Covid eitt það besta sem kom fyrir ferilinn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. október 2023 07:00 Förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm „Ég var alltaf að stelast í förðunardótið hennar mömmu í æsku og læsti mig inni á baði tímunum saman að leika mér með það,“ segir förðunarfræðingurinn Sunna Björk, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hér má sjá þáttinn: Engin mörk og allt er leyfilegt Sunna Björk hefur verið að gera öfluga hluti í förðunarheiminum undanfarin ár en sköpunargleðin kviknaði snemma hjá henni og átti förðun fljótt hjarta hennar. „Förðun fyrir mér er algjört sköpunar- og tjáningarfrelsi. Það er algjör hamingja og leið til þess að leika sér. Ég verð að viðurkenna að ég horfi mikið á raunveruleikaþættina Rupaul's Drag Race og það hefur mótað mig mikið sem förðunarfræðing. Að sjá hvernig förðun hefur engin mörk, allt er leyfilegt og það getur verið svo rosalega mikil tjáning í förðun. Miklu dýpri en bara: „Ég er að gera mig sæta“, sem á líka alveg rétt á sér. En það er alltaf eitthvað meira á bak við það finnst mér.“ Förðunin á hug og hjarta Sunnu Bjarkar sem segir að það skipti gríðarlegu máli að hafa gaman að henni og halda í leikgleðina. Hún hefur unnið að ýmsum stórum verkefnum og sinnir einnig kennslu í Reykjavik MakeUp School. Vísir/Vilhelm Flúði heim með ekkert förðunardót Sunna Björk hefur unnið mikið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttir og hófst það samstarf í miðjum Covid faraldri. Í raun má segja að ótal mörg tækifæri hafi komið til Sunnu Bjarkar í faraldrinum. „Ég bjó í París rétt fyrir Covid og ég endaði með því að flýja borgina. Ég skildi bara allt dótið mitt eftir og þar á meðal allar förðunarvörurnar mínar. Svo fæ ég tölvupóst þar sem ég er spurð hvort ég sé laus til að farða Björk fyrir verkefni. Og ég sagði bara: Já, ég er laus! Með ekkert förðunar-kit,“ segir Sunna Björk og hlær. „Þannig að ég fór bara í Hagkaup og keypti allt sem ég gat fundið og bjó til eitthvað kit á núll einni.“ View this post on Instagram A post shared by Sunna Bjo rk Erlingsdo ttir (@sunnabjorkmakeup) Hún segir að í kjölfarið á þessu verkefni hafi byrjað mjög fallegt samstarf við Björk. „Það er búið að vera svo mikill lærdómur að vera í þessu verkefni með henni og teyminu hennar. Þau eru öll svo yndisleg, maður tekur það eiginlega mest úr öllu. Hvað gott fólk skiptir öllu máli.“ Á svipuðum tíma var Ísland vinsæll áfangastaður fyrir ýmsa tískurisa sem voru dugleg að heyra í Sunnu Björk. „Það byrjuðu svo mörg tískutímarit að koma og mynda á Íslandi. Þannig að þetta var pínu blessing in disguise, að hafa þurft að fara frá París.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Hár og förðun Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir „Varð að treysta því að það sem ég elskaði að gera væri nóg“ „Ég hef ekki litið til baka í eina sekúndu,“ segir listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir sem ákvað að leggja allt í listsköpunina og treysta því að það færi með hana í rétta átt. 27. október 2023 09:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hér má sjá þáttinn: Engin mörk og allt er leyfilegt Sunna Björk hefur verið að gera öfluga hluti í förðunarheiminum undanfarin ár en sköpunargleðin kviknaði snemma hjá henni og átti förðun fljótt hjarta hennar. „Förðun fyrir mér er algjört sköpunar- og tjáningarfrelsi. Það er algjör hamingja og leið til þess að leika sér. Ég verð að viðurkenna að ég horfi mikið á raunveruleikaþættina Rupaul's Drag Race og það hefur mótað mig mikið sem förðunarfræðing. Að sjá hvernig förðun hefur engin mörk, allt er leyfilegt og það getur verið svo rosalega mikil tjáning í förðun. Miklu dýpri en bara: „Ég er að gera mig sæta“, sem á líka alveg rétt á sér. En það er alltaf eitthvað meira á bak við það finnst mér.“ Förðunin á hug og hjarta Sunnu Bjarkar sem segir að það skipti gríðarlegu máli að hafa gaman að henni og halda í leikgleðina. Hún hefur unnið að ýmsum stórum verkefnum og sinnir einnig kennslu í Reykjavik MakeUp School. Vísir/Vilhelm Flúði heim með ekkert förðunardót Sunna Björk hefur unnið mikið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttir og hófst það samstarf í miðjum Covid faraldri. Í raun má segja að ótal mörg tækifæri hafi komið til Sunnu Bjarkar í faraldrinum. „Ég bjó í París rétt fyrir Covid og ég endaði með því að flýja borgina. Ég skildi bara allt dótið mitt eftir og þar á meðal allar förðunarvörurnar mínar. Svo fæ ég tölvupóst þar sem ég er spurð hvort ég sé laus til að farða Björk fyrir verkefni. Og ég sagði bara: Já, ég er laus! Með ekkert förðunar-kit,“ segir Sunna Björk og hlær. „Þannig að ég fór bara í Hagkaup og keypti allt sem ég gat fundið og bjó til eitthvað kit á núll einni.“ View this post on Instagram A post shared by Sunna Bjo rk Erlingsdo ttir (@sunnabjorkmakeup) Hún segir að í kjölfarið á þessu verkefni hafi byrjað mjög fallegt samstarf við Björk. „Það er búið að vera svo mikill lærdómur að vera í þessu verkefni með henni og teyminu hennar. Þau eru öll svo yndisleg, maður tekur það eiginlega mest úr öllu. Hvað gott fólk skiptir öllu máli.“ Á svipuðum tíma var Ísland vinsæll áfangastaður fyrir ýmsa tískurisa sem voru dugleg að heyra í Sunnu Björk. „Það byrjuðu svo mörg tískutímarit að koma og mynda á Íslandi. Þannig að þetta var pínu blessing in disguise, að hafa þurft að fara frá París.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Hár og förðun Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir „Varð að treysta því að það sem ég elskaði að gera væri nóg“ „Ég hef ekki litið til baka í eina sekúndu,“ segir listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir sem ákvað að leggja allt í listsköpunina og treysta því að það færi með hana í rétta átt. 27. október 2023 09:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Varð að treysta því að það sem ég elskaði að gera væri nóg“ „Ég hef ekki litið til baka í eina sekúndu,“ segir listræni förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir sem ákvað að leggja allt í listsköpunina og treysta því að það færi með hana í rétta átt. 27. október 2023 09:30