Útvistun eða innvistun verkefna Signý Jóhannesdóttir skrifar 14. október 2023 10:30 Í samfélagi þar sem exelskjölin ráða meiru en hinn mannlegi þáttur í þjónustu og starfsmannahaldi, er algengt að þegar gerð er krafa um sparnað og hagræðingu, þá byrja menn við gólflistana og eldhúsvakinn. Fyrst eru boðin út störf við ræstingu næst eru það svo þvottahúsin og mötuneytin. Liðurinn ,,aðkeypt þjónusta” lítur víst mun betur út í bókhaldi en laun og starfsmannakostnaður. Oftar ekki eru þetta opinberar stofnanir, ríki og sveitarfélög eða stofnanir reknar fyrir almannafé. Þetta eru grunnskólar, sjúrkastofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili og önnur Þjónusta við viðkvæma hópa, börn, aldraða og sjúka. Nýjasta dæmið eru Grundarheimilin, þar eru það starfsmenn við ræstingu og í þvottahúsi. Eðlilega hefur þessum uppsögnum verið mótmælt af stéttarfélagi þeirra starfsmanna sem þeir tilheyra. Þarna er um að ræða starfsmenn, sem margir hafa langa starfsreynslu, um 80% þeirra eru konur. Laun flestra starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningum hjá ríki og sveitarfélögum eru lág, þeim fylgja þó ríkulegri réttindi en á almennum markaði. Veikindaréttur er lengri, réttur til orlofs er lengri og hjá sveitarfélögunum er meiri vernd gegn uppsögnum en bæði hjá ríkinu og á almenna markaðnum. Einhver dæmi eru um að störf sem boðin hafa verið út hafa aftur ratað inn í rekstur stofnana vegna þess að t.d. í skólum kemur það betur út að þeir starfsmenn sem annast ræstingu séu einnig með fleiri skyldur en s.s. gangvörslu, frímínútnagæslu og fleira. Séu hluti af starfsliðinu og starfi með öðrum á starfstíma skólans. Það sem sérstaklega vakti athygli mína á dögunum þegar fréttir bárust af uppsögnum starfsmanna Grundarheimilanna var tvennt. Annað var að bæjarstjórinn í Hveragerði fór á fund forsvarsmanna fyrirtækisins til að mótmæla uppsögnunum. En Hveragerðisbær bauð út allar ræstingar hjá sveitarfélaginu fyrir rúmum tveimur árum og samdi við fyrirtækið Daga um að annast verkið. Það var að vísu Aldís Hafsteinsdóttir sem stóð í þeim breytingum, en varla hefur sá gjörningur verið gott veganesti fyrir Geir Sveinsson í viðræður við forsvarsmenn Grundar. Hitt var hinn falski tónn Sólveirar Önnu Jónsdóttur. Hver hlustar á formann Eflingar mótmæla eigin aðferðafræði? Fyrir hálfu öðru ári fóru fram þær ömurlegustu athafnir sem nokkur forysta í stéttarfélagi hefur staðið fyrir, þegar formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta stéttarfélags í landinu sagði upp öllu starfsfólki félagsins. Um var að ræða hópuppsögn í skilningi þeirra laga sem um þannig gjörninga fjalla. Starfsfólkið fékk bréf frá lögmanni úti í bæ og uppsagnirnar tóku gildi þann 1. maí. Trúnaðarmenn fengu líka reisupassann. Allir forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem hafa einhverja samvisku og siðgæðisvitund mótmæltu þessu framferði. Forseti ASÍ Drífa Snædal fordæmdi þennan gjörning, ásamt öðrum þeim sem láta ekki hagsmunavörslu í eigin valdatafli ráða för. Skorað var á Trúnaðarráð stéttarfélagsins að draga uppsagnirnar til baka. Því var hafnað og sumir ráðsmenn lýstu með stolti yfir fullum stuðningi við foringjann. Það liðu ekki margir mánuðir þangað til Drífa, fyrsta og eina konan í stóli forseta ASÍ dróg sig í hlé og sagði af sér, gat ekki lengur látið beita sig vægðarlausu ofbeldi og skoðanakúgun. Þingi ASÍ var hleypt upp og stórforingjarnir hlupu út og þeirra helstu stuðningsmenn á eftir. Þingheimur sat eftir í forundran, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þetta framferði forystufólks sem að eigin mati er hafið yfir lög og reglur, þó það sé jafnvel dæmt fyrir sakir sem alla jafna er lýst á hendur vondum atvinnurekendum, er að mínu mati ekki boðlegt í starfi fjöldahreyfingar eins og ASÍ, eða í forystu stærstu séttarfélaga landsins. Lög um uppsagnir eru no.19/1979 og hópuppsagnir hafa frá því lög voru sett um þær árið 2000 oftast vakið upp mikil mótmæli, þegar þeim er beitt. Ólöglegar uppsagnir trúnaðarmanna einnig. Aldrei hef ég heyrt af fyrirtæki sem rekur allt starfsfólk, tugi manna, afþvíbara. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig formaður Eflingar, getur samvisku sinnar vegna staðið í stafni þessara mótmæla gegn Grundarheimilunum og að mínu mati er Trúnaðarráð Eflingar ekki marktækt í þessu máli. Hinn falski tónn Samúð mín liggur hjá þeim starfsmönnum sem fyrir uppsögnunum verða og eiga í raun ekki trúverðuga málsvara hvorki í stéttarfélaginu sínu eða stjórnendum sveitarfélagsins sem þeir búa í. Á sama hátt átti starfsfólkið sem Sólveig Anna rak af eigin skrifstofu ekki málsvara í stéttarféalginu og trúnarðarmaðurinn sem hún rak og var félagsmaður í VR, fékk ekki afdráttarlausan stuðning frá formanni VR. Taldi VR formaðurinn sig þurfa að hafa Sólveigu Önnu góða í sínu valdatafli? Sólveig Anna Jónsdóttir virðist telja sig þess umkomna að segja fólki til um hvaða skoðanir það má hafa og sagði nýlega í allt öðru samhengi á mbl.is, talaði þá til Bjarna Jónssonar þingmanns: „Fullorðið fólk á að gæta þess að hafa ekki ósamræmanlegar skoðanir. Sérstaklega fullorðið fólk sem heldur að það eigi erindi í stjórnmál.“ Ég geri enn ríkari kröfur til forystufólks í verkalýðshreyfingunni um trúverðugleika en til stjórnmálamanna. Að lokum langar mig til að vita hvað fréttamenn hafa langt minni? Ef að meira en ár er liðið frá axarsköftunum, er þá allt gleymt? Höfundur hefur starfað í verkalýðshreyfingunni í tæpa fimmtíu áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í samfélagi þar sem exelskjölin ráða meiru en hinn mannlegi þáttur í þjónustu og starfsmannahaldi, er algengt að þegar gerð er krafa um sparnað og hagræðingu, þá byrja menn við gólflistana og eldhúsvakinn. Fyrst eru boðin út störf við ræstingu næst eru það svo þvottahúsin og mötuneytin. Liðurinn ,,aðkeypt þjónusta” lítur víst mun betur út í bókhaldi en laun og starfsmannakostnaður. Oftar ekki eru þetta opinberar stofnanir, ríki og sveitarfélög eða stofnanir reknar fyrir almannafé. Þetta eru grunnskólar, sjúrkastofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili og önnur Þjónusta við viðkvæma hópa, börn, aldraða og sjúka. Nýjasta dæmið eru Grundarheimilin, þar eru það starfsmenn við ræstingu og í þvottahúsi. Eðlilega hefur þessum uppsögnum verið mótmælt af stéttarfélagi þeirra starfsmanna sem þeir tilheyra. Þarna er um að ræða starfsmenn, sem margir hafa langa starfsreynslu, um 80% þeirra eru konur. Laun flestra starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningum hjá ríki og sveitarfélögum eru lág, þeim fylgja þó ríkulegri réttindi en á almennum markaði. Veikindaréttur er lengri, réttur til orlofs er lengri og hjá sveitarfélögunum er meiri vernd gegn uppsögnum en bæði hjá ríkinu og á almenna markaðnum. Einhver dæmi eru um að störf sem boðin hafa verið út hafa aftur ratað inn í rekstur stofnana vegna þess að t.d. í skólum kemur það betur út að þeir starfsmenn sem annast ræstingu séu einnig með fleiri skyldur en s.s. gangvörslu, frímínútnagæslu og fleira. Séu hluti af starfsliðinu og starfi með öðrum á starfstíma skólans. Það sem sérstaklega vakti athygli mína á dögunum þegar fréttir bárust af uppsögnum starfsmanna Grundarheimilanna var tvennt. Annað var að bæjarstjórinn í Hveragerði fór á fund forsvarsmanna fyrirtækisins til að mótmæla uppsögnunum. En Hveragerðisbær bauð út allar ræstingar hjá sveitarfélaginu fyrir rúmum tveimur árum og samdi við fyrirtækið Daga um að annast verkið. Það var að vísu Aldís Hafsteinsdóttir sem stóð í þeim breytingum, en varla hefur sá gjörningur verið gott veganesti fyrir Geir Sveinsson í viðræður við forsvarsmenn Grundar. Hitt var hinn falski tónn Sólveirar Önnu Jónsdóttur. Hver hlustar á formann Eflingar mótmæla eigin aðferðafræði? Fyrir hálfu öðru ári fóru fram þær ömurlegustu athafnir sem nokkur forysta í stéttarfélagi hefur staðið fyrir, þegar formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta stéttarfélags í landinu sagði upp öllu starfsfólki félagsins. Um var að ræða hópuppsögn í skilningi þeirra laga sem um þannig gjörninga fjalla. Starfsfólkið fékk bréf frá lögmanni úti í bæ og uppsagnirnar tóku gildi þann 1. maí. Trúnaðarmenn fengu líka reisupassann. Allir forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem hafa einhverja samvisku og siðgæðisvitund mótmæltu þessu framferði. Forseti ASÍ Drífa Snædal fordæmdi þennan gjörning, ásamt öðrum þeim sem láta ekki hagsmunavörslu í eigin valdatafli ráða för. Skorað var á Trúnaðarráð stéttarfélagsins að draga uppsagnirnar til baka. Því var hafnað og sumir ráðsmenn lýstu með stolti yfir fullum stuðningi við foringjann. Það liðu ekki margir mánuðir þangað til Drífa, fyrsta og eina konan í stóli forseta ASÍ dróg sig í hlé og sagði af sér, gat ekki lengur látið beita sig vægðarlausu ofbeldi og skoðanakúgun. Þingi ASÍ var hleypt upp og stórforingjarnir hlupu út og þeirra helstu stuðningsmenn á eftir. Þingheimur sat eftir í forundran, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þetta framferði forystufólks sem að eigin mati er hafið yfir lög og reglur, þó það sé jafnvel dæmt fyrir sakir sem alla jafna er lýst á hendur vondum atvinnurekendum, er að mínu mati ekki boðlegt í starfi fjöldahreyfingar eins og ASÍ, eða í forystu stærstu séttarfélaga landsins. Lög um uppsagnir eru no.19/1979 og hópuppsagnir hafa frá því lög voru sett um þær árið 2000 oftast vakið upp mikil mótmæli, þegar þeim er beitt. Ólöglegar uppsagnir trúnaðarmanna einnig. Aldrei hef ég heyrt af fyrirtæki sem rekur allt starfsfólk, tugi manna, afþvíbara. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig formaður Eflingar, getur samvisku sinnar vegna staðið í stafni þessara mótmæla gegn Grundarheimilunum og að mínu mati er Trúnaðarráð Eflingar ekki marktækt í þessu máli. Hinn falski tónn Samúð mín liggur hjá þeim starfsmönnum sem fyrir uppsögnunum verða og eiga í raun ekki trúverðuga málsvara hvorki í stéttarfélaginu sínu eða stjórnendum sveitarfélagsins sem þeir búa í. Á sama hátt átti starfsfólkið sem Sólveig Anna rak af eigin skrifstofu ekki málsvara í stéttarféalginu og trúnarðarmaðurinn sem hún rak og var félagsmaður í VR, fékk ekki afdráttarlausan stuðning frá formanni VR. Taldi VR formaðurinn sig þurfa að hafa Sólveigu Önnu góða í sínu valdatafli? Sólveig Anna Jónsdóttir virðist telja sig þess umkomna að segja fólki til um hvaða skoðanir það má hafa og sagði nýlega í allt öðru samhengi á mbl.is, talaði þá til Bjarna Jónssonar þingmanns: „Fullorðið fólk á að gæta þess að hafa ekki ósamræmanlegar skoðanir. Sérstaklega fullorðið fólk sem heldur að það eigi erindi í stjórnmál.“ Ég geri enn ríkari kröfur til forystufólks í verkalýðshreyfingunni um trúverðugleika en til stjórnmálamanna. Að lokum langar mig til að vita hvað fréttamenn hafa langt minni? Ef að meira en ár er liðið frá axarsköftunum, er þá allt gleymt? Höfundur hefur starfað í verkalýðshreyfingunni í tæpa fimmtíu áratugi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun