Elsku strákar Hertha Richardt Úlfarsdóttir skrifar 18. október 2023 13:31 Ég vil byrja á því að taka fram að þetta er ekkert persónulegt, enda eru þið margir mér æði kærir, elsku vinir, bræður, feður, afar og frændur. Mér þætti afar vænt um að þið gætuð tekið mark á orðum mínum án þess að hlaupa í keng, sérstaklega þar sem ég er orðin of lúin til þess að sóa orkunni í að vera settleg. Elsku strákar, nýverið sat ég ráðstefnu á vegum Stígamóta sem bar yfirskriftina ,,Ofbeldismenn á Íslandi.” Eins og nafnið gefur til kynna var umfjöllunarefnið ansi þungt. Þegar ég leit yfir sneisafullan salinn fylltist hjartað depurð. Gríðarlegur meirihluti þeirra sem mættu voru konur. Ég spyr mig, hvar voruð þið, strákar? Eins og titill ráðstefnunnar gefur til kynna snýst málaflokkurinn um ofbeldi karla gegn konum og hinsegin fólki. Karlar og ofbeldi karla voru inntak ráðstefnunar. Þetta er málefni sem snertir ykkur með beinum hætti, strákar mínir. Þið eruð eiginlega kjarni málsins. Samt var ykkar mæting afskaplega dræm og þetta áhugaleysi finnst mér endurspeglast á fleiri sviðum jafnréttisbaráttunnar. Nærri allstaðar kannski. Kannski finnst ykkur þetta ekki snerta ykkur, altént ekki beint, því þið beitið ekki ofbeldinu. Ég hef vissa samkennd með ykkur, því þar til nýlega snérist heimurinn að mestu um ykkur og ykkar langanir, meira en ykkur órar fyrir. Konur og kvár hafa lengi vel verið aukaleikarar á hliðarlínunni en þið í aðalhlutverki. Sviðsmyndin hefur gjörbreyst á stuttum tíma. Konur og kvár eru farin að sækja í sig veðrið og berjast fyrir tilvistarrétti sínum. Allt í einu þurfið þið að deila sviðinu með öðru fólki, allt í einu eru þið ekki mikilvægastir. Þið áttuðuð ykkur líklega aldrei fyllilega á því hversu mikið pláss þið voruð að fá á kostnað okkar hinna. Svo fáið þið allt í einu að heyra að við deilum ekki sömu heimsmynd í þokkabót. Í ykkar heimsmynd getið þið gengið öruggir niður Laugaveginn, fengið stöðuhækkun vegna tengslanets eða getu og það er almennt séð tekið mark á ykkur. Í okkar heimsmynd er þörf á samtökum eins og Stígamót, Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfið og hreyfingum eins og Metoo og Druslugöngunni. Það er gelt á hinsegin fólk á götum úti, konur verða enn fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera konur og meintir gerendur eru enn afsakaðir og virðast alltaf eiga afturkvæmt í sviðsljósið, slaufunin sem svo margir hræddust, er engin. Kynbundið ofbeldi er enn gríðarlega stórt vandamál. Þessar heimsmyndir eru að miklu leyti gjörólíkar og þið hafið notið þeirra forréttinda að geta hundsað okkar upplifanir því þið lendið jú, yfirleitt ekki í þessum hlutum sjálfir. Vissulega hefur umfjöllunin stóraukist undanfarin ár, og um tíma eygðum við raunverulega von um breytingar, þar til það kom í ljós að áhugi ykkar á að taka virkan þátt í þeim breytingum er tja, lítill sem enginn. Fyrir mér er þetta áhyggjuefni, og ekki bara út af þeim fórnarkostnaði sem við hin verðum fyrir á meðan þið hundsið þarfar breytingar. Þetta er mér áhyggjuefni því ég finn hvernig ég og svo margir aðrir erum algjörlega að missa vonina á getu ykkar og vilja til að breytast. Ég stend frammi fyrir erfiðri og krefjandi spurningu: Er ykkur í alvörunni meira annt um eigin þægindi en mannréttindi og öryggi fólksins í lífi ykkar? Þetta aðgerðarleysi er að kosta okkur hin, og í raun ykkur líka. Þessi heimur ykkar hefur alið af sér gríðarlegt ofbeldi gagnvart konum og hinsegin fólki; hversu margar sögur af nauðgunum hringsóla í kringum okkur, hversu margar konur eru myrtar af núverandi og fyrrverandi mökum. Áður en þið farið í vörn; auðvitað eru konur og hinsegin fólk fær um að beita ofbeldi en dæmin eru hlutfallslega mun færri og í þokkabót stafar karlmönnum mun meiri ógn af öðrum körlum. Það er því skýrt hvar ógnin liggur í meirihluta tilvika. Hjá ykkur, strákar. Því miður. Þið eruð ógnin, hvort um sig í gerendamætti og aðgerðaleysi. Með því að aðhafast ekki leyfið þið menningu ofbeldis að blómstra. Þetta er ekki algjörlega vonlaust, því þetta þýðir að lausnin liggur líka hjá ykkur. Kannski finnst ykkur sú ábyrgð ósanngjörn, og það er það í sjálfu sér. Það er ekki sanngjarnt að vera alin upp í menningu sem erfir okkur áratuga sögu ofbeldis, kven- og hinsegin kúgunar og kæfingu tilfinninga. Vandamálið er kerfislægt en krefst persónulegra breytinga. Ósanngjarnt, ég veit. Það er líka ósanngjarnt að vera nauðgað, að fá ekki stöðuhækkun því konur og kvár eru metin af minni verðleikum en karlmenn, að vera hrædd á götum úti. Það er líka ósanngjarnt að vera rekstraraðili fyrir fjölskyldueiningu og fá ekki einu sinni greitt fyrir þriðju vaktina, að þurfa að fórna ferlinum svo draumar ykkar verði að veruleika. Við vitum nefnilega alveg nóg um það hversu ósanngjarnt samfélagið getur verið, þið eruð rétt svo byrjaðir að kynnast því. Konur og kvár hafa verið drifkrafturinn fyrir auknu jafnrétti í samfélaginu. Við höfum þurft að breytast, vinna í okkur, axla ábyrgð á eigin sjálfstæði og koma orði á upplifanir okkar og veruleika. Allt saman þrátt fyrir ykkur, því ekki réttuð þið okkur mannréttindin. Við þurftum að berjast fyrir þeim, hverri einustu örðu. Samfélagið er komið á einhverskonar vendipunkt. Við höfum sett okkar mörk - bent á þriðju vaktina, á geltið á götunum, á kynbundna ofbeldið, lært að vera sterk/ar, sjálfstæð/ar og að sækja okkur lífið sem við viljum. Við förum enn í Kvennaverkföll og höfum enn hátt um kerfislægt misrétti. Við börðumst meira segja fyrir rétti ykkar til þess að taka feðraorlof. Af því okkur finnst það vera sjálfsögð mannréttindi. Þið hafið nefnilega búið við samkennd okkar og samlíðan öldum saman, mögulega í svo miklu magni að þið takið ekki eftir henni, eins og fiskur sem veit ekki að hann er umlukinn vatni. Þið hafið vanist henni og tekið henni sem sjálfsögðum hlut. Þið hafið endurgoldið okkur greiðann með aðgerðaleysi. Boltinn er hjá ykkar, elsku strákar. Við getum ekki tekið næstu skref fyrir ykkur. Þetta er eitthvað sem þið þurfið sjálfir að finna út úr. Sem stendur eigum við bara í fullu fangi með afleiðingarnar af kynbundna ofbeldinu, kerfislæga misréttinu á vinnumarkaði, hinseginhatrinu og þriðju vaktinni. Við þurfum ekki sterka karlmenn sem sjá um hlutina fyrir okkur, við þurfum ekki fyrirvinnu eða einhvern til að taka ákvarðanir fyrir okkur. Það sem við þurfum eru bandamenn til þess að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Elsku strákar, Það er svo margt sem þið getið gert. Að læra að horfa í eigin barm, jafnvel að mæta til sálfræðings og vinna í ykkar málum svo þau verði ekki okkar vandamál. Þið eruð fullorðið fólk og tilfinningagreind er lærð færni. Ef ykkur vantar bókstaflega námskeið þá eru þau í boði, t.d. ,,Bandamenn” hjá Stígamótum. Svo er til aragrúi af hljóðvörpum, svo sem ,,Karlmennskan” sem flestir ættu að þekkja. Talið við vini ykkar þegar þeir eru að hegða sér eins og fífl. Gerið þá ábyrga af samkennd. Deilið ábyrgðinni af heimilislífinu. Ykkar draumar eiga ekki að rætast á okkar kostnað. Fjárfestið jafn mikið í lífi maka ykkar og ykkar eigin. Þið búist við því æri oft af okkur. Sinnið uppvaskinu, munið afmælisdagana og takið almennt þátt í heimilislífinu án þess að búast við verðlaunum. Við hin gerum það nú þegar. Ekki skammast í þeim körlum og drengjum sem föttuðu þetta fyrir löngu. Það er ekki búið að buga þá né brjóta, né eru þeir aumingjar. Þeir eru fullorðið fólk sem koma fram við okkur hin eins og manneskjur. Umfram allt, sýnið viðleitni því við höfum ekki lengur orkuna til þess að trúa á getu ykkar til breytinga án nokkurrar sönnunar. Vonarneisti án eldiviðs deyr. Ég biðla því til ykkar að sýna frumkvæði og taka sjálfir skref í rétta átt. Við getum ekki, og eigum ekki, að gera það fyrir ykkur. Þetta er eitthvað sem þið þurfið að sjá um sjálfir. Höfundur er kynjafræðingur að mennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Kvennaverkfall Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að taka fram að þetta er ekkert persónulegt, enda eru þið margir mér æði kærir, elsku vinir, bræður, feður, afar og frændur. Mér þætti afar vænt um að þið gætuð tekið mark á orðum mínum án þess að hlaupa í keng, sérstaklega þar sem ég er orðin of lúin til þess að sóa orkunni í að vera settleg. Elsku strákar, nýverið sat ég ráðstefnu á vegum Stígamóta sem bar yfirskriftina ,,Ofbeldismenn á Íslandi.” Eins og nafnið gefur til kynna var umfjöllunarefnið ansi þungt. Þegar ég leit yfir sneisafullan salinn fylltist hjartað depurð. Gríðarlegur meirihluti þeirra sem mættu voru konur. Ég spyr mig, hvar voruð þið, strákar? Eins og titill ráðstefnunnar gefur til kynna snýst málaflokkurinn um ofbeldi karla gegn konum og hinsegin fólki. Karlar og ofbeldi karla voru inntak ráðstefnunar. Þetta er málefni sem snertir ykkur með beinum hætti, strákar mínir. Þið eruð eiginlega kjarni málsins. Samt var ykkar mæting afskaplega dræm og þetta áhugaleysi finnst mér endurspeglast á fleiri sviðum jafnréttisbaráttunnar. Nærri allstaðar kannski. Kannski finnst ykkur þetta ekki snerta ykkur, altént ekki beint, því þið beitið ekki ofbeldinu. Ég hef vissa samkennd með ykkur, því þar til nýlega snérist heimurinn að mestu um ykkur og ykkar langanir, meira en ykkur órar fyrir. Konur og kvár hafa lengi vel verið aukaleikarar á hliðarlínunni en þið í aðalhlutverki. Sviðsmyndin hefur gjörbreyst á stuttum tíma. Konur og kvár eru farin að sækja í sig veðrið og berjast fyrir tilvistarrétti sínum. Allt í einu þurfið þið að deila sviðinu með öðru fólki, allt í einu eru þið ekki mikilvægastir. Þið áttuðuð ykkur líklega aldrei fyllilega á því hversu mikið pláss þið voruð að fá á kostnað okkar hinna. Svo fáið þið allt í einu að heyra að við deilum ekki sömu heimsmynd í þokkabót. Í ykkar heimsmynd getið þið gengið öruggir niður Laugaveginn, fengið stöðuhækkun vegna tengslanets eða getu og það er almennt séð tekið mark á ykkur. Í okkar heimsmynd er þörf á samtökum eins og Stígamót, Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfið og hreyfingum eins og Metoo og Druslugöngunni. Það er gelt á hinsegin fólk á götum úti, konur verða enn fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera konur og meintir gerendur eru enn afsakaðir og virðast alltaf eiga afturkvæmt í sviðsljósið, slaufunin sem svo margir hræddust, er engin. Kynbundið ofbeldi er enn gríðarlega stórt vandamál. Þessar heimsmyndir eru að miklu leyti gjörólíkar og þið hafið notið þeirra forréttinda að geta hundsað okkar upplifanir því þið lendið jú, yfirleitt ekki í þessum hlutum sjálfir. Vissulega hefur umfjöllunin stóraukist undanfarin ár, og um tíma eygðum við raunverulega von um breytingar, þar til það kom í ljós að áhugi ykkar á að taka virkan þátt í þeim breytingum er tja, lítill sem enginn. Fyrir mér er þetta áhyggjuefni, og ekki bara út af þeim fórnarkostnaði sem við hin verðum fyrir á meðan þið hundsið þarfar breytingar. Þetta er mér áhyggjuefni því ég finn hvernig ég og svo margir aðrir erum algjörlega að missa vonina á getu ykkar og vilja til að breytast. Ég stend frammi fyrir erfiðri og krefjandi spurningu: Er ykkur í alvörunni meira annt um eigin þægindi en mannréttindi og öryggi fólksins í lífi ykkar? Þetta aðgerðarleysi er að kosta okkur hin, og í raun ykkur líka. Þessi heimur ykkar hefur alið af sér gríðarlegt ofbeldi gagnvart konum og hinsegin fólki; hversu margar sögur af nauðgunum hringsóla í kringum okkur, hversu margar konur eru myrtar af núverandi og fyrrverandi mökum. Áður en þið farið í vörn; auðvitað eru konur og hinsegin fólk fær um að beita ofbeldi en dæmin eru hlutfallslega mun færri og í þokkabót stafar karlmönnum mun meiri ógn af öðrum körlum. Það er því skýrt hvar ógnin liggur í meirihluta tilvika. Hjá ykkur, strákar. Því miður. Þið eruð ógnin, hvort um sig í gerendamætti og aðgerðaleysi. Með því að aðhafast ekki leyfið þið menningu ofbeldis að blómstra. Þetta er ekki algjörlega vonlaust, því þetta þýðir að lausnin liggur líka hjá ykkur. Kannski finnst ykkur sú ábyrgð ósanngjörn, og það er það í sjálfu sér. Það er ekki sanngjarnt að vera alin upp í menningu sem erfir okkur áratuga sögu ofbeldis, kven- og hinsegin kúgunar og kæfingu tilfinninga. Vandamálið er kerfislægt en krefst persónulegra breytinga. Ósanngjarnt, ég veit. Það er líka ósanngjarnt að vera nauðgað, að fá ekki stöðuhækkun því konur og kvár eru metin af minni verðleikum en karlmenn, að vera hrædd á götum úti. Það er líka ósanngjarnt að vera rekstraraðili fyrir fjölskyldueiningu og fá ekki einu sinni greitt fyrir þriðju vaktina, að þurfa að fórna ferlinum svo draumar ykkar verði að veruleika. Við vitum nefnilega alveg nóg um það hversu ósanngjarnt samfélagið getur verið, þið eruð rétt svo byrjaðir að kynnast því. Konur og kvár hafa verið drifkrafturinn fyrir auknu jafnrétti í samfélaginu. Við höfum þurft að breytast, vinna í okkur, axla ábyrgð á eigin sjálfstæði og koma orði á upplifanir okkar og veruleika. Allt saman þrátt fyrir ykkur, því ekki réttuð þið okkur mannréttindin. Við þurftum að berjast fyrir þeim, hverri einustu örðu. Samfélagið er komið á einhverskonar vendipunkt. Við höfum sett okkar mörk - bent á þriðju vaktina, á geltið á götunum, á kynbundna ofbeldið, lært að vera sterk/ar, sjálfstæð/ar og að sækja okkur lífið sem við viljum. Við förum enn í Kvennaverkföll og höfum enn hátt um kerfislægt misrétti. Við börðumst meira segja fyrir rétti ykkar til þess að taka feðraorlof. Af því okkur finnst það vera sjálfsögð mannréttindi. Þið hafið nefnilega búið við samkennd okkar og samlíðan öldum saman, mögulega í svo miklu magni að þið takið ekki eftir henni, eins og fiskur sem veit ekki að hann er umlukinn vatni. Þið hafið vanist henni og tekið henni sem sjálfsögðum hlut. Þið hafið endurgoldið okkur greiðann með aðgerðaleysi. Boltinn er hjá ykkar, elsku strákar. Við getum ekki tekið næstu skref fyrir ykkur. Þetta er eitthvað sem þið þurfið sjálfir að finna út úr. Sem stendur eigum við bara í fullu fangi með afleiðingarnar af kynbundna ofbeldinu, kerfislæga misréttinu á vinnumarkaði, hinseginhatrinu og þriðju vaktinni. Við þurfum ekki sterka karlmenn sem sjá um hlutina fyrir okkur, við þurfum ekki fyrirvinnu eða einhvern til að taka ákvarðanir fyrir okkur. Það sem við þurfum eru bandamenn til þess að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Elsku strákar, Það er svo margt sem þið getið gert. Að læra að horfa í eigin barm, jafnvel að mæta til sálfræðings og vinna í ykkar málum svo þau verði ekki okkar vandamál. Þið eruð fullorðið fólk og tilfinningagreind er lærð færni. Ef ykkur vantar bókstaflega námskeið þá eru þau í boði, t.d. ,,Bandamenn” hjá Stígamótum. Svo er til aragrúi af hljóðvörpum, svo sem ,,Karlmennskan” sem flestir ættu að þekkja. Talið við vini ykkar þegar þeir eru að hegða sér eins og fífl. Gerið þá ábyrga af samkennd. Deilið ábyrgðinni af heimilislífinu. Ykkar draumar eiga ekki að rætast á okkar kostnað. Fjárfestið jafn mikið í lífi maka ykkar og ykkar eigin. Þið búist við því æri oft af okkur. Sinnið uppvaskinu, munið afmælisdagana og takið almennt þátt í heimilislífinu án þess að búast við verðlaunum. Við hin gerum það nú þegar. Ekki skammast í þeim körlum og drengjum sem föttuðu þetta fyrir löngu. Það er ekki búið að buga þá né brjóta, né eru þeir aumingjar. Þeir eru fullorðið fólk sem koma fram við okkur hin eins og manneskjur. Umfram allt, sýnið viðleitni því við höfum ekki lengur orkuna til þess að trúa á getu ykkar til breytinga án nokkurrar sönnunar. Vonarneisti án eldiviðs deyr. Ég biðla því til ykkar að sýna frumkvæði og taka sjálfir skref í rétta átt. Við getum ekki, og eigum ekki, að gera það fyrir ykkur. Þetta er eitthvað sem þið þurfið að sjá um sjálfir. Höfundur er kynjafræðingur að mennt.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun