Handbolti

Stjarnan sótti sigur á Sel­foss

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Starri Friðriksson fór á kostum í kvöld.
Starri Friðriksson fór á kostum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan vann Selfoss með fjögurra marka mun í Olís-deild karla í handbolta. Selfoss situr því áfram á botni deildarinnar með aðeins einn sigur í fyrstu átta leikjum sínum á leiktíðinni.

Bæði lið hafa byrjað tímabilið illa og var um sannkallaðan botnslag að ræða. Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins og létu kné fylgja kviði. Staðan var snemma leiks 1-7 og virtist ekkert geta komið í veg fyrir sigur Stjörnunnar.

Þó heimamenn hafi rankað við sér var Stjarnan þó með fimm marka forystu í hálfleik, staðan 12-17. Heimamönnum tókst að minnka muninn niður í eitt mark í síðari hálfleik en nær komust þeir ekki. Stjarnan gaf í og vann fjögurra marka sigur, lokatölur 26-30.

Starri Friðriksson skoraði sjö mörk í liði Garðbæinga og Þórður Tandri Ágústsson skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Í liði heimamanna var Einar Sverrisson með átta mörk.

Stjarnan er nú í 10. sæti með 5 stig en Selfoss tveimur sætum neðar í botnsætinu með 2 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×