Þeir sem hafa áhuga á því að horfa á þáttinn í heild sinni geta gert það á frelsiskerfið Stöðvar 2 eða á Stöð 2+, og það fyrir áskrifendur.

Klippa: Gælunafn á símboðum réði úrslitum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×