Sjáðu þegar Haaland losaði um stífluna, markið sem knésetti Newcastle og seinni hálfleiks þrennuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2023 15:01 Erling Haaland skoraði tvívegis á gervigrasinu á Wankdorf vellinum í Bern. getty/Harry Langer Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má öll sjá inni á Vísi. Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira