Ófrjósemi; vegferð von og vonbrigða Kristín Láretta Sighvatsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru.
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar