Lífið

Eigandi Bryggjunnar Brugghúss selur slotið og flytur í Ölfus

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jóel Salómon Hjálmarsson og María Fortescue hafa fest kaup á lóð í Ölfusi og kveðja því höfuðborgina.
Jóel Salómon Hjálmarsson og María Fortescue hafa fest kaup á lóð í Ölfusi og kveðja því höfuðborgina. Aðsend

Jóel Salómon Hjálmarsson, einn af eigendum veitingastaðarins Bryggjan Brugghús, og eiginkona hans María Fortescue hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Skeiðarvog í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 119,7 milljónir.

Húsið var byggt árið 1958 og hefur fengið töluverðar endurbætur síðastliðin ár. Útkoman er hin glæsilegasta þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum.

Valborg

Í eldhúsi er hvít sérsmíðuð innrétting og eyja með góðu skápaplássi og granít borðplötu. 

Eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu, samliggjandi og björtu rými sem hefur verið fallega innréttað.

Við gluggann í borðstofunni er sérsmíðaður gluggabekkur.

Opið yfir í stofu og eldhús. Upphengdur skápur og hillur sem fylgja eigninni.Valborg
Valborg

Húsið er 164 fermetrar að stærð á þremur hæðum og samanstendur af fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. 

Garðurinn við húsið er búinn veglegu útieldhúsi og hellulagðri verönd. 

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Valborg
Valborg
Valborg
Hjónaherbergi með fataherbergi undir súð. Útgengi á góðar svalir.Valborg
Valborg
Valborg
Valborg
Valborg
Valborg
Valborg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.