Eru peningar okkar að viðhalda stríðum? Eiríkur Ingi Magnússon skrifar 15. október 2023 07:01 Öll stríð ganga á og hrifsa burt eignir fólks. Í þeim heimi sem við lifum við í dag er ofbeldi og líkamleg valdbeiting þeir þættir sem hvað mest vega þegar yfirráðum skal náð yfir tilteknum landsvæðum á kostnað þeirra sem búa á þeim. Stríðum er svo viðhaldið með því að hrifsa burt tiltekinn eignarflokk af fólki utan stríðsátaka, nánar tiltekið pening þess til að fjármagna og viðhalda þeim. Sökum þess hve gríðarmikill fórnarkostnaður fylgir stríðum er þeim ekki viðhaldið nema þau beri með sér mögulegan efnahagstengdan ágóða, sjaldnast eru stríð otin til þess eins að drepa annað fólk, þau eru otin til þess að koma upp hagstæðum varnarsvæðum eða til að ná yfirráðum og valdi á landsvæðum sem og auðlindum þess. Í slíkum aðgerðum er eignarréttur fólks gjörsamlega vanvirtur þar sem eignir þess eru hrifsaðar af þeim eða skemmdar á kostnað fjölmargra mannslífa. Síðan úr fyrri heimsstyrjöld er auðveldara fyrir ríki heimsins að viðhalda stríðum þar sem fjármögnun þeirra er mun einfaldari en þegar peningur okkar var beintengdur við gull. Gull kom í veg fyrir að ríki gátu fjármagnað stríð umfram gullforða sinn og þegna sinna, sem neyddi þau til að leita til sáttarmiðla fyrr en nú er gert. Með tilkomu valdboðsgjaldmiðla eru engin efri mörk fyrir því hversu miklu er hægt að eyða í stríðsrekstur því alltaf er hægt að ræsa peningaprentarann til að fjármagna næsta stríð eða viðhalda þeim núverandi á kostnað almennings, hvort sem það er með lífi þeirra, í gegnum aukna skattinnheimtu eða með útþynningu gjaldmiðilsins. Stríð eru fjármögnuð á kostnað almennings án leyfis, því allt það fjármagn sem kemur frá sérhverju ríki er beinn ávöxtur þegna þess. Ef það kemur ekki beint frá almennri skattinnheimtu, sem það gerir sjaldnast, kemur það framm í útþynningu kaupmátts vegna aukinnar skuldasöfnunar tiltekins ríkis sem leiðir af sér aukna verðbólgu. Sprengjur og hríðskotavopna eru því ekki einu stríðsvopnin heldur er peningaprentarinn það sömuleiðis, hann fjármagnar stríðsglæpi á kostnað almennra borgara án þess að spurja þá um leyfi fyrir því. Eignarréttur peninga okkar er ekki til staðar sökum þess hve miðstýrður hann er. Á meðan ríki hafa einkarétt, útgáfuvald og fullkomna stjórn á gjaldmiðlinum er ekkert sem almenningur getur gert til að mótmæla fjármögnun stríða. Mótmæli ein og sér gegn stríðsaðgerðum og fjármögnun þeirra breyta því ekki hversu miðstýrðir gjaldmiðlar heimsins eru, það eina sem er til ráða er að taka upp nýtt form penings. Að mínu mati er sá þáttur sem helst skortir er sá eiginleiki að eignarréttur peningsins færist í hendur fólksins, ekki í hendur ríkisins og þeirra sem því stýra hverju sinni sem oft búa yfir valdagræðgi og eiginhagsmunahyggju. Fólk skortir frjálsann, óútþynnanlegan og ómiðstýrðan eignarflokk, slíkur eignarflokkur þarf að vera óáþreifanlegur svo ekki sé hægt að handsama hann af fólki með valdi. Slíkur eignarflokkur kann að hljóma sem tæknileg bylting í okkar augum því aldrei nokkurntíman hefur fólk búið yfir þeim möguleika að geta flutt landsvæðana á milli með þann eignarflokk geymdan í huga sér, og sem krefst ekki aðkomu miðstýrðs aðila til að samþykkja. Slíkur eignarflokkur getur því skipt sköpun bæði fyrir fólk sem flýr hræðileg átakasvæði, sem og fólk utan þeirra til að sporna við fjármögnun endalausra stríðsátaka. Öll viljum við minni spillingu og friðsælara einstaklingsfrelsi, en á meðan við höfum ekki eignarrétt á þeim flokki sem veitir okkur hvað mesta frelsið er ósk okkar jafn vonlaus og ákvarðanir og stefnur þjóðarleiðtoga heimsins eru óútreiknanlegar. Þó svo að nútíminn virðist svartur og ljótur er hægt að horfa björtum augum framm á veginn því miklir möguleikar búa í tækniframförum framtíðarinnar, möguleikar sem færa valdið í hendur fólksins og burt frá miðstýrðum aðilum sem hafa heljargrip á mikilvægasta eignarflokki mannsins, peningnum. Ég vil því enda á þeirri persónulegu skoðun að Bitcoin er dæmi um eignarflokk sem uppfyllir öll þessi skilyrði sem ég nefni hér að ofan. Ómiðstýrður og óútþynnalegur peningur sem gefur sérhverjum einstaklingi sem á honum heldur sitt frelsi til að nota eftir eigin hentusemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Rafmyntir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Öll stríð ganga á og hrifsa burt eignir fólks. Í þeim heimi sem við lifum við í dag er ofbeldi og líkamleg valdbeiting þeir þættir sem hvað mest vega þegar yfirráðum skal náð yfir tilteknum landsvæðum á kostnað þeirra sem búa á þeim. Stríðum er svo viðhaldið með því að hrifsa burt tiltekinn eignarflokk af fólki utan stríðsátaka, nánar tiltekið pening þess til að fjármagna og viðhalda þeim. Sökum þess hve gríðarmikill fórnarkostnaður fylgir stríðum er þeim ekki viðhaldið nema þau beri með sér mögulegan efnahagstengdan ágóða, sjaldnast eru stríð otin til þess eins að drepa annað fólk, þau eru otin til þess að koma upp hagstæðum varnarsvæðum eða til að ná yfirráðum og valdi á landsvæðum sem og auðlindum þess. Í slíkum aðgerðum er eignarréttur fólks gjörsamlega vanvirtur þar sem eignir þess eru hrifsaðar af þeim eða skemmdar á kostnað fjölmargra mannslífa. Síðan úr fyrri heimsstyrjöld er auðveldara fyrir ríki heimsins að viðhalda stríðum þar sem fjármögnun þeirra er mun einfaldari en þegar peningur okkar var beintengdur við gull. Gull kom í veg fyrir að ríki gátu fjármagnað stríð umfram gullforða sinn og þegna sinna, sem neyddi þau til að leita til sáttarmiðla fyrr en nú er gert. Með tilkomu valdboðsgjaldmiðla eru engin efri mörk fyrir því hversu miklu er hægt að eyða í stríðsrekstur því alltaf er hægt að ræsa peningaprentarann til að fjármagna næsta stríð eða viðhalda þeim núverandi á kostnað almennings, hvort sem það er með lífi þeirra, í gegnum aukna skattinnheimtu eða með útþynningu gjaldmiðilsins. Stríð eru fjármögnuð á kostnað almennings án leyfis, því allt það fjármagn sem kemur frá sérhverju ríki er beinn ávöxtur þegna þess. Ef það kemur ekki beint frá almennri skattinnheimtu, sem það gerir sjaldnast, kemur það framm í útþynningu kaupmátts vegna aukinnar skuldasöfnunar tiltekins ríkis sem leiðir af sér aukna verðbólgu. Sprengjur og hríðskotavopna eru því ekki einu stríðsvopnin heldur er peningaprentarinn það sömuleiðis, hann fjármagnar stríðsglæpi á kostnað almennra borgara án þess að spurja þá um leyfi fyrir því. Eignarréttur peninga okkar er ekki til staðar sökum þess hve miðstýrður hann er. Á meðan ríki hafa einkarétt, útgáfuvald og fullkomna stjórn á gjaldmiðlinum er ekkert sem almenningur getur gert til að mótmæla fjármögnun stríða. Mótmæli ein og sér gegn stríðsaðgerðum og fjármögnun þeirra breyta því ekki hversu miðstýrðir gjaldmiðlar heimsins eru, það eina sem er til ráða er að taka upp nýtt form penings. Að mínu mati er sá þáttur sem helst skortir er sá eiginleiki að eignarréttur peningsins færist í hendur fólksins, ekki í hendur ríkisins og þeirra sem því stýra hverju sinni sem oft búa yfir valdagræðgi og eiginhagsmunahyggju. Fólk skortir frjálsann, óútþynnanlegan og ómiðstýrðan eignarflokk, slíkur eignarflokkur þarf að vera óáþreifanlegur svo ekki sé hægt að handsama hann af fólki með valdi. Slíkur eignarflokkur kann að hljóma sem tæknileg bylting í okkar augum því aldrei nokkurntíman hefur fólk búið yfir þeim möguleika að geta flutt landsvæðana á milli með þann eignarflokk geymdan í huga sér, og sem krefst ekki aðkomu miðstýrðs aðila til að samþykkja. Slíkur eignarflokkur getur því skipt sköpun bæði fyrir fólk sem flýr hræðileg átakasvæði, sem og fólk utan þeirra til að sporna við fjármögnun endalausra stríðsátaka. Öll viljum við minni spillingu og friðsælara einstaklingsfrelsi, en á meðan við höfum ekki eignarrétt á þeim flokki sem veitir okkur hvað mesta frelsið er ósk okkar jafn vonlaus og ákvarðanir og stefnur þjóðarleiðtoga heimsins eru óútreiknanlegar. Þó svo að nútíminn virðist svartur og ljótur er hægt að horfa björtum augum framm á veginn því miklir möguleikar búa í tækniframförum framtíðarinnar, möguleikar sem færa valdið í hendur fólksins og burt frá miðstýrðum aðilum sem hafa heljargrip á mikilvægasta eignarflokki mannsins, peningnum. Ég vil því enda á þeirri persónulegu skoðun að Bitcoin er dæmi um eignarflokk sem uppfyllir öll þessi skilyrði sem ég nefni hér að ofan. Ómiðstýrður og óútþynnalegur peningur sem gefur sérhverjum einstaklingi sem á honum heldur sitt frelsi til að nota eftir eigin hentusemi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun