Allt annað líf fyrir eldra fólk Sigurður Gunnsteinsson skrifar 18. október 2023 14:31 Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun