Erlent

Hótar að draga Græn­land úr Norður­landa­ráði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands ásamt Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur.
Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands ásamt Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. EPA/Christian Klindt Soelbeck

Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hótaði í ræðu sinni á Norðurlandaráði í gær að draga Grænland úr ráðinu. Hann hélt því fram að tækifæri sjálfstæðra landa og heimastjórnarlanda séu ekki jöfn og að samskipti fari ekki fram á jöfnum grundvelli.

Kringvarp Færeyja greindi frá því að hann hefði sagt að í Norðurlandaráðinu væri A-lið og B-lið.

„Ég held að það geti allir skilið að þegar samskipti fara ekki fram á jafningjagrundvelli þá er ekki beint hægt að tala um samvinnu,“ sagði hann í viðtali við Kringvarpið.

Múte sagði einnig að hann upplifði sig og ríkisstjórn sína útundan í málum sem varða öll Norðurlöndin.

Á Kringvarpinu má hlusta á viðtal sem John Johannessen tók við Múte á Norðurlandaráðsþingi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×