Fjórar breytingar á Liverpool liðinu | Engar hjá Everton Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 11:03 Mohamed Salah glímir við Vitaliy Mykolenko og Dwight McNeil Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira