Menningarminjar að sökkva í sæ Jódís Skúladóttir skrifar 25. október 2023 19:31 Það bárust sorgarfréttir á dögunum um andlát Harðar Sigurbjarnarsonar. Húsvíkingar hafa misst einn af máttarstólpum samfélagsins en árum saman var Hörður mikil driffjöður framfara og uppbyggingar á svæðinu. Ég votta ættingjum og vinum Harðar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég var svo heppin að hitta Hörð í hans vígi á Húsavík fyrir nokkru síðan hvar við ræddum meðal annars hið sögufræga skip Maríu Júlíu, gamla björgunarskip Vestfirðinga, honum fannst mikið til þessa gamla eikarskips koma. Eldmóður hans og ástríða voru smitandi og kveikti hann áhuga minn á okkar verðmæta skipaarfi sem nú er í bráðri hættu. Verndun og varðveisla skipa og báta er hluti af alþýðumenningu og atvinnusögu Íslendinga. Mikið magn verðmætra menningargersema mun að óbreyttu hverfa í sæ vegna ágangs náttúruaflanna á komandi árum. Það má hreinlega ekki gerast og það er á okkar ábyrgð að grípa í taumana áður en það verður of seint. Um er að ræða talsvert magn ómetanlegra menningarverðmæta um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Þrátt fyrir að bátar teljist menningarminjar, forngripir og fornminjar í augum laganna hefur ekki tekist að koma á fyrirkomulagi sem tryggir vernd þeirra og björgun. Viðhald og björgun bátaarfsins hefur að þeim sökum verið á höndum einstaklinga og samtaka áhugafólks Ég hef nú, í annað sinn, lagt fram þingsályktunartillögu um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Markmið þessarar tillögu er að komið verði skikki á varðveislu og björgun þessa menningararfs. Fjöldi þingmannamála og fyrirspurna síðustu ára benda til þess að áhugi sé á málaflokknum enda um fágætar menningarminjar að ræða, sem víða liggja undir skemmdum. Þrátt fyrir brýnt erindi og áhuga hefur lítið áunnist í málaflokknum og víst að svo verði á meðan ekki kemur til skýr stefnumörkun, heildarsýn og raunhæf markmið stjórnvalda. Við erum að falla á tíma og nú er lag. Það er ábyrgðarhluti að við björgum okkar þjóðargersemum áður en það er um seinan. Um það vorum við Hörður sammála. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Jódís Skúladóttir Norðurþing Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það bárust sorgarfréttir á dögunum um andlát Harðar Sigurbjarnarsonar. Húsvíkingar hafa misst einn af máttarstólpum samfélagsins en árum saman var Hörður mikil driffjöður framfara og uppbyggingar á svæðinu. Ég votta ættingjum og vinum Harðar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég var svo heppin að hitta Hörð í hans vígi á Húsavík fyrir nokkru síðan hvar við ræddum meðal annars hið sögufræga skip Maríu Júlíu, gamla björgunarskip Vestfirðinga, honum fannst mikið til þessa gamla eikarskips koma. Eldmóður hans og ástríða voru smitandi og kveikti hann áhuga minn á okkar verðmæta skipaarfi sem nú er í bráðri hættu. Verndun og varðveisla skipa og báta er hluti af alþýðumenningu og atvinnusögu Íslendinga. Mikið magn verðmætra menningargersema mun að óbreyttu hverfa í sæ vegna ágangs náttúruaflanna á komandi árum. Það má hreinlega ekki gerast og það er á okkar ábyrgð að grípa í taumana áður en það verður of seint. Um er að ræða talsvert magn ómetanlegra menningarverðmæta um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Þrátt fyrir að bátar teljist menningarminjar, forngripir og fornminjar í augum laganna hefur ekki tekist að koma á fyrirkomulagi sem tryggir vernd þeirra og björgun. Viðhald og björgun bátaarfsins hefur að þeim sökum verið á höndum einstaklinga og samtaka áhugafólks Ég hef nú, í annað sinn, lagt fram þingsályktunartillögu um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Markmið þessarar tillögu er að komið verði skikki á varðveislu og björgun þessa menningararfs. Fjöldi þingmannamála og fyrirspurna síðustu ára benda til þess að áhugi sé á málaflokknum enda um fágætar menningarminjar að ræða, sem víða liggja undir skemmdum. Þrátt fyrir brýnt erindi og áhuga hefur lítið áunnist í málaflokknum og víst að svo verði á meðan ekki kemur til skýr stefnumörkun, heildarsýn og raunhæf markmið stjórnvalda. Við erum að falla á tíma og nú er lag. Það er ábyrgðarhluti að við björgum okkar þjóðargersemum áður en það er um seinan. Um það vorum við Hörður sammála. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun