Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 13:42 Gunnar formaður Bændasamtakanna segir menn leika sér með tollnúmerin nánast eins og þeim hentar. vísir/sigurjón Manni nokkrum sem var að versla í Krónunni á dögunum var brugðið þegar hann skoðaði verðmiðann á íslensku lambakjöti. 5,999 krónur kílóið en við hliðina var sambærilegt lamb frá Nýja Sjálandi talsvert ódýrara. Verðmiðinn á kílóverðinu þar var 3.499 krónur per kíló. Vísir heyrði í Gunnari Þorgeirssyni formanni Bændasamtakanna og spurði hann hvernig þetta megi vera? Hann segir þetta vanda. Menn leika sér með tollnúmerin „Jújú, það er verið að flytja þetta hingað yfir hálfan hnöttinn með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Gunnar og dæsir. Gunnar segir þetta langa sögu. Þegar þau hjá Bændasamtökunum fóru að skoða innflutning á lambakjöti frá Nýja Sjálandi voru allskonar flokkar til undir lambakjöt, innflutt. „Læri, hryggur nefndu það. Og svo er það frosið annað. Og það er nánast án gjalda. Ég velti fyrir mér á hvaða grunni þetta er flutt inn?“ Gunnar segir að þau hjá Bændasamtökunum hafi ítrekað gagnrýnt hvernig eftirliti með innflutningi á landbúnaðarvörum er háttað. Eins og þessir verðmiðar sýna er nýsjálenska lambasteikin talsvert ódýrari. „Það er algjörlega í molum. Við vitum ekkert hvað er verið að flytja inn. Menn virðast geta flutt hvað sem er, hvenær sem er, inn undir allskyns tollanúmerum. Uppi sitjum við með Svarta Pétur. Við höfum ítrekað óskað eftir þessu við fjármálaráðuneytið og skattinn, sem hét nú þegar við byrjuðum að pönkast í þessu hét þetta tollstjóraembættið. nú er búið að sameina þetta, að þau hlutist til um málið. En ekkert gerist.“ Eitt að búa til leikreglur, annað að fara eftir þeim Gunnar segir þetta ekki á grundvelli þeirra milliríkjasamninga sem gerðir hafi verið. Þetta standist enga skoðun nema menn séu að flytja þetta inn undir öðru tollanúmeri og svo virðist vera í þessu tiltekna dæmi. Gunnar segir sem dæmi að gerðar hafi verið athugasemdir við innflutning á blómum nú á vordögum, sem stóðst enga skoðun miðað við þá samninga sem við erum með við EES og þá samninga sem eru í gildi. Gunnar segir eitt að setja sér lög en annað að fara eftir þeim.vísir/ívar „Jájá, þetta verður tekið til skoðunar var sagt og því svo vísað til yfirskattanefndar. En það var ekkert gert í þessu. heldur fluttum menn þessi blóm inn og bændur sátu uppi með skaðann. Eitt er að búa til einhverjar leikreglur í okkar samfélagi og annað að fara eftir þeim.“ Gunnar segist ítrekað hafa bent á að starfsumhverfi íslensks landbúnaðar grundvallist á því að framleiddar séu heilnæmar og sjálfbærar afurðir. Svo séu tollasamningar við erlend ríki til að flytja inn afurðir en meðan menn fara ekki eftir leikreglum sé okkur vandi á höndum. Landbúnaður Skattar og tollar Lambakjöt Neytendur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Verðmiðinn á kílóverðinu þar var 3.499 krónur per kíló. Vísir heyrði í Gunnari Þorgeirssyni formanni Bændasamtakanna og spurði hann hvernig þetta megi vera? Hann segir þetta vanda. Menn leika sér með tollnúmerin „Jújú, það er verið að flytja þetta hingað yfir hálfan hnöttinn með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Gunnar og dæsir. Gunnar segir þetta langa sögu. Þegar þau hjá Bændasamtökunum fóru að skoða innflutning á lambakjöti frá Nýja Sjálandi voru allskonar flokkar til undir lambakjöt, innflutt. „Læri, hryggur nefndu það. Og svo er það frosið annað. Og það er nánast án gjalda. Ég velti fyrir mér á hvaða grunni þetta er flutt inn?“ Gunnar segir að þau hjá Bændasamtökunum hafi ítrekað gagnrýnt hvernig eftirliti með innflutningi á landbúnaðarvörum er háttað. Eins og þessir verðmiðar sýna er nýsjálenska lambasteikin talsvert ódýrari. „Það er algjörlega í molum. Við vitum ekkert hvað er verið að flytja inn. Menn virðast geta flutt hvað sem er, hvenær sem er, inn undir allskyns tollanúmerum. Uppi sitjum við með Svarta Pétur. Við höfum ítrekað óskað eftir þessu við fjármálaráðuneytið og skattinn, sem hét nú þegar við byrjuðum að pönkast í þessu hét þetta tollstjóraembættið. nú er búið að sameina þetta, að þau hlutist til um málið. En ekkert gerist.“ Eitt að búa til leikreglur, annað að fara eftir þeim Gunnar segir þetta ekki á grundvelli þeirra milliríkjasamninga sem gerðir hafi verið. Þetta standist enga skoðun nema menn séu að flytja þetta inn undir öðru tollanúmeri og svo virðist vera í þessu tiltekna dæmi. Gunnar segir sem dæmi að gerðar hafi verið athugasemdir við innflutning á blómum nú á vordögum, sem stóðst enga skoðun miðað við þá samninga sem við erum með við EES og þá samninga sem eru í gildi. Gunnar segir eitt að setja sér lög en annað að fara eftir þeim.vísir/ívar „Jájá, þetta verður tekið til skoðunar var sagt og því svo vísað til yfirskattanefndar. En það var ekkert gert í þessu. heldur fluttum menn þessi blóm inn og bændur sátu uppi með skaðann. Eitt er að búa til einhverjar leikreglur í okkar samfélagi og annað að fara eftir þeim.“ Gunnar segist ítrekað hafa bent á að starfsumhverfi íslensks landbúnaðar grundvallist á því að framleiddar séu heilnæmar og sjálfbærar afurðir. Svo séu tollasamningar við erlend ríki til að flytja inn afurðir en meðan menn fara ekki eftir leikreglum sé okkur vandi á höndum.
Landbúnaður Skattar og tollar Lambakjöt Neytendur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira