„Verðum að biðja stuðningsmennina afsökunar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 06:44 Erik Ten Hag gengur af velli eftir leik gærkvöldsins. Vísir/Getty Erik Ten Hag bað stuðningsmenn Manchester United afsökunar eftir 3-0 tap liðsins gegn Newcastle í 16-liða úrslitum deildabikarsins í gær. Þetta var annað þriggja marka tap liðsins á heimavelli í röð. Manchester United féll í gærkvöldi úr keppni í deildabikarnum eftir 3-0 tap gegn Newcastle á heimavelli sínum Old Trafford. Lið United lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti ekki gott kvöld. „Við vitum að þetta er ekki nógu gott. Við þurfum að taka ábyrgð á því. Ég þarf að taka ábyrgð á því. Ég þarf að segja afsakið við stuðningsmennina því þetta var fyrir neðan okkar staðla og við verðum að gera þetta betur,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports að leik loknum í gær. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1962 sem Manchester United tapar tveimur heimaleikjum í röð með þremur mörkum eða meira. „Við þurfum að koma til baka og gera það fljótt. Á laugardag er næsti leikur og við þurfum að bæta okkar leik. Þetta er ekki nógu gott,“ bætti Ten Hag við en United mætir Fulham á laugardaginn kemur. Ten Hag segir að nægileg gæði búi í liði United. „Leikmennirnir munu stíga upp. Þeir standa saman. Við sáum að þeir reyndu en við vitum að þetta er ekki nógu gott. Ég er ábyrgur fyrir þessu og við verðum að gera þetta saman.“ „Til að ná upp sjálfstrausti þá þarftu að spila og svo færðu sjálfstraust þegar þú nærð í úrslit. Það er einunigs hægt þegar þú fylgir reglunum, vinnur bardagana og kemur með baráttuna. Þetta þurfum við að gera sem lið. Eina leiðin er að standa saman en þú þarft að sýna aga, allir þurfa að vinna saman og taka ábyrgð.“ "He's scored 89 goals in 9 years..." ...I don't think we're harsh enough!" Andy Cole and Gary Neville discuss Anthony Martial pic.twitter.com/ZChf6G0pRJ— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2023 Hann sagði að liðið myndi sofa á úrslitunum og skoða stöðuna. „Síðan veljum við liðið og taktíkina. Mikilvægast er að ná hugarfarinu réttu.“ Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira
Manchester United féll í gærkvöldi úr keppni í deildabikarnum eftir 3-0 tap gegn Newcastle á heimavelli sínum Old Trafford. Lið United lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti ekki gott kvöld. „Við vitum að þetta er ekki nógu gott. Við þurfum að taka ábyrgð á því. Ég þarf að taka ábyrgð á því. Ég þarf að segja afsakið við stuðningsmennina því þetta var fyrir neðan okkar staðla og við verðum að gera þetta betur,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports að leik loknum í gær. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1962 sem Manchester United tapar tveimur heimaleikjum í röð með þremur mörkum eða meira. „Við þurfum að koma til baka og gera það fljótt. Á laugardag er næsti leikur og við þurfum að bæta okkar leik. Þetta er ekki nógu gott,“ bætti Ten Hag við en United mætir Fulham á laugardaginn kemur. Ten Hag segir að nægileg gæði búi í liði United. „Leikmennirnir munu stíga upp. Þeir standa saman. Við sáum að þeir reyndu en við vitum að þetta er ekki nógu gott. Ég er ábyrgur fyrir þessu og við verðum að gera þetta saman.“ „Til að ná upp sjálfstrausti þá þarftu að spila og svo færðu sjálfstraust þegar þú nærð í úrslit. Það er einunigs hægt þegar þú fylgir reglunum, vinnur bardagana og kemur með baráttuna. Þetta þurfum við að gera sem lið. Eina leiðin er að standa saman en þú þarft að sýna aga, allir þurfa að vinna saman og taka ábyrgð.“ "He's scored 89 goals in 9 years..." ...I don't think we're harsh enough!" Andy Cole and Gary Neville discuss Anthony Martial pic.twitter.com/ZChf6G0pRJ— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2023 Hann sagði að liðið myndi sofa á úrslitunum og skoða stöðuna. „Síðan veljum við liðið og taktíkina. Mikilvægast er að ná hugarfarinu réttu.“
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira