Handbolti

Einar Þor­steinn spilar sinn fyrsta A-lands­leik í kvöld: Hópurinn klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson spilar sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
Einar Þorsteinn Ólafsson spilar sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem spila á móti Færeyjum í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik þjóðanna.

Einar Þorsteinn Ólafsson er í hópnum og mun því spila sinn fyrsta A-landsleik í þessum leik á móti liði Færeyja sem er í mikilli sókn og var að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Færeyjar verða með á EM í janúar eins og íslenska landsliðið.

Ágúst Elí Björgvinsson, Elvar Ásgeirsson, Magnús Óli Magnússon, Viggó Kristjánsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson voru í æfingahópnum en eru ekki í hópnum í kvöld.

Þetta er fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Snorra Steins sem tók við liðinu af Guðmundi Guðmyndssyni í sumar.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður hann sýndur í opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans.

  • Lið Íslands í leiknum í kvöld:
  • Markverðir:
  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (256/21)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (47/1)
  • Aðrir leikmenn:
  • Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (83/92(
  • Aron Pálmarsson, FH (166/638)
  • Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (103/360)
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (0/0)
  • Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (35/54)
  • Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (64/152)
  • Haukar Þrastarsson, Barlinek Industria Kielce (21/22)
  • Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (70/109)
  • Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix Université Club Handball (28/58)
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (28/88)
  • Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (72/240)
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (61/167)
  • Stiven Tobar Valencia, Benfica (4/6)
  • Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (76/35)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×