Tilnefndu tvo á einungis tíu tímum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 12:00 Mike Johnson, þegar Repúblikanar tilkynntu í gærkvöldi að hann hefði verið tilnefndur til embættis þingforseta, nokkrum klukkustundum eftir að Tom Emmer var tilnefndur. AP/Jose Luis Magana Þingflokkur Repúblikanaflokksins hefur á einungis tíu klukkustundum tilnefnt tvo menn til embættis þingforseta fulltrúadeildarinnar. Tom Emmer var kjörinn úr hópi níu frambjóðenda í gær en hann hætti við framboðið eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gagnrýndi hann opinberlega. Framboð Emmes stóð yfir í einungis fjórar klukkustundir. Eftir að Emmer hlaut tilnefninguna var það Trump sem kom í veg fyrir að hann gæti fengið embættið. Sjá einnig: Repúblikönum mistekst leiðtogavalið í þriðja sinn Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að hann ætti marga góða vini sem vildu verða þingforseti og sumir þeirra væru svo sannarlega miklir baráttumenn. Tom Emmer væri ekki einn þeirra. Trump sagði Emmer aldrei hafa virt umfang MAGA-hreyfingar Trumps og hafi barist gegn sér. „Ég hef trú á því að nú hafi hann lært sína lexíu,“ skrifaði Trump. „Því hann er að segja að hann sé hlynntur Trump alla leið, en getur maður verið viss? Hefur hann bara skipt um skoðun til að vinna? Repúblikanaflokkurinn getur ekki tekið þá áhættu.“ Trump gekk lengra og sagði að það að kjósa Emmer, sem væri ekki sannur Repúblikani, yrðu alvarleg mistök. Færsla Trump um Emmer á Truth Social. Þingmenn sem höfðu áður lýst yfir stuðningi við framboð Emmer, lýstu því yfir að hann gæti ekki orðið þingforseti. Þeirra á meðal er Matt Gaetz, þingmaðurinn sem lýsti yfir vantrausti gegn McCarthy. Eftir þetta steig Emmer fram og sagðist ekki vilja embættið, þar sem ljóst var að hann hefði ekki nægan stuðning innan þingflokksins. Repúblikanar eru með það nauman meirihluta í fulltrúadeildinni að neiti fimm Repúblikanar að veita frambjóðenda atkvæði, verður sá ekki þingforseti. Emmer sagðist ekki hafa hætt við út af Trump, heldur hafi ákvörðun hans tekið mið af sambandi hans við þingflokkinn. Þá sagðist hann ætla að styðja hvern þann sem þingflokkurinn tilnefndi. „Við munum ná þessu,“ sagði Emmer. Þegar fréttamenn náðu tali af Trump í New York í gær, stærði hann sig af því að hafa sökkt framboði Emmer, því hann væri ekki nógu mikill MAGA-maður. Er það tilvísun í „Make America Great Again“-hreyfingu Trumps. Óreiðan ræður ríkjum Leitin að þingforseta, frá því Kevin McCarthy var velt úr sessi fyrir rúmum þremur vikum, hefur einkennst af gífurlegri óreiðu og illdeilum innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Þessum deilum hafa meðal annars fylgt morðhótanir. Í mjög einföldu máli snúast deilurnar innan þingflokksins um það að öfgafyllstu þingmennirnir vilja ekki hefðbundinn þingforseta, á meðan aðrir vilja ekki fá öfgafullan þingforseta. Trump hafði áður lýst yfir stuðningi við Jim Jordan, áður en hann tapaði atkvæðagreiðslu innan þingflokksins fyrir Steve Scalies. Scalise steig svo einnig til hliðar þegar honum varð ljóst að hann nyti ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Næstur var Jordan en eftir nokkrar atkvæðagreiðslur á þingi var ljóst að hann gæti ekki heldur orðið þingforseti. Í grein Washington Post segir að Emmer hafi líklega verið sá miðjusinnaðasti af frambjóðendunum níu. Hann hafi greitt atkvæði með hjónaböndum para af sama kyni, ítrekað stutt aðstoð handa Úkraínumönnum og stutt samkomulag um að hækka skuldaþakið svokallaða. Emmer hefur einnig greitt atkvæði gegn því að hafna úrslitum forsetakosninganna 2020, öfugt við rúmlega tvo þriðju af samflokksmönnum hans. Þó bróðurpartur þingflokks Repúblikanaflokksins hafi svipaðar skoðanir og Emmer þurfa einungis nokkrir þingmenn að standa gegn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að hann tryggi sér embætti. Púað á fréttakonu Í gærkvöldi greiddu þingmenn flokksins aftur atkvæði og þá tilnefndu þeir þingmanninn Mike Johnson. Hann er fjórði þingmaðurinn til að verða tilnefndur frá því hópur Repúblikana velti Kevin McCarthy úr embætti þingforseta. Johnson var valinn úr hópi fimm þingmanna sem buðu sig fram en hann er ötull stuðningsmaður Trumps og kom til að mynda að viðleitni forsetans fyrrverandi til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Þegar Repúblikanar tilkynntu tilnefningu Johnson í gærkvöldi reyndi fréttakona að spyrja hann út í aðstoð hans við Trump en þingmenn Repúblikanaflokksins púuðu á hana, eins og sjá má í lok myndbandsins hér að neðan. Bandaríska þingið er lamað án þinforseta þar sem ekki er hægt að ræða né greiða atkvæði um lagafrumvörp eða nokkuð annað en leitina að nýjum þingforseta. Þann 17. nóvember renna fjárlög úr gildi og munu Bandaríkjamenn því þurfa að loka opinberum stofnunum, verði þingið ekki búið að semja og samþykkja ný fjárlög. Til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu Johnson seinni partinn í dag. Blaðamenn vestanhafs segja Johnson eiga nokkuð góðar líkur á að tryggja sér 217 atkvæði. Við atkvæðagreiðsluna innan þingflokksins í gærkvöldi, sátu þó þrír þingmenn hjá og 23 voru ekki á fundinum. Í frétt Punchbowl News segir þó að takist Repúblikönum ekki að finna þingforseta í Johnson, muni miðjusinnaðir þingmenn flokksins líklega leita til Demókrata og gera einhverskonar samkomulag um að auka völd Patrick McHenry, sem er starfandi þinforseti, svo hann geti setið yfir atkvæðagreiðslum um lagafrumvörp. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómari hótar að fangelsa Trump Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. 20. október 2023 16:27 Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Bandarískir hermenn eru sagðir hafa slasast lítillega í drónárásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak í gær. Tveimur drónum var flogið að al Asad flugstöðinni í vesturhluta Íraks og einum að annarri herstöð í norðurhluta landsins. 19. október 2023 14:20 Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Hinn umdeildi bandaríski þingmaður Jim Jordan gerði aðra atrennu að embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hann fékk þó færri atkvæði en í fyrstu atkvæðagreiðslunni og þrátt fyrir það vill hann reyna aftur. 19. október 2023 11:09 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Framboð Emmes stóð yfir í einungis fjórar klukkustundir. Eftir að Emmer hlaut tilnefninguna var það Trump sem kom í veg fyrir að hann gæti fengið embættið. Sjá einnig: Repúblikönum mistekst leiðtogavalið í þriðja sinn Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, skrifaði Trump að hann ætti marga góða vini sem vildu verða þingforseti og sumir þeirra væru svo sannarlega miklir baráttumenn. Tom Emmer væri ekki einn þeirra. Trump sagði Emmer aldrei hafa virt umfang MAGA-hreyfingar Trumps og hafi barist gegn sér. „Ég hef trú á því að nú hafi hann lært sína lexíu,“ skrifaði Trump. „Því hann er að segja að hann sé hlynntur Trump alla leið, en getur maður verið viss? Hefur hann bara skipt um skoðun til að vinna? Repúblikanaflokkurinn getur ekki tekið þá áhættu.“ Trump gekk lengra og sagði að það að kjósa Emmer, sem væri ekki sannur Repúblikani, yrðu alvarleg mistök. Færsla Trump um Emmer á Truth Social. Þingmenn sem höfðu áður lýst yfir stuðningi við framboð Emmer, lýstu því yfir að hann gæti ekki orðið þingforseti. Þeirra á meðal er Matt Gaetz, þingmaðurinn sem lýsti yfir vantrausti gegn McCarthy. Eftir þetta steig Emmer fram og sagðist ekki vilja embættið, þar sem ljóst var að hann hefði ekki nægan stuðning innan þingflokksins. Repúblikanar eru með það nauman meirihluta í fulltrúadeildinni að neiti fimm Repúblikanar að veita frambjóðenda atkvæði, verður sá ekki þingforseti. Emmer sagðist ekki hafa hætt við út af Trump, heldur hafi ákvörðun hans tekið mið af sambandi hans við þingflokkinn. Þá sagðist hann ætla að styðja hvern þann sem þingflokkurinn tilnefndi. „Við munum ná þessu,“ sagði Emmer. Þegar fréttamenn náðu tali af Trump í New York í gær, stærði hann sig af því að hafa sökkt framboði Emmer, því hann væri ekki nógu mikill MAGA-maður. Er það tilvísun í „Make America Great Again“-hreyfingu Trumps. Óreiðan ræður ríkjum Leitin að þingforseta, frá því Kevin McCarthy var velt úr sessi fyrir rúmum þremur vikum, hefur einkennst af gífurlegri óreiðu og illdeilum innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Þessum deilum hafa meðal annars fylgt morðhótanir. Í mjög einföldu máli snúast deilurnar innan þingflokksins um það að öfgafyllstu þingmennirnir vilja ekki hefðbundinn þingforseta, á meðan aðrir vilja ekki fá öfgafullan þingforseta. Trump hafði áður lýst yfir stuðningi við Jim Jordan, áður en hann tapaði atkvæðagreiðslu innan þingflokksins fyrir Steve Scalies. Scalise steig svo einnig til hliðar þegar honum varð ljóst að hann nyti ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Næstur var Jordan en eftir nokkrar atkvæðagreiðslur á þingi var ljóst að hann gæti ekki heldur orðið þingforseti. Í grein Washington Post segir að Emmer hafi líklega verið sá miðjusinnaðasti af frambjóðendunum níu. Hann hafi greitt atkvæði með hjónaböndum para af sama kyni, ítrekað stutt aðstoð handa Úkraínumönnum og stutt samkomulag um að hækka skuldaþakið svokallaða. Emmer hefur einnig greitt atkvæði gegn því að hafna úrslitum forsetakosninganna 2020, öfugt við rúmlega tvo þriðju af samflokksmönnum hans. Þó bróðurpartur þingflokks Repúblikanaflokksins hafi svipaðar skoðanir og Emmer þurfa einungis nokkrir þingmenn að standa gegn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að hann tryggi sér embætti. Púað á fréttakonu Í gærkvöldi greiddu þingmenn flokksins aftur atkvæði og þá tilnefndu þeir þingmanninn Mike Johnson. Hann er fjórði þingmaðurinn til að verða tilnefndur frá því hópur Repúblikana velti Kevin McCarthy úr embætti þingforseta. Johnson var valinn úr hópi fimm þingmanna sem buðu sig fram en hann er ötull stuðningsmaður Trumps og kom til að mynda að viðleitni forsetans fyrrverandi til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Þegar Repúblikanar tilkynntu tilnefningu Johnson í gærkvöldi reyndi fréttakona að spyrja hann út í aðstoð hans við Trump en þingmenn Repúblikanaflokksins púuðu á hana, eins og sjá má í lok myndbandsins hér að neðan. Bandaríska þingið er lamað án þinforseta þar sem ekki er hægt að ræða né greiða atkvæði um lagafrumvörp eða nokkuð annað en leitina að nýjum þingforseta. Þann 17. nóvember renna fjárlög úr gildi og munu Bandaríkjamenn því þurfa að loka opinberum stofnunum, verði þingið ekki búið að semja og samþykkja ný fjárlög. Til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu Johnson seinni partinn í dag. Blaðamenn vestanhafs segja Johnson eiga nokkuð góðar líkur á að tryggja sér 217 atkvæði. Við atkvæðagreiðsluna innan þingflokksins í gærkvöldi, sátu þó þrír þingmenn hjá og 23 voru ekki á fundinum. Í frétt Punchbowl News segir þó að takist Repúblikönum ekki að finna þingforseta í Johnson, muni miðjusinnaðir þingmenn flokksins líklega leita til Demókrata og gera einhverskonar samkomulag um að auka völd Patrick McHenry, sem er starfandi þinforseti, svo hann geti setið yfir atkvæðagreiðslum um lagafrumvörp.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Dómari hótar að fangelsa Trump Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. 20. október 2023 16:27 Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Bandarískir hermenn eru sagðir hafa slasast lítillega í drónárásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak í gær. Tveimur drónum var flogið að al Asad flugstöðinni í vesturhluta Íraks og einum að annarri herstöð í norðurhluta landsins. 19. október 2023 14:20 Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Hinn umdeildi bandaríski þingmaður Jim Jordan gerði aðra atrennu að embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hann fékk þó færri atkvæði en í fyrstu atkvæðagreiðslunni og þrátt fyrir það vill hann reyna aftur. 19. október 2023 11:09 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Dómari hótar að fangelsa Trump Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. 20. október 2023 16:27
Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32
Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29
Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Bandarískir hermenn eru sagðir hafa slasast lítillega í drónárásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak í gær. Tveimur drónum var flogið að al Asad flugstöðinni í vesturhluta Íraks og einum að annarri herstöð í norðurhluta landsins. 19. október 2023 14:20
Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Hinn umdeildi bandaríski þingmaður Jim Jordan gerði aðra atrennu að embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hann fékk þó færri atkvæði en í fyrstu atkvæðagreiðslunni og þrátt fyrir það vill hann reyna aftur. 19. október 2023 11:09