Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 34-25 | Toppliðið fór létt með ÍR Dagur Lárusson skrifar 28. október 2023 17:33 Alexandra Líf fagnar í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Topplið Hauka fór létt með ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur á Ásvöllum voru 34-25. Fyrir leikinn voru Haukar í efsta sæti deildarinnar með tíu stig á meðan ÍR var í fimmta sætinu með sex stig. Eins og við var að búast þá byrjuðu stelpurnar í Haukum mikið betur og var staðan orðin 6-1 eftir sex mínútur en Elín Klara fiskaði hvert vítið á fætur öðru og skoraði. Eftir þennan góða kafla hjá Haukum tóku gestirnir þó aðeins við sér og veittu viðstöðu og náðu að minnka forskot Hauka í tvö mörk. Haukar voru þá alltaf með frumkvæðið með Elín Klöru í broddi fylkingar og var staðan 17-9 í hálfleik. ÍR-ingar komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og Haukar voru í töluverðum vandræðum með að skora en Inga Dís Jóhannsdóttir steig þá upp, skoraði mikilvægt mark og kom Haukum aftur á bragðið. ÍR-ingar náðu að koma forystu Hauka niður í sex mörk en komumst aldrei nær en það og voru lokatölur á Ásvöllum 34-25. Enn og aftur var Elín Klara Þorkelsdóttir best á vellinum en hún skoraði átta mörk og var markahæst. Sólveig Lára Kjærnested: Við vorum hikandi í byrjun Sólveig Lára á hliðarlínunni.vísir/Hulda Margrét „Við byrjuðum leikinn hikandi og vorum of mikið inn í okkur,“ byrjaði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „En eftir það fórum við að finna taktinn, eftir um það bil sjö mínútur, þá fórum við aðeins að koma út úr skelinni en samt fannst mér við vera inn í skelinni sóknarlega allan leikinn,“ hélt Sólveig áfram að segja. „Við vorum að gera mikið af barnalegum tæknifeilum sem er bara of dýrkeypt gegn liði eins og Haukum.“ Sólveig Lára var þó ánægð með margt. „Við erum að alltaf að reyna að halda í okkar gildi og horfa á það sem við erum að gera, ekkert annað. Við komum inn í þennan leik svolítið laskaðar og leikmenn að spila mikið af mínútum. Það glitti í okkar á köflum í þessum leik og það er það sem við tökum úr þessum leik,“ endaði Sólveig Lára Kjærnested á að segja eftir. Díana Guðjónsdóttir: Stefán er vanur að vera á toppnum og vill ekkert annað Díana Guðjónsdóttir.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Liðsheildin var lykillinn í dag og líka það hvernig við mættum í leikinn,“ byrjaði Díana Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Þetta var svolítið erfið byrjun hjá þeim í leiknum, við komumst í 5-1 strax og það er vont þegar þú ert að spila gegn jafn reynslumiklu liði og við erum,“ hélt Díana áfram að segja. Díana talaði aðeins um byrjunina á tímabilinu. „Þetta er samspil af baráttu og vilja en síðan líka tæknilegum hlutum sem gera það að verkum að við erum að spila svona vel. Við endum síðasta tímabil, erum með frábæran stuðning hérna á Ásvöllum en dettum út gegn ÍBV. En síðan í sumar fáum við reynslumikinn þjálfara til liðs við okkur sem er vanur að vera á toppnum og vill ekkert annað en það.“ „Hann kemur með öðruvísi hugarfars nálgun á þetta finnst mér. Við erum auðvitað alveg í jafn góðu formi og í fyrra en hann gerir lúmska hluti til þess að sjá til þess að leikmennirnir hafa trú og það er að virka,“ endaði Díana Guðjónsdóttir að segja eftir leik. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar ÍR
Topplið Hauka fór létt með ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur á Ásvöllum voru 34-25. Fyrir leikinn voru Haukar í efsta sæti deildarinnar með tíu stig á meðan ÍR var í fimmta sætinu með sex stig. Eins og við var að búast þá byrjuðu stelpurnar í Haukum mikið betur og var staðan orðin 6-1 eftir sex mínútur en Elín Klara fiskaði hvert vítið á fætur öðru og skoraði. Eftir þennan góða kafla hjá Haukum tóku gestirnir þó aðeins við sér og veittu viðstöðu og náðu að minnka forskot Hauka í tvö mörk. Haukar voru þá alltaf með frumkvæðið með Elín Klöru í broddi fylkingar og var staðan 17-9 í hálfleik. ÍR-ingar komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og skoruðu fyrstu þrjú mörkin og Haukar voru í töluverðum vandræðum með að skora en Inga Dís Jóhannsdóttir steig þá upp, skoraði mikilvægt mark og kom Haukum aftur á bragðið. ÍR-ingar náðu að koma forystu Hauka niður í sex mörk en komumst aldrei nær en það og voru lokatölur á Ásvöllum 34-25. Enn og aftur var Elín Klara Þorkelsdóttir best á vellinum en hún skoraði átta mörk og var markahæst. Sólveig Lára Kjærnested: Við vorum hikandi í byrjun Sólveig Lára á hliðarlínunni.vísir/Hulda Margrét „Við byrjuðum leikinn hikandi og vorum of mikið inn í okkur,“ byrjaði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „En eftir það fórum við að finna taktinn, eftir um það bil sjö mínútur, þá fórum við aðeins að koma út úr skelinni en samt fannst mér við vera inn í skelinni sóknarlega allan leikinn,“ hélt Sólveig áfram að segja. „Við vorum að gera mikið af barnalegum tæknifeilum sem er bara of dýrkeypt gegn liði eins og Haukum.“ Sólveig Lára var þó ánægð með margt. „Við erum að alltaf að reyna að halda í okkar gildi og horfa á það sem við erum að gera, ekkert annað. Við komum inn í þennan leik svolítið laskaðar og leikmenn að spila mikið af mínútum. Það glitti í okkar á köflum í þessum leik og það er það sem við tökum úr þessum leik,“ endaði Sólveig Lára Kjærnested á að segja eftir. Díana Guðjónsdóttir: Stefán er vanur að vera á toppnum og vill ekkert annað Díana Guðjónsdóttir.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Liðsheildin var lykillinn í dag og líka það hvernig við mættum í leikinn,“ byrjaði Díana Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Þetta var svolítið erfið byrjun hjá þeim í leiknum, við komumst í 5-1 strax og það er vont þegar þú ert að spila gegn jafn reynslumiklu liði og við erum,“ hélt Díana áfram að segja. Díana talaði aðeins um byrjunina á tímabilinu. „Þetta er samspil af baráttu og vilja en síðan líka tæknilegum hlutum sem gera það að verkum að við erum að spila svona vel. Við endum síðasta tímabil, erum með frábæran stuðning hérna á Ásvöllum en dettum út gegn ÍBV. En síðan í sumar fáum við reynslumikinn þjálfara til liðs við okkur sem er vanur að vera á toppnum og vill ekkert annað en það.“ „Hann kemur með öðruvísi hugarfars nálgun á þetta finnst mér. Við erum auðvitað alveg í jafn góðu formi og í fyrra en hann gerir lúmska hluti til þess að sjá til þess að leikmennirnir hafa trú og það er að virka,“ endaði Díana Guðjónsdóttir að segja eftir leik.