„Ég er pabbinn sem var óléttur“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2023 08:01 Gabríel og Kría Marín dóttir hans. Gabríel segir ekkert hafa breytt honum eins og foreldrahlutverkið. Vísir/Vilhelm Gabríel Brim er trans maður sem eignaðist barn. Hann segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu vel fæðingin og meðgangan hafi gengið, og hversu vel tekið var á móti honum í heilbrigðiskerfinu. Hann segir foreldrahlutverkið hafa breytt honum og hann vilji ekkert frekar en að vera dóttur sinni góð fyrirmynd. Gabríel er í fæðingarorlofi með dóttur sinni. Hún er sex mánaða og verður bráðum tilbúin að smakka á mat en hingað til hefur hún verið á brjósti, hjá Gabríel. Hann er trans maður sem fæddi barn og er með það á brjósti. „Mig langaði alltaf að fá að upplifa að ganga með barn og fæða. Það var rosaleg upplifun. Það eru sterkar og nýjar tilfinningar. Öðruvísi sjónarhorn. Maður heyrir fólk tala um það en svo einhvern veginn skilur maður það ekki fyrr en það gerist,“ segir Gabríel. Hann segir margt auðvitað hafa breyst við fæðinguna og meðgönguna en eitt sem hafi komið á óvart sé það hversu opinn hann er orðinn. „Núna þegar ég er orðin foreldri vil ég vera sýnilegri. Mér finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir dóttur mína. Að þora að vera ég sjálfur. Þótt það komi bakslag, að vera sýnilegur,“ segir Gabríel og að ekkert hafi breytt honum jafn mikið og að verða foreldri. Gabríel langaði alltaf að upplifa meðgöngu. Mynd/Margrét Seema Takyar Hann hefur síðustu fimm árin unnið á leikskóla, er að læra leikskólaliðann og líkar það afar vel að vinna með börnum. „Það er rosalega erfitt að vinna með börnum og fá ekki „baby fever“,“ segir Gabríel léttur en auk þess er hann líka listamaður. Enda alinn upp í mikilli listamannsfjölskyldu en amma hans er Elísabet Jökulsdóttir. Gabríel stefnir á að vera í fæðingarorlofi í eitt ár eða svo, en þar sem hann er starfsmaður á leikskóla gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að snemma. „Það er léttir að þurfa ekki að stressa sig á því.“ Tók pásu til að eignast barn Gabríel var byrjaður í hormónameðferð áður en hann varð óléttur en tók pásu til að eignast barn. „Ég byrjaði á hormónum 2018 og hætti á þeim ári síðar. Það voru ýmsar ástæður fyrir því að ég hætti og þar á meðal að mig langaði að upplifa að ganga með barn. En ég var líka á slæmum stað og hormónarnir fóru mjög illa í mig. Mig langaði því að ná mér á strik andlega áður en ég byrjaði aftur,“ segir Gabríel. Trans málefni verða ofarlega á heimili Gabríels og Kríu. Vísir/Vilhelm Hann segist vera farinn að huga að því að byrja aftur á meðferðinni en geti það ekki fyrr en hann hættir með dóttur sína á brjósti. Brjóstagjöfin hafi gengið vel frá upphafi og hann vilji ekki hætta strax. „Hún tók strax vel við og ég hef alltaf einhvern veginn náð að framleiða akkúrat nóg fyrir hana. Það er svo magnað að hún hafi verið að nærast á líkama mínum á meðgöngunni og svo heldur hún því áfram eftir að hún er fædd. Það er svo ótrúlega gaman að upplifa þetta.“ Hélt hann myndi fæða í bílnum Spurður hvort hann langi í fleiri börn segist hann ekkert útiloka. „Mig langar kannski í fleiri börn, en ekki endilega að ganga með þau. Meðgangan gekk svo vel og fæðingin að ég get eiginlega ekki toppað það,“ segir hann en barnið var fætt um tveimur klukkustundum eftir að hann mætti á Fæðingarheimilið í Reykjavík. „Ég var í níu sentímetra útvíkkun þegar ég mætti á Fæðingarheimilið,“ segir hann og hlær. Með honum í fæðingunni voru bæði móðir hans og eldri systir. „Ég er ekki á bíl þannig mamma þurfti að sækja mig heim. Ég hélt ég myndi bara fæða í bílnum þetta gekk svo hratt,“ segir Gabríel sem nýtir mikils og góðs stuðnings fjölskyldu sinnar. „Ég á þrjár systur og þær voru allar rosalega spenntar fyrir meðgöngunni, alveg frá því að ég tilkynnti. Þær vissu að ég yrði einn og það var aldrei stress að ég gæti þetta. En dóttir mín hefur gert þetta auðvelt líka. Það hefur allt gengið svo vel.“ Stressaður fyrir viðbrögðum annarra Þó svo að fæðingin og meðgangan hafi gengið vel og segist Gabríel hafa verið ákaflega stressaður þegar hann uppgötvaði að hann væri óléttur. Bæði fyrir viðbrögðum annarra og vegferðinni sem hann átti fram undan í heilbrigðiskerfinu. „Ég var pínu stressaður, í byrjun meðgöngunnar, að þurfa að hringja inn á heilbrigðisstofnanir og útskýra að ég væri trans maður. En það gekk ótrúlega vel og ég fékk svo góðar viðtökur hvert sem ég fór,“ segir Gabríel. Gabríel tók á meðgöngunni þátt í leiksýningunni Góða ferð inn í gömul sár þar sem atriðið hans fjallaði um meðgönguna og hann var með „gender reveal“ í lokin. „En ég sýndi auðvitað ekkert kynið. Bara regnboga-confetti. Það var svo frábært að vinna með Evu Rún Snorradóttir.“ Mynd/Leifur Wilberg Hann segir að hann hafi sjálfur þurft að mæta sína eigin fordómum í ferlinu. Í byrjun meðgöngunnar hafi hann þurft að staðfesta hana hjá kvensjúkdómalækni og hafi aðeins fengið tíma hjá eldri karlmanni.„Ég var ekki viss hvort ég vildi fara því læknirinn var karlmaður. Ég gerði bara ráð fyrir því að af því að þetta var eldri maður myndi hann koma með einhver transfóbísk komment. En það var ekkert þannig. Hann var bara spenntur yfir meðgöngunni og trans málefnum.“ Hann segir það sem fylgdi í meðgöngueftirlitinu og fæðingunni sjálfri hafa gengið svakalega vel. Það sé aðeins eitt tilfelli sem hann man eftir þar sem einn læknirinn vissi ekki hvað hann átti að segja. „Hann stoppaði og þorði ekki að segja óléttur, heldur sagði að ég væri með barn í maganum, en mér fannst það eiginlega bara fyndið,“ segir Gabríel og hlær. Þannig ég athugaði málið og sá þá að ég var skráður sem fæðingarforeldri, sem mér fannst svo fallegt. Það er það sem ég er Hann segir ljósmæður Fæðingarheimilisins hafa tekið afar vel á móti sér í bæði meðgöngueftirliti og fæðingu. „Það var frábær upplifun. Þar var einmitt alltaf talað um meðgönguvernd, í stað þess að tala um mæðravernd,“ segir hann og telur ólíklegt að svona smáatriði skipti aðra máli, en geri það fyrir hann. „Systir mín spurði mig svo hvort ég væri skráður sem móðir eða faðir á fæðingarvottorðinu og ég var ekkert búin að spá í því. Þannig ég athugaði málið og sá þá að ég var skráður sem fæðingarforeldri, sem mér fannst svo fallegt. Það er það sem ég er.“ Gabríel segir þetta þó ekki alls staðar eins og að sem dæmi hafi hann verið skráður sem móðir á umsókn til Fæðingarorlofssjóðs. Aprílforeldrar en ekki aprílmömmur Þá eru önnur dæmi. Gabríel var til dæmis í bumbuhóp fyrir aprílbörn á Facebook. Það eru hópar sem oftast eru kenndir við mæðurnar en Gabríel segist hafa haft samband við stofnanda hópsins sem breytti nafni hópsins þegar börnin voru fædd í aprílforeldrar 2023. „Það var skemmtilegt.“ Hann segir að þessar góðar viðtökur hafi komið honum í opna skjöldu. Umræða í samfélaginu og á samfélagsmiðlum hafi verið hatursfull. Hann nefnir sem dæmi umræðu á vegum Samtakanna 22 sem hafi verið verulega hatursfull í garð trans fólks, og segist óttast hvert þau beina reiði sinni næst. „Það hefur verið svo mikið af neikvæðum ummælum og bakslagið mikið. Það er þunglyndislegt að sjá. Ísland hefur alltaf verið svo framarlega í baráttunni fyrir trans fólk og ég hef alltaf upplifað mikið öryggi hérna,“ segir Gabríel. Betra að spyrja en sitja heima með fordóma Hann segist ekki eiga einn heimabæ eða hverfi sem hann kenni sig við en að honum hafi alltaf líkað vel við sig í Vesturbænum, hjá ömmu sinni, og á Seyðisfirði þar sem hann átti heima um stutta stund þegar hann var nítján ára. „Ég var búinn að koma út sem trans maður en var ekki byrjaður á hormónunum. Ég var rosalega stressaður að flytja þangað og bjóst við miklum fordómum. Það var auðvitað eitthvað um þá, en miklu minna en ég bjóst við. Að mestu var þetta forvitni. Það besta var að fólk bara kom til mín og spurði mig út í að vera trans, í stað þess að vera heima með fordóma,“ segir Gabríel og að honum þyki alltaf betra að fólk geri það. „Bara tala við trans fólk og kynnast þeim. Fyrir marga þarna var ég fyrsta trans manneskjan sem þau voru að hitta, og eina trans manneskjan í bænum.“ Gabríel er einstæður faðir en nýtur góðs stuðnings móður sinnar og systra. Vísir/Vilhelm Hann segir þetta eina ástæðu þess að hann vildi nú segja sína sögu. Til að sýna fólki jákvæða upplifun og sögu trans manns. „Ég er trans og ég er hamingjusamur með þessa ákvörðun. Ég er ákveðinn og öruggur í því hver ég er,“ segir hann en viðurkennir þó að umræðan hafi haft áhrif á hann. Hann upplifi til dæmis meira stress að segja fólki frá því að hann er trans en áður. „En það er aðeins farið að minnka aftur. Þetta er auðvitað minnihlutahópur sem er mjög hávær. En það er sérstakt núna að vera foreldri. Að vera trans maður sem gekk með barnið sitt. Alltaf þegar ég segi fólki frá því þá kemur alltaf svona hugsun: „Hvernig svar fæ ég núna“, en alltaf er það jákvætt. Margir eru hissa, en þeir eru alltaf jákvæðir.“ Mamma eða pabbi? Þegar Gabríel varð óléttur var hann búinn að vera án hormónameðferðar í um tvö ár. Hann segir að fólk hafi sýnt því mikill skilning þegar hann tilkynnti um óléttuna en hann hafi fengið sömu spurninguna frá mörgum: „Ertu mamma eða ertu pabbi?“ Gabríel segist hafa farið fram og til baka með svarið við þessari spurningu. „Núna segi ég að sé ég sé pabbi hennar og finnst mikilvægt að gefa sama svarið. Ég hafði smá áhyggjur af þessu og vildi ekki að þetta yrði ruglingslegt fyrir hana. En hún elst upp með mig sem trans pabba og það er normið hennar,“ segir hann og að margir spyrji hann einmitt að þessu. Hvort hann óttist að þetta verði ruglingslegt fyrir hana. „Að ég sé pabbi hennar en hafi gengið með hana. Þetta er eitthvað sem allir hinsegin foreldrar hafa fengið að heyra. Hvort það sé ekki ruglingslegt fyrir börnin þeirra að eiga tvær mömmur eða tvo pabba, eða trans foreldra. Það verða eflaust spurningar þegar hún verður eldri. En ég held þetta verði ekkert ruglingslegt. Þetta er það sem hún elst upp með og er hennar norm. Ég er pabbinn sem var óléttur.“ Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira
Gabríel er í fæðingarorlofi með dóttur sinni. Hún er sex mánaða og verður bráðum tilbúin að smakka á mat en hingað til hefur hún verið á brjósti, hjá Gabríel. Hann er trans maður sem fæddi barn og er með það á brjósti. „Mig langaði alltaf að fá að upplifa að ganga með barn og fæða. Það var rosaleg upplifun. Það eru sterkar og nýjar tilfinningar. Öðruvísi sjónarhorn. Maður heyrir fólk tala um það en svo einhvern veginn skilur maður það ekki fyrr en það gerist,“ segir Gabríel. Hann segir margt auðvitað hafa breyst við fæðinguna og meðgönguna en eitt sem hafi komið á óvart sé það hversu opinn hann er orðinn. „Núna þegar ég er orðin foreldri vil ég vera sýnilegri. Mér finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir dóttur mína. Að þora að vera ég sjálfur. Þótt það komi bakslag, að vera sýnilegur,“ segir Gabríel og að ekkert hafi breytt honum jafn mikið og að verða foreldri. Gabríel langaði alltaf að upplifa meðgöngu. Mynd/Margrét Seema Takyar Hann hefur síðustu fimm árin unnið á leikskóla, er að læra leikskólaliðann og líkar það afar vel að vinna með börnum. „Það er rosalega erfitt að vinna með börnum og fá ekki „baby fever“,“ segir Gabríel léttur en auk þess er hann líka listamaður. Enda alinn upp í mikilli listamannsfjölskyldu en amma hans er Elísabet Jökulsdóttir. Gabríel stefnir á að vera í fæðingarorlofi í eitt ár eða svo, en þar sem hann er starfsmaður á leikskóla gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að snemma. „Það er léttir að þurfa ekki að stressa sig á því.“ Tók pásu til að eignast barn Gabríel var byrjaður í hormónameðferð áður en hann varð óléttur en tók pásu til að eignast barn. „Ég byrjaði á hormónum 2018 og hætti á þeim ári síðar. Það voru ýmsar ástæður fyrir því að ég hætti og þar á meðal að mig langaði að upplifa að ganga með barn. En ég var líka á slæmum stað og hormónarnir fóru mjög illa í mig. Mig langaði því að ná mér á strik andlega áður en ég byrjaði aftur,“ segir Gabríel. Trans málefni verða ofarlega á heimili Gabríels og Kríu. Vísir/Vilhelm Hann segist vera farinn að huga að því að byrja aftur á meðferðinni en geti það ekki fyrr en hann hættir með dóttur sína á brjósti. Brjóstagjöfin hafi gengið vel frá upphafi og hann vilji ekki hætta strax. „Hún tók strax vel við og ég hef alltaf einhvern veginn náð að framleiða akkúrat nóg fyrir hana. Það er svo magnað að hún hafi verið að nærast á líkama mínum á meðgöngunni og svo heldur hún því áfram eftir að hún er fædd. Það er svo ótrúlega gaman að upplifa þetta.“ Hélt hann myndi fæða í bílnum Spurður hvort hann langi í fleiri börn segist hann ekkert útiloka. „Mig langar kannski í fleiri börn, en ekki endilega að ganga með þau. Meðgangan gekk svo vel og fæðingin að ég get eiginlega ekki toppað það,“ segir hann en barnið var fætt um tveimur klukkustundum eftir að hann mætti á Fæðingarheimilið í Reykjavík. „Ég var í níu sentímetra útvíkkun þegar ég mætti á Fæðingarheimilið,“ segir hann og hlær. Með honum í fæðingunni voru bæði móðir hans og eldri systir. „Ég er ekki á bíl þannig mamma þurfti að sækja mig heim. Ég hélt ég myndi bara fæða í bílnum þetta gekk svo hratt,“ segir Gabríel sem nýtir mikils og góðs stuðnings fjölskyldu sinnar. „Ég á þrjár systur og þær voru allar rosalega spenntar fyrir meðgöngunni, alveg frá því að ég tilkynnti. Þær vissu að ég yrði einn og það var aldrei stress að ég gæti þetta. En dóttir mín hefur gert þetta auðvelt líka. Það hefur allt gengið svo vel.“ Stressaður fyrir viðbrögðum annarra Þó svo að fæðingin og meðgangan hafi gengið vel og segist Gabríel hafa verið ákaflega stressaður þegar hann uppgötvaði að hann væri óléttur. Bæði fyrir viðbrögðum annarra og vegferðinni sem hann átti fram undan í heilbrigðiskerfinu. „Ég var pínu stressaður, í byrjun meðgöngunnar, að þurfa að hringja inn á heilbrigðisstofnanir og útskýra að ég væri trans maður. En það gekk ótrúlega vel og ég fékk svo góðar viðtökur hvert sem ég fór,“ segir Gabríel. Gabríel tók á meðgöngunni þátt í leiksýningunni Góða ferð inn í gömul sár þar sem atriðið hans fjallaði um meðgönguna og hann var með „gender reveal“ í lokin. „En ég sýndi auðvitað ekkert kynið. Bara regnboga-confetti. Það var svo frábært að vinna með Evu Rún Snorradóttir.“ Mynd/Leifur Wilberg Hann segir að hann hafi sjálfur þurft að mæta sína eigin fordómum í ferlinu. Í byrjun meðgöngunnar hafi hann þurft að staðfesta hana hjá kvensjúkdómalækni og hafi aðeins fengið tíma hjá eldri karlmanni.„Ég var ekki viss hvort ég vildi fara því læknirinn var karlmaður. Ég gerði bara ráð fyrir því að af því að þetta var eldri maður myndi hann koma með einhver transfóbísk komment. En það var ekkert þannig. Hann var bara spenntur yfir meðgöngunni og trans málefnum.“ Hann segir það sem fylgdi í meðgöngueftirlitinu og fæðingunni sjálfri hafa gengið svakalega vel. Það sé aðeins eitt tilfelli sem hann man eftir þar sem einn læknirinn vissi ekki hvað hann átti að segja. „Hann stoppaði og þorði ekki að segja óléttur, heldur sagði að ég væri með barn í maganum, en mér fannst það eiginlega bara fyndið,“ segir Gabríel og hlær. Þannig ég athugaði málið og sá þá að ég var skráður sem fæðingarforeldri, sem mér fannst svo fallegt. Það er það sem ég er Hann segir ljósmæður Fæðingarheimilisins hafa tekið afar vel á móti sér í bæði meðgöngueftirliti og fæðingu. „Það var frábær upplifun. Þar var einmitt alltaf talað um meðgönguvernd, í stað þess að tala um mæðravernd,“ segir hann og telur ólíklegt að svona smáatriði skipti aðra máli, en geri það fyrir hann. „Systir mín spurði mig svo hvort ég væri skráður sem móðir eða faðir á fæðingarvottorðinu og ég var ekkert búin að spá í því. Þannig ég athugaði málið og sá þá að ég var skráður sem fæðingarforeldri, sem mér fannst svo fallegt. Það er það sem ég er.“ Gabríel segir þetta þó ekki alls staðar eins og að sem dæmi hafi hann verið skráður sem móðir á umsókn til Fæðingarorlofssjóðs. Aprílforeldrar en ekki aprílmömmur Þá eru önnur dæmi. Gabríel var til dæmis í bumbuhóp fyrir aprílbörn á Facebook. Það eru hópar sem oftast eru kenndir við mæðurnar en Gabríel segist hafa haft samband við stofnanda hópsins sem breytti nafni hópsins þegar börnin voru fædd í aprílforeldrar 2023. „Það var skemmtilegt.“ Hann segir að þessar góðar viðtökur hafi komið honum í opna skjöldu. Umræða í samfélaginu og á samfélagsmiðlum hafi verið hatursfull. Hann nefnir sem dæmi umræðu á vegum Samtakanna 22 sem hafi verið verulega hatursfull í garð trans fólks, og segist óttast hvert þau beina reiði sinni næst. „Það hefur verið svo mikið af neikvæðum ummælum og bakslagið mikið. Það er þunglyndislegt að sjá. Ísland hefur alltaf verið svo framarlega í baráttunni fyrir trans fólk og ég hef alltaf upplifað mikið öryggi hérna,“ segir Gabríel. Betra að spyrja en sitja heima með fordóma Hann segist ekki eiga einn heimabæ eða hverfi sem hann kenni sig við en að honum hafi alltaf líkað vel við sig í Vesturbænum, hjá ömmu sinni, og á Seyðisfirði þar sem hann átti heima um stutta stund þegar hann var nítján ára. „Ég var búinn að koma út sem trans maður en var ekki byrjaður á hormónunum. Ég var rosalega stressaður að flytja þangað og bjóst við miklum fordómum. Það var auðvitað eitthvað um þá, en miklu minna en ég bjóst við. Að mestu var þetta forvitni. Það besta var að fólk bara kom til mín og spurði mig út í að vera trans, í stað þess að vera heima með fordóma,“ segir Gabríel og að honum þyki alltaf betra að fólk geri það. „Bara tala við trans fólk og kynnast þeim. Fyrir marga þarna var ég fyrsta trans manneskjan sem þau voru að hitta, og eina trans manneskjan í bænum.“ Gabríel er einstæður faðir en nýtur góðs stuðnings móður sinnar og systra. Vísir/Vilhelm Hann segir þetta eina ástæðu þess að hann vildi nú segja sína sögu. Til að sýna fólki jákvæða upplifun og sögu trans manns. „Ég er trans og ég er hamingjusamur með þessa ákvörðun. Ég er ákveðinn og öruggur í því hver ég er,“ segir hann en viðurkennir þó að umræðan hafi haft áhrif á hann. Hann upplifi til dæmis meira stress að segja fólki frá því að hann er trans en áður. „En það er aðeins farið að minnka aftur. Þetta er auðvitað minnihlutahópur sem er mjög hávær. En það er sérstakt núna að vera foreldri. Að vera trans maður sem gekk með barnið sitt. Alltaf þegar ég segi fólki frá því þá kemur alltaf svona hugsun: „Hvernig svar fæ ég núna“, en alltaf er það jákvætt. Margir eru hissa, en þeir eru alltaf jákvæðir.“ Mamma eða pabbi? Þegar Gabríel varð óléttur var hann búinn að vera án hormónameðferðar í um tvö ár. Hann segir að fólk hafi sýnt því mikill skilning þegar hann tilkynnti um óléttuna en hann hafi fengið sömu spurninguna frá mörgum: „Ertu mamma eða ertu pabbi?“ Gabríel segist hafa farið fram og til baka með svarið við þessari spurningu. „Núna segi ég að sé ég sé pabbi hennar og finnst mikilvægt að gefa sama svarið. Ég hafði smá áhyggjur af þessu og vildi ekki að þetta yrði ruglingslegt fyrir hana. En hún elst upp með mig sem trans pabba og það er normið hennar,“ segir hann og að margir spyrji hann einmitt að þessu. Hvort hann óttist að þetta verði ruglingslegt fyrir hana. „Að ég sé pabbi hennar en hafi gengið með hana. Þetta er eitthvað sem allir hinsegin foreldrar hafa fengið að heyra. Hvort það sé ekki ruglingslegt fyrir börnin þeirra að eiga tvær mömmur eða tvo pabba, eða trans foreldra. Það verða eflaust spurningar þegar hún verður eldri. En ég held þetta verði ekkert ruglingslegt. Þetta er það sem hún elst upp með og er hennar norm. Ég er pabbinn sem var óléttur.“
Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sjá meira