„Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og gott að fá hann aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2023 21:33 Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands í kvöld. Hann fór fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson sem snéri aftur í byrjunarlið Íslands eftir tæplega þriggja ára fjarveru og bætti markamet landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í forkeppni EM 2024 í kvöld. „Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
„Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40