Bjartari framtíð NEET-ungmenna í vanda Arnór Víkingsson skrifar 16. október 2023 11:31 Enska skammstöfunin „NEET“ er notuð um 18-29 ára ungmenni sem hafa til lengri tíma verið án vinnu, starfsþjálfunar og eru ekki í námi ((NEET; Not in Education, Employment or Training). Í læknisstarfi mínu hjá verkjamiðstöðinni Þraut hef ég reynt illleysanleg vandamál skjólstæðinga sem gæti t.d. hljómað á þennan veg: Framtíð er 23 ára kona sem bjó við erfið uppvaxtarskilyrði vegna alvarlegra veikinda móður og fjarveru föður. Varð fyrir langvinnu einelti, hætti í framhaldsskóla 16 ára og hefur hvorki verið í vinnu eða námi síðustu 2 árin vegna hamlandi stoðkerfisverkja og þreytu auk viðvarandi kvíða og oft depurðar. Framtíð var nýlega útskrifuð frá geðheilsuteymi heilsugæslunnar, þar var hún greind með ADHD og grunur vaknaði um einhverfuróf. Nú er í ferli umsókn um 75% örorku. Framtíð á að meðaltali eftir að lifa í um 60 ár. Hún er að nálgast endastöð innan velferðarkerfisins, næsta skref að fá úrskurð um 75% örorku og þá getur kerfið „gleymt henni“, sett hana til hliðar með góðri samvisku. En lífið gengur út á annað og meira en mánaðarlegar greiðslur frá TR; lífsgæði, virkni og það að tilheyra í samfélaginu er óendanlega mikilvægt hverri manneskju, í raun meginástæða tilverunnar. Þangað til núna í október 2023 bjó íslenskt samfélag við ákveðið meðferðarþrot fyrir einstaklinga eins og Framtíð, fá raunhæf úrræði til fyrir slíkar manneskjur. Samt er Framtíð ekki sjaldgæft eintak í fjölskrúðugri flóru íslenskra ungmenna. Óþægilega margir þrífast því miður ekki vel í allsgnægtarsamfélagi nútímans. Til „NEET“ ungmenna teljast amk 5% hvers árgangs í vestrænum löndum. Fimm prósent á Íslandi jafngildir um 200 einstaklingum í árgangi eða yfir 2000 einstaklingum innan við þrítugt. Sem betur fer ná flestir þessara einstaklinga meiri fótfestu í samfélaginu, verða virkir þátttakendur og öðlast jafnvægi og sátt í daglegu lífi. En ekki allir, ekki Framtíðin okkar nema til komi meiri og réttari stuðningur. Tíundi október 2023 var merkisdagur fyrir þessi hjálparþurfandi ungmenni. Þá skrifuðu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarksráðherra, Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virk, Sigurður H. Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Kristín Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar undir þjónustusamning um þverfaglega, heildstæða endurhæfingu fyrir áttatíu NEET ungmenni sem búa við fjölþætt geðræn vandamál, sum hver einnig með einhverfu eða á einhverfurófi. Jafnframt studdu forsvarsmenn geðþjónustu Landspítalans og geðheilsuteyma heilsugæslunnar dyggilega við þessa ráðagerð og gerðu framkvæmd hennar í raun mögulega. Guðrún Ása Björnsdóttir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra hélt verkefninu lifandi á krítískum stundum og endurhæfingarráð lagði hönd á plóg í mótun verkefnisins. Að mínu mati eru þetta stórkostleg tímamót, stórsigur íslensks velferðarkerfis og sönnun þess að sem einstaklingar og samfélag viljum við rétta þeim hjálparhönd sem mest þurfa, óháð ytri þrýstingi.Þessi ungmenni eru nefnilega ekki hluti af hefðbundnum hagsmuna- og þrýstihópum samfélagsins heldur lifa á jaðrinum, hafa vaknað flesta daga í daufri von um að verða einhvern tímann reist við. Það var í raun engin pólítísk pressa á ráðherrana tvo eða Virk endurhæfingarsjóð að svara lágróma kalli þessara ungmenna. Ég tek því hatt minn ofan fyrir öllum þessum aðilum að samkomulaginu og hvet fjölmiðla til að beina athygli sinni í ríkari mæli að gjörð eins og þessari. Það mætti ræða við forsvarsmenn Janusar endurhæfingar um þennan hulduhóp ungmenna, spyrja framkvæmdastjóra Virk hvað kom til að stofnunin ákvað að eyða orku og fjármunum í samfélagslega skilgreint undirmálsfólk sem á enga rödd, spyrja forsvarsmenn geðþjónustu Landspítalans og geðheilsuteyma heilsugæslunnar af hverju þau eru að skapa sér viðbótarverkefni ofan á allt sem fyrir er og án nokkurrar fjárhagslegrar umbunar. Síðan mætti einnig staldra við og minna okkur á að þrátt fyrir allt snúast ákvarðanir ráðherranna ekki bara um verkefni sem eru líkleg til vinsælda. Kjarni málsins er sá að við erum að tala um ótrúlega efnileg og dýrmæt ungmenni sem íslenskt samfélag þarf á að halda og má ekki gleyma. Fólk sem hefur alla burði til að verða virkir og mikilvægir þátttakendur í okkar samfélagi og gera það betra. Sem formaður endurhæfingarráðs óska ég íslenskri þjóð til hamingju með þetta samkomulag. Við erum þrátt fyrir allt á réttri leið. Höfundur er læknir og formaður Endurhæfingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Enska skammstöfunin „NEET“ er notuð um 18-29 ára ungmenni sem hafa til lengri tíma verið án vinnu, starfsþjálfunar og eru ekki í námi ((NEET; Not in Education, Employment or Training). Í læknisstarfi mínu hjá verkjamiðstöðinni Þraut hef ég reynt illleysanleg vandamál skjólstæðinga sem gæti t.d. hljómað á þennan veg: Framtíð er 23 ára kona sem bjó við erfið uppvaxtarskilyrði vegna alvarlegra veikinda móður og fjarveru föður. Varð fyrir langvinnu einelti, hætti í framhaldsskóla 16 ára og hefur hvorki verið í vinnu eða námi síðustu 2 árin vegna hamlandi stoðkerfisverkja og þreytu auk viðvarandi kvíða og oft depurðar. Framtíð var nýlega útskrifuð frá geðheilsuteymi heilsugæslunnar, þar var hún greind með ADHD og grunur vaknaði um einhverfuróf. Nú er í ferli umsókn um 75% örorku. Framtíð á að meðaltali eftir að lifa í um 60 ár. Hún er að nálgast endastöð innan velferðarkerfisins, næsta skref að fá úrskurð um 75% örorku og þá getur kerfið „gleymt henni“, sett hana til hliðar með góðri samvisku. En lífið gengur út á annað og meira en mánaðarlegar greiðslur frá TR; lífsgæði, virkni og það að tilheyra í samfélaginu er óendanlega mikilvægt hverri manneskju, í raun meginástæða tilverunnar. Þangað til núna í október 2023 bjó íslenskt samfélag við ákveðið meðferðarþrot fyrir einstaklinga eins og Framtíð, fá raunhæf úrræði til fyrir slíkar manneskjur. Samt er Framtíð ekki sjaldgæft eintak í fjölskrúðugri flóru íslenskra ungmenna. Óþægilega margir þrífast því miður ekki vel í allsgnægtarsamfélagi nútímans. Til „NEET“ ungmenna teljast amk 5% hvers árgangs í vestrænum löndum. Fimm prósent á Íslandi jafngildir um 200 einstaklingum í árgangi eða yfir 2000 einstaklingum innan við þrítugt. Sem betur fer ná flestir þessara einstaklinga meiri fótfestu í samfélaginu, verða virkir þátttakendur og öðlast jafnvægi og sátt í daglegu lífi. En ekki allir, ekki Framtíðin okkar nema til komi meiri og réttari stuðningur. Tíundi október 2023 var merkisdagur fyrir þessi hjálparþurfandi ungmenni. Þá skrifuðu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarksráðherra, Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virk, Sigurður H. Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Kristín Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar undir þjónustusamning um þverfaglega, heildstæða endurhæfingu fyrir áttatíu NEET ungmenni sem búa við fjölþætt geðræn vandamál, sum hver einnig með einhverfu eða á einhverfurófi. Jafnframt studdu forsvarsmenn geðþjónustu Landspítalans og geðheilsuteyma heilsugæslunnar dyggilega við þessa ráðagerð og gerðu framkvæmd hennar í raun mögulega. Guðrún Ása Björnsdóttir aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra hélt verkefninu lifandi á krítískum stundum og endurhæfingarráð lagði hönd á plóg í mótun verkefnisins. Að mínu mati eru þetta stórkostleg tímamót, stórsigur íslensks velferðarkerfis og sönnun þess að sem einstaklingar og samfélag viljum við rétta þeim hjálparhönd sem mest þurfa, óháð ytri þrýstingi.Þessi ungmenni eru nefnilega ekki hluti af hefðbundnum hagsmuna- og þrýstihópum samfélagsins heldur lifa á jaðrinum, hafa vaknað flesta daga í daufri von um að verða einhvern tímann reist við. Það var í raun engin pólítísk pressa á ráðherrana tvo eða Virk endurhæfingarsjóð að svara lágróma kalli þessara ungmenna. Ég tek því hatt minn ofan fyrir öllum þessum aðilum að samkomulaginu og hvet fjölmiðla til að beina athygli sinni í ríkari mæli að gjörð eins og þessari. Það mætti ræða við forsvarsmenn Janusar endurhæfingar um þennan hulduhóp ungmenna, spyrja framkvæmdastjóra Virk hvað kom til að stofnunin ákvað að eyða orku og fjármunum í samfélagslega skilgreint undirmálsfólk sem á enga rödd, spyrja forsvarsmenn geðþjónustu Landspítalans og geðheilsuteyma heilsugæslunnar af hverju þau eru að skapa sér viðbótarverkefni ofan á allt sem fyrir er og án nokkurrar fjárhagslegrar umbunar. Síðan mætti einnig staldra við og minna okkur á að þrátt fyrir allt snúast ákvarðanir ráðherranna ekki bara um verkefni sem eru líkleg til vinsælda. Kjarni málsins er sá að við erum að tala um ótrúlega efnileg og dýrmæt ungmenni sem íslenskt samfélag þarf á að halda og má ekki gleyma. Fólk sem hefur alla burði til að verða virkir og mikilvægir þátttakendur í okkar samfélagi og gera það betra. Sem formaður endurhæfingarráðs óska ég íslenskri þjóð til hamingju með þetta samkomulag. Við erum þrátt fyrir allt á réttri leið. Höfundur er læknir og formaður Endurhæfingarráðs.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun