Skólarnir Stefán Andri Gunnarsson skrifar 18. október 2023 11:01 Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Gervigreind Skóla - og menntamál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun