„Langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Ísak Bergmann Jóhannesson kann afar vel við sig í Düsseldorf. getty/Stefan Brauer Ísak Bergmann Jóhannesson nýtur lífsins út í ystu æsar hjá Fortuna Düsseldorf. Hann vonast til að spila með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu. Þýski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira