Urðu meistarar með Harvard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 10:31 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er hér lengst til hægri og Írena Héðinsdóttir Gonzalez er lengst til vinstri á þessari mynd með liðsfélögum sínum úr meistaraliðinu. @harvardwsoccer Íslensku knattspyrnukonurnar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez urðu í gær meistarar í Ivy League í bandaríska háskólafótboltanum. Þær eru á sínu fyrsta ári með Harvard háskólanum og voru báðar í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Columbia í úrslitaleiknum. Ólöf Sigríður spilaði með Þrótti í Bestu deildinni í sumar en Írena með Breiðabliki. Hildur Þóra Hákonardóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, báðar úr Breiðabliki, eru líka leikmenn liðsins en þær eru báðar frá vegna meiðsla. Fengu höfuðhögg sem þær eru að jafna sig á. Josefine Hasbo var hetja liðsins því hún skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Ólöf komst einu sinni nálægt því að skora. We're going to enjoy this one... but we're not done yet. NCAA Tournament, Harvard is coming #GoCrimson pic.twitter.com/MBZd8iVwOH— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) November 6, 2023 Þetta var sögulegur sigur því þetta er í fyrsta sinn sem Ivy deildin er með úrslitakeppni um Ivy titilinn. Með þessum sigri þá tryggði Harvard sér einnig sæti í úrslitakeppninni um bandaríska háskólameistaratitilinn. Þær Ólöf og Írena eiga því vonandi nóg eftir af tímabilinu. Ólöf skoraði sjö deildarmörk fyrir Harvard á leiktíðinni og var valin besti nýliðinn í Ivy deildinni. Írena, sem spilar aftarlega á miðjunni, náði ekki að skora en byrjaði ellefu af sautján deildarleikjum. Ivy League háskólar eru með bestu háskólum Bandaríkjanna en þeir eru líka með elstu háskólum í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli er sá elsti en hann var stofnaður 1636. Skólarnir eru allir einkareknir og eru með auðugustu menntastofnunum heims. View this post on Instagram A post shared by Harvard Women's Soccer (@harvardwsoccer) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Þær eru á sínu fyrsta ári með Harvard háskólanum og voru báðar í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Columbia í úrslitaleiknum. Ólöf Sigríður spilaði með Þrótti í Bestu deildinni í sumar en Írena með Breiðabliki. Hildur Þóra Hákonardóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, báðar úr Breiðabliki, eru líka leikmenn liðsins en þær eru báðar frá vegna meiðsla. Fengu höfuðhögg sem þær eru að jafna sig á. Josefine Hasbo var hetja liðsins því hún skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Ólöf komst einu sinni nálægt því að skora. We're going to enjoy this one... but we're not done yet. NCAA Tournament, Harvard is coming #GoCrimson pic.twitter.com/MBZd8iVwOH— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) November 6, 2023 Þetta var sögulegur sigur því þetta er í fyrsta sinn sem Ivy deildin er með úrslitakeppni um Ivy titilinn. Með þessum sigri þá tryggði Harvard sér einnig sæti í úrslitakeppninni um bandaríska háskólameistaratitilinn. Þær Ólöf og Írena eiga því vonandi nóg eftir af tímabilinu. Ólöf skoraði sjö deildarmörk fyrir Harvard á leiktíðinni og var valin besti nýliðinn í Ivy deildinni. Írena, sem spilar aftarlega á miðjunni, náði ekki að skora en byrjaði ellefu af sautján deildarleikjum. Ivy League háskólar eru með bestu háskólum Bandaríkjanna en þeir eru líka með elstu háskólum í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli er sá elsti en hann var stofnaður 1636. Skólarnir eru allir einkareknir og eru með auðugustu menntastofnunum heims. View this post on Instagram A post shared by Harvard Women's Soccer (@harvardwsoccer)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira