Svæðinu umhverfis skakka turninn í Bologna lokað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 08:46 Torginu umhverfis turninn verður lokað á meðan undirstöður hans verða styrktar. Getty/UEFA/Emilio Andreoli Borgaryfirvöld í Bologna á Ítalíu hafa ákveðið að loka torginu umhverfis Garisenda-turninn í nokkur ár, þar sem áhyggjur eru uppi af því hversu mikið turninn hallar. Matteo Lepore, borgarstjóri Bologna, segir nauðsynlegt að loka Piazza di Porta Ravegnana til að bjarga turninum; það sé ekki vegna þess að hrun hans sé yfirvofandi heldur sé nauðynlegt að tryggja öryggi hans til framtíðar. Garisenda-turninn er 48 metra hár og hallar fjórar gráður, það er lítillega meira en hinn frægari Skakki turn í Písa, sem hallar 3,9 gráður. Örlög Garisenda-turnsins hafa verið í umræðunni síðustu misseri eftir að vísindamenn frá Bologna-háskóla námu óeðlilegar hreyfingar á turninum. Turninn, sem var reistur á 12. öld, er talinn halla vegna jarðsigs á 14. öld en nú stendur til að styrkja undirstöður hans. Asinelli-turninum, sem stendur við hlið Garisenda-turnins, hefur einnig verið lokað en hingað til hefur gestum verið hleypt upp í fyrrnefnda. Íbúar óttast hið versta og einn sagði í samtali við Corriere della Sera að hingað til hefði hann tekið turnunum tveimur sem sjálfsögðum hlut. „Ég óttast að missa eitthvað sem er partur af sálu borgarinnar,“ sagði rit- og handritahöfundurinn Carlo Lucarelli. „Það er margt sem vekur áhyggjur mínar, sérstaklega sú staðreynd að þetta virðist hafa komið á óvart. En hvernig getur þetta komið á óvart ef það er búið að vera að fylgjast með turninum í mörg ár,“ segir leikarinn og leikstjórinn Giorgio Diritti. Garisenda- og Asinelli turnarnir eru nefndir í höfuðið á fjölskyldunum sem reistu þá og áttu í mikilli samkeppni. Garisenda-turninn var upphaflega 60 metra hár en var lækkaður þegar hann fór að halla. Hann er nefndur til sögunnar í verkum Dante, Dickens og Goethe. Ítalía Arkitektúr Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Matteo Lepore, borgarstjóri Bologna, segir nauðsynlegt að loka Piazza di Porta Ravegnana til að bjarga turninum; það sé ekki vegna þess að hrun hans sé yfirvofandi heldur sé nauðynlegt að tryggja öryggi hans til framtíðar. Garisenda-turninn er 48 metra hár og hallar fjórar gráður, það er lítillega meira en hinn frægari Skakki turn í Písa, sem hallar 3,9 gráður. Örlög Garisenda-turnsins hafa verið í umræðunni síðustu misseri eftir að vísindamenn frá Bologna-háskóla námu óeðlilegar hreyfingar á turninum. Turninn, sem var reistur á 12. öld, er talinn halla vegna jarðsigs á 14. öld en nú stendur til að styrkja undirstöður hans. Asinelli-turninum, sem stendur við hlið Garisenda-turnins, hefur einnig verið lokað en hingað til hefur gestum verið hleypt upp í fyrrnefnda. Íbúar óttast hið versta og einn sagði í samtali við Corriere della Sera að hingað til hefði hann tekið turnunum tveimur sem sjálfsögðum hlut. „Ég óttast að missa eitthvað sem er partur af sálu borgarinnar,“ sagði rit- og handritahöfundurinn Carlo Lucarelli. „Það er margt sem vekur áhyggjur mínar, sérstaklega sú staðreynd að þetta virðist hafa komið á óvart. En hvernig getur þetta komið á óvart ef það er búið að vera að fylgjast með turninum í mörg ár,“ segir leikarinn og leikstjórinn Giorgio Diritti. Garisenda- og Asinelli turnarnir eru nefndir í höfuðið á fjölskyldunum sem reistu þá og áttu í mikilli samkeppni. Garisenda-turninn var upphaflega 60 metra hár en var lækkaður þegar hann fór að halla. Hann er nefndur til sögunnar í verkum Dante, Dickens og Goethe.
Ítalía Arkitektúr Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira