Yfir stokka og steina - Þjóðtrúarmiðstöð á Ströndum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 09:01 Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum. Ég var á ferðinni í Dölunum um daginn og keyrði þá fram hjá Klofasteinum við Ljárskóga, tveir steinar sem skaga út í vegstæðið og nú er búið að setja þar vegrið til að tryggja öryggi vegfarenda. Það var við vegagerð á þessum stað árið 1995 sem til stóð að færa steinana, enda voru þeir í tilvonandi vegstæði. Það var eins og við manninn mælt að vinnan við vegagerð gekk illa og lentu verktakar í allskyns óhöppum. Heimamenn bentu á þá skýringu að þarna byggju álfar og að þeir væru einfaldlega að mótmæla vegagerðinni. Þetta var áður en áhrifavaldar voru þekktir í tungumálinu en svo sannarlega beittu þessir íbúar þessara steina sínum áhrifum til að tefja verkið. Kölluð var til kona sem gat talað tungum álfa og manna og hún komst að samkomulagi við íbúana um að færa mætti steinana til að liðka fyrir vegagerðinni. Það var gert og hafa álfarnir í Kolfasteinum staðið við samkomulagið og ekki verið til frekari vandræða. Þarna var tekin ákvörðun með virðingu og tilliti fyrir okkar menningararfleið í þjóðtrúnni. Nýrri dæmi má einnig finna um að þjóðtrúin hafi tekið þátt í hönnun og verklagi við vegavinnu. Miðstöð íslenskrar þjóðtrúar Í síðustu viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu minni um að fela menningar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að stofnuð verði miðstöð íslenskrar þjóðtrúar í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum. Stofnun miðstöðvar um íslenska þjóðtrú myndi efla vinnu við grunnrannsóknir í bland við markvissa miðlun með fjölbreyttum leiðum og jafnframt upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfsins. Þá er það talið styrkur fyrir verkefnið að rannsóknasetrið er á Hólmavík, í nágrenni við sjálfseignarstofnunina Strandagaldur, sem auk þess að standa á bak við Galdrasýningu á Ströndum hefur miðlað og gefið út fjölda verkefna um galdra á Íslandi. Rannsóknasetrið starfar einnig náið með nemendum og kennurum í þjóðfræði í Háskóla Íslands, Þjóðminjasafninu og Árnastofnun sem myndi vera verkefninu til framdráttar og má því að segja að samlegðaráhrif þess geti orðið mikil. Mikilvægt er að byggt verði áfram á þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til og að henni verði miðlað þannig að aðrir fái hennar notið. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni þá myndi miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum standa fyrir kynningu á íslenskri þjóðtrú, bæði með þátttöku í verkefnum og á eigin vegum. Þetta væri gert með grunnrannsóknum og einnig miðlun og upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfs Íslendinga. Slík stofnun gæti haft áhrif langt út fyrir landsteinana með þátttöku í alþjóðlegu tengslaneti þjóðtrúarrannsókna og miðlunar. Menningu ber að varðveita Hvort sem við viljum viðhalda eða draga úr gildi þjóðtrúar eigum við þennan sameiginlega arf sem ber að varðveita og miðla. Um allan heim á fólk sér sína arfleið og þegar fólk ferðast um heiminn er það ekki síst til þess að skoða inn í kjarna hverrar þjóðar. Nú þegar skammdegið er fram undan verður þjóðtrúin okkur sérstaklega hugleikin. Jólasveinarnir koma víst til byggða innan skamms. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Strandabyggð Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum. Ég var á ferðinni í Dölunum um daginn og keyrði þá fram hjá Klofasteinum við Ljárskóga, tveir steinar sem skaga út í vegstæðið og nú er búið að setja þar vegrið til að tryggja öryggi vegfarenda. Það var við vegagerð á þessum stað árið 1995 sem til stóð að færa steinana, enda voru þeir í tilvonandi vegstæði. Það var eins og við manninn mælt að vinnan við vegagerð gekk illa og lentu verktakar í allskyns óhöppum. Heimamenn bentu á þá skýringu að þarna byggju álfar og að þeir væru einfaldlega að mótmæla vegagerðinni. Þetta var áður en áhrifavaldar voru þekktir í tungumálinu en svo sannarlega beittu þessir íbúar þessara steina sínum áhrifum til að tefja verkið. Kölluð var til kona sem gat talað tungum álfa og manna og hún komst að samkomulagi við íbúana um að færa mætti steinana til að liðka fyrir vegagerðinni. Það var gert og hafa álfarnir í Kolfasteinum staðið við samkomulagið og ekki verið til frekari vandræða. Þarna var tekin ákvörðun með virðingu og tilliti fyrir okkar menningararfleið í þjóðtrúnni. Nýrri dæmi má einnig finna um að þjóðtrúin hafi tekið þátt í hönnun og verklagi við vegavinnu. Miðstöð íslenskrar þjóðtrúar Í síðustu viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu minni um að fela menningar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að stofnuð verði miðstöð íslenskrar þjóðtrúar í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum. Stofnun miðstöðvar um íslenska þjóðtrú myndi efla vinnu við grunnrannsóknir í bland við markvissa miðlun með fjölbreyttum leiðum og jafnframt upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfsins. Þá er það talið styrkur fyrir verkefnið að rannsóknasetrið er á Hólmavík, í nágrenni við sjálfseignarstofnunina Strandagaldur, sem auk þess að standa á bak við Galdrasýningu á Ströndum hefur miðlað og gefið út fjölda verkefna um galdra á Íslandi. Rannsóknasetrið starfar einnig náið með nemendum og kennurum í þjóðfræði í Háskóla Íslands, Þjóðminjasafninu og Árnastofnun sem myndi vera verkefninu til framdráttar og má því að segja að samlegðaráhrif þess geti orðið mikil. Mikilvægt er að byggt verði áfram á þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til og að henni verði miðlað þannig að aðrir fái hennar notið. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni þá myndi miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum standa fyrir kynningu á íslenskri þjóðtrú, bæði með þátttöku í verkefnum og á eigin vegum. Þetta væri gert með grunnrannsóknum og einnig miðlun og upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfs Íslendinga. Slík stofnun gæti haft áhrif langt út fyrir landsteinana með þátttöku í alþjóðlegu tengslaneti þjóðtrúarrannsókna og miðlunar. Menningu ber að varðveita Hvort sem við viljum viðhalda eða draga úr gildi þjóðtrúar eigum við þennan sameiginlega arf sem ber að varðveita og miðla. Um allan heim á fólk sér sína arfleið og þegar fólk ferðast um heiminn er það ekki síst til þess að skoða inn í kjarna hverrar þjóðar. Nú þegar skammdegið er fram undan verður þjóðtrúin okkur sérstaklega hugleikin. Jólasveinarnir koma víst til byggða innan skamms. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun