Gleymir deginum aldrei og þakkar fyrir ótrúlegan stuðning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2023 19:59 Isaac að leik loknum ásamt aragrúa ungra stuðningsmanna hans, sem hylltu hann sem hetju í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Tilfinningarnar voru blendnar í Laugardal í dag, eftir sérstakan fótboltaleik sem var haldinn til stuðnings vallarverði Þróttar. Fjöldi fólks mætti til að sýna honum stuðning, en til stendur að senda hann úr landi í fyrramálið. Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“ Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“
Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira