Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 13:52 Hagkaup er sektað um nærri milljón króna fyrir að hafa ekki birt afsláttarprósentur í auglýsingum sínum. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. Á vef Neytendastofu segir að Hagkaup hafi auglýsingu á Facebook síðu sinni og á mbl.is þar sem afsláttarprósentan hafi ekki verið tekin fram. Hafi Hagkaup því ekki veit neytendum þær upplýsingar sem skylt sé að veita lögum samkvæmt. Þá taldi Neytendastofa að í auglýsingu sem birtist m.a. á samfélagsmiðlum Hagkaups hafi upplýsingarnar ekki verið birtar með nægilega skýrum hætti. Afsláttarprósentan var vinstra megin á myndinni í agnarsmáu letri og á hlið, þrátt fyrir að annar texti í auglýsingunni hafi verið töluvert stærri og skýrari. Í ákvörðuninni er um það fjallað að neytendur eiga ekki að þurfa að leita að upplýsingum um afsláttarprósentu eða að stækka auglýsinguna til að sjá prósentuna. Hagkaup hafi þ.a.l. leynt neytendur upplýsingum sem skipta þá almennt máli til þess að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti. Sektaði stofnunin Hagkaup um 850.000 kr., m.a. út af fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot,“ segir á vef Neytendastofu. Svaf á verðinum Í svörum frá Hagkaup kom fram að félagið hafi sofið á verðinum og þætti það leitt. „Félagið hafi gert breytingar í markaðsstarfi og gengið til liðs við auglýsingastofu til að taka að sér hluta af þeirri vinnu sem hafi áður verið gerð innanhúss. Það sé ljóst að félagið hafi ekki fylgt þeirri vinnu nógu vel eftir. Félagið hafi verið með þetta í lagi síðustu ár og það sé leitt að félagið skildi hafa misst taktinn. Félagið taki þessu alvarlega og tjáði stofnuninni að þetta yrði í lagi héðan í frá,“ segir í úrskurðinum. Þar segir í Hagkaup hafi áður verið sektað vegna sambærilegra auglýsinga. Agnarsmátt letur og á hlið Málið nú snýr að auglýsingu þar sem mátti finna texta þar sem vísað væri til „RISA Taxfree“ með mjög afgerandi og áberandi hætti. Þar fyrir neðan hafi svo verið tekið fram, með áberandi letri, „ Tax-free* af snyrtivörum, leikföngum, raftækjum, skóm, heimilisvörum og fatnaði.“ Stjörnumerkinu hafi síðan fylgt eftir með tilvísun á vinstri hlið myndarinnar með agnarsmáu letri þar sem textinn var ritaður á hlið þar sem fram kom að „Tax-free jafngildi 19,36% afslætti“. „Eins og myndin birtist neytendum á Facebook síðu félagsins þyrftu neytendur almennt að stækka myndina til að sjá prósentuhlutfall verðlækkunarinnar. Sér stofnunin ekki réttmæta ástæðu fyrir því að félagið hafi ekki getað birt prósentuhlutfall verðlækkunarinnar með öðrum texta í auglýsingunni með jafn eða álíka skýrum hætti og annað efni í auglýsingunni. Umrædd framsetning gefur hins vegar til kynna að félagið hafi vísvitandi verið að fela prósentuhlutfall verðlækkunarinnar frá neytendum, enda einu upplýsingarnar í auglýsingunni sem voru birtar með þessum hætti,“ segir í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar. Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Á vef Neytendastofu segir að Hagkaup hafi auglýsingu á Facebook síðu sinni og á mbl.is þar sem afsláttarprósentan hafi ekki verið tekin fram. Hafi Hagkaup því ekki veit neytendum þær upplýsingar sem skylt sé að veita lögum samkvæmt. Þá taldi Neytendastofa að í auglýsingu sem birtist m.a. á samfélagsmiðlum Hagkaups hafi upplýsingarnar ekki verið birtar með nægilega skýrum hætti. Afsláttarprósentan var vinstra megin á myndinni í agnarsmáu letri og á hlið, þrátt fyrir að annar texti í auglýsingunni hafi verið töluvert stærri og skýrari. Í ákvörðuninni er um það fjallað að neytendur eiga ekki að þurfa að leita að upplýsingum um afsláttarprósentu eða að stækka auglýsinguna til að sjá prósentuna. Hagkaup hafi þ.a.l. leynt neytendur upplýsingum sem skipta þá almennt máli til þess að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti. Sektaði stofnunin Hagkaup um 850.000 kr., m.a. út af fyrri sektarákvörðunum fyrir sambærileg brot,“ segir á vef Neytendastofu. Svaf á verðinum Í svörum frá Hagkaup kom fram að félagið hafi sofið á verðinum og þætti það leitt. „Félagið hafi gert breytingar í markaðsstarfi og gengið til liðs við auglýsingastofu til að taka að sér hluta af þeirri vinnu sem hafi áður verið gerð innanhúss. Það sé ljóst að félagið hafi ekki fylgt þeirri vinnu nógu vel eftir. Félagið hafi verið með þetta í lagi síðustu ár og það sé leitt að félagið skildi hafa misst taktinn. Félagið taki þessu alvarlega og tjáði stofnuninni að þetta yrði í lagi héðan í frá,“ segir í úrskurðinum. Þar segir í Hagkaup hafi áður verið sektað vegna sambærilegra auglýsinga. Agnarsmátt letur og á hlið Málið nú snýr að auglýsingu þar sem mátti finna texta þar sem vísað væri til „RISA Taxfree“ með mjög afgerandi og áberandi hætti. Þar fyrir neðan hafi svo verið tekið fram, með áberandi letri, „ Tax-free* af snyrtivörum, leikföngum, raftækjum, skóm, heimilisvörum og fatnaði.“ Stjörnumerkinu hafi síðan fylgt eftir með tilvísun á vinstri hlið myndarinnar með agnarsmáu letri þar sem textinn var ritaður á hlið þar sem fram kom að „Tax-free jafngildi 19,36% afslætti“. „Eins og myndin birtist neytendum á Facebook síðu félagsins þyrftu neytendur almennt að stækka myndina til að sjá prósentuhlutfall verðlækkunarinnar. Sér stofnunin ekki réttmæta ástæðu fyrir því að félagið hafi ekki getað birt prósentuhlutfall verðlækkunarinnar með öðrum texta í auglýsingunni með jafn eða álíka skýrum hætti og annað efni í auglýsingunni. Umrædd framsetning gefur hins vegar til kynna að félagið hafi vísvitandi verið að fela prósentuhlutfall verðlækkunarinnar frá neytendum, enda einu upplýsingarnar í auglýsingunni sem voru birtar með þessum hætti,“ segir í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira