Mikill kraftur og sókn í Suðurnesjabæ Anton Guðmundsson skrifar 17. október 2023 09:01 Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið í alls 4.046. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum fimm árum, eða um 17,5%.Staða atvinnumála er góð í sveitarfélaginu þar sem sjávarútvegur og flugtengd starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ eru burðarpóstarnir í sveitarfélaginu á því sviði, einnig fjölgar störfum í ferðaþjónustu nokkuð. Sjávarklasinn opnar Grænan iðngarð Eftir að Norðurál Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta hefur verið unnið að því að selja þær eignir sem voru í eigu þrotabúsins. Nú liggur fyrir að Reykjanesklasinn eignast mannvirkið sem byggt var í þeim tilgangi að starfrækja álbræðslu Norðuráls. Samkvæmt tilkynningu sem Reykjanesklasinn hefur sent frá sér er ætlunin að nýta mannvirkið til þess að þróa þar og starfrækja Grænan iðngarð. „Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.“ Þá kemur einnig fram að starfsemin muni m.a. byggjast á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi. Smám saman er að færast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suðurnesjabæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verkefni sem byggist á hugmyndafræði um klasastarfsemi sem hefur sannað sig hjá Sjávarklasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins. Uppbygging á innviðum sveitarfélagsins Mikill uppbygging er að eiga sér stað í gatnagerð í báðum byggðarkjörnum, Sandgerði og Garði, sem mynda Suðurnesjabæ. Hefur úthlutun lóða og sala fasteigna verið mikil, sérstaklega með tilkomu hlutdeildarlána en sveitarfélagið er nú skilgreint sem vaxtarsvæði. Nýlega var tekin í gagnið glæsileg stækkun við Gerðarskóla í Garði og þá er sveitarfélagið að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla í Sandgerði sem telur sex deildir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða byltingu í leikskólamálum í Suðurnesjabæ þar sem leikskólinn verður einn sá veglegasti á landinu. Svo er mikil vinna í gangi við endurnýjun og lagfæringu á eldri götum sveitarfélagsins sem hafa látið á sjá. Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar Stækkun er hafin á húsnæði sundlaugarinnar í Sandgerði sem mun gera aðstöðu starfsfólks en betri og tryggja þannig meira öryggi sundlaugargesta. Nýlega var samþykkt í bæjarráði Suðurnesjabæjar að fara af stað með frístundaakstur í sveitarfélaginu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að aukinni þátttöku ungmenna í íþróttum. Í málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkunar með byggingu gervigrasvallar þar sem horft verði til framtíðar við hönnun hans og gert verði ráð fyrir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er markvisst að þessari framkvæmd og er nú í gangi greiningarvinna um staðsetningu vallarins sem á að ljúka á allra næstu misserum. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetningu hans til þess að uppbygging geti hafist. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið í alls 4.046. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum fimm árum, eða um 17,5%.Staða atvinnumála er góð í sveitarfélaginu þar sem sjávarútvegur og flugtengd starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ eru burðarpóstarnir í sveitarfélaginu á því sviði, einnig fjölgar störfum í ferðaþjónustu nokkuð. Sjávarklasinn opnar Grænan iðngarð Eftir að Norðurál Helguvík var tekið til gjaldþrotaskipta hefur verið unnið að því að selja þær eignir sem voru í eigu þrotabúsins. Nú liggur fyrir að Reykjanesklasinn eignast mannvirkið sem byggt var í þeim tilgangi að starfrækja álbræðslu Norðuráls. Samkvæmt tilkynningu sem Reykjanesklasinn hefur sent frá sér er ætlunin að nýta mannvirkið til þess að þróa þar og starfrækja Grænan iðngarð. „Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt.“ Þá kemur einnig fram að starfsemin muni m.a. byggjast á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi. Smám saman er að færast aukið líf í Græna iðngarðinn í Suðurnesjabæ. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verkefni sem byggist á hugmyndafræði um klasastarfsemi sem hefur sannað sig hjá Sjávarklasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins. Uppbygging á innviðum sveitarfélagsins Mikill uppbygging er að eiga sér stað í gatnagerð í báðum byggðarkjörnum, Sandgerði og Garði, sem mynda Suðurnesjabæ. Hefur úthlutun lóða og sala fasteigna verið mikil, sérstaklega með tilkomu hlutdeildarlána en sveitarfélagið er nú skilgreint sem vaxtarsvæði. Nýlega var tekin í gagnið glæsileg stækkun við Gerðarskóla í Garði og þá er sveitarfélagið að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla í Sandgerði sem telur sex deildir og eru áætluð verklok í mars 2024. Um að ræða byltingu í leikskólamálum í Suðurnesjabæ þar sem leikskólinn verður einn sá veglegasti á landinu. Svo er mikil vinna í gangi við endurnýjun og lagfæringu á eldri götum sveitarfélagsins sem hafa látið á sjá. Áform um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar Stækkun er hafin á húsnæði sundlaugarinnar í Sandgerði sem mun gera aðstöðu starfsfólks en betri og tryggja þannig meira öryggi sundlaugargesta. Nýlega var samþykkt í bæjarráði Suðurnesjabæjar að fara af stað með frístundaakstur í sveitarfélaginu á milli byggðakjarna til að stuðla þannig að aukinni þátttöku ungmenna í íþróttum. Í málefnasamningi B- og D-lista kemur fram að „bæta skal aðstöðu til íþróttaiðkunar með byggingu gervigrasvallar þar sem horft verði til framtíðar við hönnun hans og gert verði ráð fyrir að hægt verði að byggja yfir hann síðar“. Unnið er markvisst að þessari framkvæmd og er nú í gangi greiningarvinna um staðsetningu vallarins sem á að ljúka á allra næstu misserum. Því næst er að taka skjóta ákvörðun um staðsetningu hans til þess að uppbygging geti hafist. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun