Verðmat Brims lækkar um fimmtung og horfurnar sagðar „ekki sérlega bjartar“
Fátt fellur með sjávarútvegsfélögunum um þessar mundir, meðal annars hækkandi olíuverð, sterkt gengi krónunnar og enginn loðnukvóti, sem þýðir að verðmat Brims hefur verið lækkað um tæplega fimmtung. Hlutabréfagreinandi Jakobsson Capital gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að hafa ætlað að taka að sér verktöku fyrir matvælaráðuneytið, sem eðlilegra væri að ráðgjafafyrirtæki myndi gera, og þannig fara í „samkeppni við lítilmagnann.“
Tengdar fréttir
Kaup Brims á hlut í Iceland Seafood „skref í að vinna með öðrum í sölu“
Forstjóri Brims segir um kaup á ellefu prósenta hlut í Iceland Seafood International að lengi hafi staðið til að styrkja sölukerfi útgerðarinnar á fiskafurðum. „Þetta er eitt skref í að vinna með öðrum í sölu.“
Ísfélagið setur stefnuna á risaskráningu á markað undir lok ársins
Sjávarútvegsrisinn Ísfélagið, nýlega sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, hefur gengið frá ráðningum á helstu fjármálaráðgjöfum vegna undirbúnings að skráningu og frumútboði félagsins í Kauphöllina. Gangi núverandi áætlanir Ísfélagsins eftir verður fyrirtækið eitt hið stærsta að markaðsvirði á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en árið er liðið.