Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 12:32 Miðlum ber ekki saman um fjölda látinna en allt að 22 eru sagðir látnir og 50 til 60 særðir. Getty/Anadolu/Fatih Aktas Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna og særðra er eitthvað á reiki en New York Times segist hafa heimildir fyrir því að sjö séu látnir hið minnsta en Washington Post og fleiri miðlar segja sextán. Þá er haft eftir löggæsluyfirvöldum að líklega muni talan hækka en tugir virðast hafa særst. Samkvæmt lögreglunni í Lewiston, þar sem íbúar eru um 38 þúsund talsins, lét árásarmaðurinn til skarar skríða í keilussalnum Just-In-Time Recreation, sem áður hét Sparetime Recreation. Þá var einnig tilkynnt um skotárás á veitingastaðnum Schemengees Bar and Grille, sem er í um sjö kílómetra fjarlægð. Keilumót barna stóð yfir í keilusalnum þegar árásin átti sér stað. The first reports of shootings in Lewiston, Maine, came around 7 p.m. Eastern. At least seven people were killed, and a suspect is still at large, the police said.Here s a timeline of what happened.https://t.co/dPepwRblCP— The New York Times (@nytimes) October 26, 2023 Samkvæmt upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum innan lögreglunnar er Card skotvopnakennari og liðsmaður í varaliði bandaríska hersins. Hann virðist hafa glímt við andleg veikindi og lá inni á stofnun í einhverjar vikur í sumar. Card hefur ekki fundist en umfangsmikil leit stendur yfir. Íbúum í Lewiston og í bæunum Lisbon og Bowdoin hefur verið skipað að halda sig inni og þá hefur verið gefið út að fjöldi skóla í ríkinu verði lokaður þar til Card hefur verið handsamaður. Hann er sagður vopnaður og hættulegur og fólk hvatt til þess að halda sig frá honum ef það sér hann. Ef rétt reynist að sextán séu látnir er um að ræða blóðugustu skotárásina í Bandaríkjunum í ár en á þessu ári hafa 34 skotárásir átt sér stað þar sem fórnarlömbin voru fjögur eða fleiri. Það er það viðmið sem Alríkislögreglan og Violence Project nota til að skilgreina fjöldadráp. We are expanding the shelter in place advisory and school closings to include the town of Bowdoin. Please stay inside your homes while more than 100 investigators, both local and federal work to locate Robert Card who is a person of interest in the Lewiston shootings. pic.twitter.com/dqixmXbJAX— Maine State Police (@MEStatePolice) October 26, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fjöldi látinna og særðra er eitthvað á reiki en New York Times segist hafa heimildir fyrir því að sjö séu látnir hið minnsta en Washington Post og fleiri miðlar segja sextán. Þá er haft eftir löggæsluyfirvöldum að líklega muni talan hækka en tugir virðast hafa særst. Samkvæmt lögreglunni í Lewiston, þar sem íbúar eru um 38 þúsund talsins, lét árásarmaðurinn til skarar skríða í keilussalnum Just-In-Time Recreation, sem áður hét Sparetime Recreation. Þá var einnig tilkynnt um skotárás á veitingastaðnum Schemengees Bar and Grille, sem er í um sjö kílómetra fjarlægð. Keilumót barna stóð yfir í keilusalnum þegar árásin átti sér stað. The first reports of shootings in Lewiston, Maine, came around 7 p.m. Eastern. At least seven people were killed, and a suspect is still at large, the police said.Here s a timeline of what happened.https://t.co/dPepwRblCP— The New York Times (@nytimes) October 26, 2023 Samkvæmt upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum innan lögreglunnar er Card skotvopnakennari og liðsmaður í varaliði bandaríska hersins. Hann virðist hafa glímt við andleg veikindi og lá inni á stofnun í einhverjar vikur í sumar. Card hefur ekki fundist en umfangsmikil leit stendur yfir. Íbúum í Lewiston og í bæunum Lisbon og Bowdoin hefur verið skipað að halda sig inni og þá hefur verið gefið út að fjöldi skóla í ríkinu verði lokaður þar til Card hefur verið handsamaður. Hann er sagður vopnaður og hættulegur og fólk hvatt til þess að halda sig frá honum ef það sér hann. Ef rétt reynist að sextán séu látnir er um að ræða blóðugustu skotárásina í Bandaríkjunum í ár en á þessu ári hafa 34 skotárásir átt sér stað þar sem fórnarlömbin voru fjögur eða fleiri. Það er það viðmið sem Alríkislögreglan og Violence Project nota til að skilgreina fjöldadráp. We are expanding the shelter in place advisory and school closings to include the town of Bowdoin. Please stay inside your homes while more than 100 investigators, both local and federal work to locate Robert Card who is a person of interest in the Lewiston shootings. pic.twitter.com/dqixmXbJAX— Maine State Police (@MEStatePolice) October 26, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira