Sviptingar gegn ofbeldismenningu á vinnumarkaði Sunna Arnardóttir skrifar 19. október 2023 08:02 Þriðjudaginn 17. Október 2023 komu út tvær ótengdar fréttir á visir.is, sem báðar fjölluðu um þá eitruðu menningu sem fyrirfinnst á vinnumarkaði Íslands. Klukkan 12:45 birtist frétt þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði frá því að félagi í stéttarfélaginu hefði verið sagt upp störfum hjá Norðuráli fyrir að tala illa um fyrirtækið að sögn Norðuráls (og mæta á fjölskylduskemmtun án þess að skrá sig), eftir að hafa starfað þar í 17 ár. Síðar um daginn, kl. 15:17 birtist frétt um það hvernig Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), hafi stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem Ingólfur telur vera ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn sína. Í fréttinni kemur fram yfirlýsing frá Markúsi, þar sem hann útlistar að óviðunandi framkoma og óheilindi í hans garðs hafi hafist er hann benti á að starfsemi HSS væri illa fjármögnuð að mati Markúsar, og að Markús hafi sætt hótunum um að skipunartími hans sem forstjóri HSS yrði ekki framlengdur ef hann læti ekki af þessari gagnrýni. Ein fréttin fjallar um andlitslausan einstakling sem getur ekki hönd fyrir höfuð sér borið er viðkomandi er sagt upp störfum fyrir að hafa, að sögn Norðuráls, „talað illa um fyrirtækið“. Önnur fréttin fjallar um háttsettan forstjóra, vel launaða, nafngreindan og þekktan vegna starfa sinn, sem dirfðist að sinna starfi sínu og berjast fyrir hag rekstursins sem hann bar ábyrgð á. Einn aðilinn getur ekki farið í hart vegna málsins, þar sem hann hefur öllu að tapa. Annar aðilinn er stöndugur og getur tekið skrefið í að stefna ekki bara ráðherra heldur ríkinu. En báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið bolað úr starfi, annar vegna meintra skoðana sinna (samkvæmt Norðuráli), og hinn fyrir að sinna starfi sínu líkt og forstjóra ber að gera (en klappaði ekki nógu mikið á réttu bökin í leiðinni). Þessir tveir einstaklingar eru ekki einir. Það er fjöldinn allur til af einstaklingum sem hafa lent í einmitt þessari stöðu. Aðilar sem eru teknir fyrir af atvinnurekanda og „eitthvað er fundið“ til þess að bola þeim úr stöðu sinni. Ég fagna því að stéttarfélag þess nafnlausa tók upp mál hans og benti á það, ég vona að önnur stéttarfélög muni leika það eftir og sækja harðar að slíkri árás atvinnurekenda á einstaklinga. Og ég fagna því enn frekar að aðili sem setið hefur í einni æðstu stöðu innan heilbrigðiskerfisins, taki skrefið og leiti réttar síns. Mál sem öll stéttarfélög munu fylgjast grannt með. Mál sem mun vonandi hafa jákvæðar vendingar innan þeirrar eitruðu menningar sem ríkir á vinnumarkaðinum. En það er þessi menning, að ef þú ert ekki með bullandi meðvirkni að hampa öllum sem fyrir ofan þig eru, þá er þér bolað út með hörku og illindum. Þessi menning sem segir að þú megir bara segja „ég elska vinnustaðinn minn“ en ekki „það er einhverju ábótavant“. Þessi menning sem bannar starfsfólki að hafa metnað í starfi og fyrir vinnustað sínum, því þessi sjálfstæða hugsun hentar ekki þeim sem hafa völdin og peningana. Undirrituð hefur ýtarlega reynslu af slíku í störfum sínum á mannauðssviðum, bæði lent í þeim sjálf, heyrt af og farið gegn slíkum aðförum, sem og verið tilneydd til að taka þátt í þeim. Og alveg sama hverjar aðstæður eru hverju sinni, það er alltaf þolandinn sem endar úr starfi, ef ekki með brottrekstri þá með andlegu ofbeldi þar til viðkomandi sér sér ekki annan leik fyrir borð en að flýja undan stanslausum árásum af hendi atvinnurekanda til að bjarga andlegri heilsu sinni. Þetta er ljótur leikur, ljótur leikur sem allt starfsfólk virðist telja eðlilegan þar sem atvinnurekendur eru þeir sem halda utan um öll spilin, atvinnurekendur hafa fjármagnið. Og ef einstaklingur bendir á neikvæða upplifun hjá atvinnurekanda þá er það einstaklingurinn sem er vandamálið, ekki atvinnurekandinn. Við erum að sjá sviptingar verða á þessari menningunni á vinnumarkaðinum. Starfsfólk situr ekki lengur þegjandi og hljóðalaust undir ranglæti og þrýstingi af hendi atvinnurekanda síns. Starfsfólk krefst þess að komið sé fram við það af heilindum, með hag fólks (starfsfólks og þjónustuþega!) í fyrirrúmi en ekki bara hag einstaklinga sem hagnast á þeirri kúgun sem ríkir. Þetta er svipting til góðs, svo lengi sem hún heldur áfram í þá átt sem hún er að fara. Til ykkar sem þorið að benda á það sem miður fer, til ykkar sem þorið að taka slaginn, til ykkar sem sitjið undir kúgun, hótunum, og oft ofbeldi af hendi atvinnurekanda ykkar vegna þessarar baráttu: Ég styð ykkur. Við styðjum ykkur. Þið standið ekki ein. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Vinnustaðurinn Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 17. Október 2023 komu út tvær ótengdar fréttir á visir.is, sem báðar fjölluðu um þá eitruðu menningu sem fyrirfinnst á vinnumarkaði Íslands. Klukkan 12:45 birtist frétt þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði frá því að félagi í stéttarfélaginu hefði verið sagt upp störfum hjá Norðuráli fyrir að tala illa um fyrirtækið að sögn Norðuráls (og mæta á fjölskylduskemmtun án þess að skrá sig), eftir að hafa starfað þar í 17 ár. Síðar um daginn, kl. 15:17 birtist frétt um það hvernig Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), hafi stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem Ingólfur telur vera ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn sína. Í fréttinni kemur fram yfirlýsing frá Markúsi, þar sem hann útlistar að óviðunandi framkoma og óheilindi í hans garðs hafi hafist er hann benti á að starfsemi HSS væri illa fjármögnuð að mati Markúsar, og að Markús hafi sætt hótunum um að skipunartími hans sem forstjóri HSS yrði ekki framlengdur ef hann læti ekki af þessari gagnrýni. Ein fréttin fjallar um andlitslausan einstakling sem getur ekki hönd fyrir höfuð sér borið er viðkomandi er sagt upp störfum fyrir að hafa, að sögn Norðuráls, „talað illa um fyrirtækið“. Önnur fréttin fjallar um háttsettan forstjóra, vel launaða, nafngreindan og þekktan vegna starfa sinn, sem dirfðist að sinna starfi sínu og berjast fyrir hag rekstursins sem hann bar ábyrgð á. Einn aðilinn getur ekki farið í hart vegna málsins, þar sem hann hefur öllu að tapa. Annar aðilinn er stöndugur og getur tekið skrefið í að stefna ekki bara ráðherra heldur ríkinu. En báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið bolað úr starfi, annar vegna meintra skoðana sinna (samkvæmt Norðuráli), og hinn fyrir að sinna starfi sínu líkt og forstjóra ber að gera (en klappaði ekki nógu mikið á réttu bökin í leiðinni). Þessir tveir einstaklingar eru ekki einir. Það er fjöldinn allur til af einstaklingum sem hafa lent í einmitt þessari stöðu. Aðilar sem eru teknir fyrir af atvinnurekanda og „eitthvað er fundið“ til þess að bola þeim úr stöðu sinni. Ég fagna því að stéttarfélag þess nafnlausa tók upp mál hans og benti á það, ég vona að önnur stéttarfélög muni leika það eftir og sækja harðar að slíkri árás atvinnurekenda á einstaklinga. Og ég fagna því enn frekar að aðili sem setið hefur í einni æðstu stöðu innan heilbrigðiskerfisins, taki skrefið og leiti réttar síns. Mál sem öll stéttarfélög munu fylgjast grannt með. Mál sem mun vonandi hafa jákvæðar vendingar innan þeirrar eitruðu menningar sem ríkir á vinnumarkaðinum. En það er þessi menning, að ef þú ert ekki með bullandi meðvirkni að hampa öllum sem fyrir ofan þig eru, þá er þér bolað út með hörku og illindum. Þessi menning sem segir að þú megir bara segja „ég elska vinnustaðinn minn“ en ekki „það er einhverju ábótavant“. Þessi menning sem bannar starfsfólki að hafa metnað í starfi og fyrir vinnustað sínum, því þessi sjálfstæða hugsun hentar ekki þeim sem hafa völdin og peningana. Undirrituð hefur ýtarlega reynslu af slíku í störfum sínum á mannauðssviðum, bæði lent í þeim sjálf, heyrt af og farið gegn slíkum aðförum, sem og verið tilneydd til að taka þátt í þeim. Og alveg sama hverjar aðstæður eru hverju sinni, það er alltaf þolandinn sem endar úr starfi, ef ekki með brottrekstri þá með andlegu ofbeldi þar til viðkomandi sér sér ekki annan leik fyrir borð en að flýja undan stanslausum árásum af hendi atvinnurekanda til að bjarga andlegri heilsu sinni. Þetta er ljótur leikur, ljótur leikur sem allt starfsfólk virðist telja eðlilegan þar sem atvinnurekendur eru þeir sem halda utan um öll spilin, atvinnurekendur hafa fjármagnið. Og ef einstaklingur bendir á neikvæða upplifun hjá atvinnurekanda þá er það einstaklingurinn sem er vandamálið, ekki atvinnurekandinn. Við erum að sjá sviptingar verða á þessari menningunni á vinnumarkaðinum. Starfsfólk situr ekki lengur þegjandi og hljóðalaust undir ranglæti og þrýstingi af hendi atvinnurekanda síns. Starfsfólk krefst þess að komið sé fram við það af heilindum, með hag fólks (starfsfólks og þjónustuþega!) í fyrirrúmi en ekki bara hag einstaklinga sem hagnast á þeirri kúgun sem ríkir. Þetta er svipting til góðs, svo lengi sem hún heldur áfram í þá átt sem hún er að fara. Til ykkar sem þorið að benda á það sem miður fer, til ykkar sem þorið að taka slaginn, til ykkar sem sitjið undir kúgun, hótunum, og oft ofbeldi af hendi atvinnurekanda ykkar vegna þessarar baráttu: Ég styð ykkur. Við styðjum ykkur. Þið standið ekki ein. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar, og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun