Við öll, náttúran og loftslagið Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 24. október 2023 07:46 Náttúran hefur líklega aldrei átt minni og veikari stuðning en nú á tímum hamfarahlýnunar og loftslagsvár. Að fórna náttúrunni fyrir loftslagið virðist vera stefna stjórnvalda, sem of margt fólk trúir á. Það hentar í augnablikinu fyrir orkugeirann, hrattvaxandi fyrirtæki og hagvöxt til skamms tíma, en er gjöreyðandi fyrir loftslag og umhverfi til framtíðar. Loftslagsmál eru óreiðukennt umræðuefni og hagsmunaaðilar hafa ranglega stillt náttúruverndinni upp sem andstæðingi loftslagsins. Þótt niðurbrot náttúrunnar sé hin raunverulega ógn. Kröfur á almenning en ekki atvinnulíf Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks. Við óbreyttu eigum að hjóla, flokka, endurnýta, planta trjám, minnka neyslu, hætta að keyra, fljúga og skjóta flugeldum og skammast okkar fyrir plastið, kjötið og prumpandi kýr í haga. Meðan þessu fer fram gortar atvinnulífið sig af milljarðauppbyggingu í nýjum mengandi atvinnugreinum, útflutningi á fjöllum, vatni og eldisfiskum og innflutningi á ríkum túristum á einkaþotum og skemmtiferðaskipum. Sama atvinnulíf boðar stóraukinn hagvöxt byggðan á innfluttu vinnuafli, sem býr í iðnaðarhúsnæði í úthverfum, ekur á díseldruslum í þrælavinnuna og þvælist landa á milli fyrir skattalegt hagræði fyrirtækja. Krafan um að atvinnulífið taki sig á er lágstemmd ef nokkur. Orkuskortur og orkuþensla Leiðtogarnir stofna sjóði af almannafé til að styrkja mengandi stórfyrirtæki í að menga aðeins minna, veita hvaða mannafls- og orkufrekum framkvæmdum sem er fullan stuðning, ýta undir endalausa þenslu og innflutning á vinnuafli, kenna flóttamönnum um álag á innviðina og boða fjölda virkjana til að mæta orkuskortinum sem þeir búa til sjálfir. Ógnirnar eru ræddar með áhyggjusvip á ráðstefnum út um allan heim, þar sem sammælst er fjarlæg óskýr markmið, sem er frestað við og við. Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, losun, binding og loftslagsmarkmið, gegna mikilvægu hlutverki sem skrautyrði í markaðssetningu stórfyrirtækja. Blandað saman við heimsendaspár. Ekki þarf að undrast að loftslagskvíði sé orðinn að heimsfaraldri hjá ungu fólki við þessar aðstæður. Og sá kvíði er líka markaðssettur. Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni Náttúruvernd og verndun loftslags eru ekki andstæður. Það vitum við sem betur fer mörg. Loftslagið er hluti af náttúrunni og við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni. Ekki frekar en við flokkum okkur frá ofneyslunni. Við sem styðjum náttúruvernd og almannarétt erum miklu fleiri en þeir sem meta allt út frá skjótfengnum milljörðum og hagvexti. Tökum höndum saman og látum ekki rugla í okkur lengur. Við öll náttúruverndar-, útivistar-, launþega-, heilsuverndar-, almannaheilla- og neytendasamtök erum sterkari saman í baráttunni fyrir náttúruna, loftslagið og heilbrigt samfélag. Gerum kröfur á atvinnulífið og ráðamenn og látum ekki tvístra samstöðunni með fráleitum kenningum um að fórna náttúru fyrir loftslag. Stórfyrirtæki og stjórnvöld þurfa að axla sinn hluta af ábyrgðinni. Og hann er stór. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Náttúran hefur líklega aldrei átt minni og veikari stuðning en nú á tímum hamfarahlýnunar og loftslagsvár. Að fórna náttúrunni fyrir loftslagið virðist vera stefna stjórnvalda, sem of margt fólk trúir á. Það hentar í augnablikinu fyrir orkugeirann, hrattvaxandi fyrirtæki og hagvöxt til skamms tíma, en er gjöreyðandi fyrir loftslag og umhverfi til framtíðar. Loftslagsmál eru óreiðukennt umræðuefni og hagsmunaaðilar hafa ranglega stillt náttúruverndinni upp sem andstæðingi loftslagsins. Þótt niðurbrot náttúrunnar sé hin raunverulega ógn. Kröfur á almenning en ekki atvinnulíf Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks. Við óbreyttu eigum að hjóla, flokka, endurnýta, planta trjám, minnka neyslu, hætta að keyra, fljúga og skjóta flugeldum og skammast okkar fyrir plastið, kjötið og prumpandi kýr í haga. Meðan þessu fer fram gortar atvinnulífið sig af milljarðauppbyggingu í nýjum mengandi atvinnugreinum, útflutningi á fjöllum, vatni og eldisfiskum og innflutningi á ríkum túristum á einkaþotum og skemmtiferðaskipum. Sama atvinnulíf boðar stóraukinn hagvöxt byggðan á innfluttu vinnuafli, sem býr í iðnaðarhúsnæði í úthverfum, ekur á díseldruslum í þrælavinnuna og þvælist landa á milli fyrir skattalegt hagræði fyrirtækja. Krafan um að atvinnulífið taki sig á er lágstemmd ef nokkur. Orkuskortur og orkuþensla Leiðtogarnir stofna sjóði af almannafé til að styrkja mengandi stórfyrirtæki í að menga aðeins minna, veita hvaða mannafls- og orkufrekum framkvæmdum sem er fullan stuðning, ýta undir endalausa þenslu og innflutning á vinnuafli, kenna flóttamönnum um álag á innviðina og boða fjölda virkjana til að mæta orkuskortinum sem þeir búa til sjálfir. Ógnirnar eru ræddar með áhyggjusvip á ráðstefnum út um allan heim, þar sem sammælst er fjarlæg óskýr markmið, sem er frestað við og við. Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, losun, binding og loftslagsmarkmið, gegna mikilvægu hlutverki sem skrautyrði í markaðssetningu stórfyrirtækja. Blandað saman við heimsendaspár. Ekki þarf að undrast að loftslagskvíði sé orðinn að heimsfaraldri hjá ungu fólki við þessar aðstæður. Og sá kvíði er líka markaðssettur. Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni Náttúruvernd og verndun loftslags eru ekki andstæður. Það vitum við sem betur fer mörg. Loftslagið er hluti af náttúrunni og við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni. Ekki frekar en við flokkum okkur frá ofneyslunni. Við sem styðjum náttúruvernd og almannarétt erum miklu fleiri en þeir sem meta allt út frá skjótfengnum milljörðum og hagvexti. Tökum höndum saman og látum ekki rugla í okkur lengur. Við öll náttúruverndar-, útivistar-, launþega-, heilsuverndar-, almannaheilla- og neytendasamtök erum sterkari saman í baráttunni fyrir náttúruna, loftslagið og heilbrigt samfélag. Gerum kröfur á atvinnulífið og ráðamenn og látum ekki tvístra samstöðunni með fráleitum kenningum um að fórna náttúru fyrir loftslag. Stórfyrirtæki og stjórnvöld þurfa að axla sinn hluta af ábyrgðinni. Og hann er stór. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun