Tíska og hönnun

Hjálpaði heil­mikið að af­­tengja sjálfs­virðið frá vinnunni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir ræðir um listina og lífið í nýjasta þætti af Kúnst.
Förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir ræðir um listina og lífið í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm

„Förðun er svo skemmtileg, við getum alltaf þrifið hana af ef við erum ekki sátt með það sem við gerðum,“ segir förðunarfræðingurinn Sunna Björk sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Hér má sjá viðtalið við Sunnu Björk: 

Aðspurð hvort hún lendi einhvern tíma í því að efast um sjálfa sig svarar Sunna Björk:

„Það kemur alveg oft upp einhver smá efi. 

Ég held að flestir örugglega sem eru í skapandi vinnu lendi í því að upplifa efa. En á sama tíma reyni ég bara að minna mig á það að það er líka bara allt í lagi. 

Það er allt í lagi að vera stundum óviss um hvort það sem maður er að gera sé flott eða ekki. Eða hvort maður sé að gera það rétta í lífinu. Það er partur af því, að sjá hvar maður endar.“

Hún bætir við að hún sé ótrúlega heppin með fólkið í sínu lífi.

„Ég á yndislega fjölskyldu, vini og kærasta og ég er búin að sanka að mér svo fallegu og góðu fólki sem hjálpar manni að fara aftur niður á jörðina.“

Sunna Björk segist áður fyrr hafa átt það til að verða stressuð fyrir verkefnum en í dag hafi það breyst mikið.

„Ég held að það sem hafi hjálpað mér rosa mikið var að aftengja pínu mitt sjálfsvirði frá vinnunni. Að hugsa þetta er það sem ég geri og mér finnst gaman og þetta þarf ekki að vera svona rosalega alvarlegt. Þetta má vera smá leikur. Förðun er svo skemmtileg, við getum alltaf þrifið hana af ef við erum ekki sátt með það sem við gerðum,“ segir Sunna Björk og hlær.

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

Co­vid eitt það besta sem kom fyrir ferilinn

„Ég var alltaf að stelast í förðunardótið hennar mömmu í æsku og læsti mig inni á baði tímunum saman að leika mér með það,“ segir förðunarfræðingurinn Sunna Björk, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.