Vilja hefna í kvöld: „Frammistaða okkar þarf að vera í takt við markmiðin“ Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2023 10:31 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur á móti Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Åge Hareide, þjálfari Íslands, telur þá leikmenn sem sneru aftur í leikmannahóp liðsins fyrir yfirstandandi verkefni gefa liðinu forskot í leiknum gegn Lúxemborg í kvöld. Íslenska landsliðið á harma að hefna í leiknum gegn Lúxemborg eftir afar dapra frammistöðu og svekkjandi 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Möguleikinn á 2.sæti riðilsins er enn til staðar fyrir Ísland sem mun þó þurfa sex stig og tvo sigra úr þessum tveimur leikjum sínum í yfirstandandi landsleikjaglugga. „Við þurfum að vera klárir í erfiðan leik á móti Lúxemborg,“ segir Åge Hareide. „Í fyrri leiknum okkar gegn þeim, úti í Lúxemborg, var spilamennska okkar undir pari. Við vorum óheppnir að lenda strax einu marki undir í upphafi leiks og eftir það tók stressið yfir. Við þurfum bara að halda áfram okkar vinnu með liðið. Halda áfram að bæta framlagið sem við leggjum í hvert einasta verkefni. Fyrir þennan tiltekna leik gegn Lúxemborg höfum við verið að endurheimta sterka leikmenn. Sverrir Ingi er mættur aftur, Arnór Sigurðsson líka. Það gefur okkur forskot í þessum leik tel ég.“ Klippa: Viðtal við Hareide fyrir stórleik kvöldsins Fyrir leik kvöldsins situr Ísland í fimmta sæti J-riðils með sex stig, fjórum stigum á eftir Lúxemborg sem er í þriðja sæti riðilsins með tíu stig. Sigur í kvöld færir okkur einu stigi frá þeim og gæti bilið niður í Slóvakíu, sem situr í öðru sætinu mikilvæga, verið komin niður í fjögur stig eftir kvöldið. Slóvakar eiga í kvöld fyrir höndum erfiðan leik gegn toppliði Portúgal sem hefur ekki stigið feilspor hingað til í undankeppninni. Staðan í J-riðli fyrir leiki kvöldsins.Vísir/Skjáskot Þessi fyrri leikur gegn Lúxemborg og frammistaðan þar. Snýst þetta núna um að þið náið að hefna fyrir þau úrslit? Særði það stoltið? „Já klárlega. Við gerðum og mörg mistök í þeim leik. Ef þú gerir mistök á þessu landsliðssviði, þá verður þér refsað. Við erum ekki vélmenni. Við erum manneskjur og það er í eðli okkar að gera mistök af og til. Í kjölfarið leggjum við líka á okkur vinnuna við að svara fyrir þau mistök. Koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Við þurfum að lágmarka þessi mistök. Liðsheildin er okkar helsti styrkleiki. Það sýndum við í leiknum á móti Bosníu hér heima í síðasta landsliðsglugga. Liðið sýndi karakter og mikla vinnusemi út í gegn. Sköpuðum færi og náðum inn sigurmarki undir lokin. Ef við náum að vera þéttir baka til, þá eigum við alltaf möguleika á sigri.“ Endurkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar í íslenska landsliðið hefur verið stóra fréttin í tengslum við þetta tiltekna landsliðsverkefni. Gylfi Þór gæti í kvöld leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Styttra er síðan að Aron Einar lék síðast landsleik en hann kemur þó inn í landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað keppnisleik í nokkra mánuði. Hvaða áhrif hafa þessir tveir leikmenn haft á liðið í þessari keppnisviku? „Mjög mikil áhrif. Þeir hafa báðir gengið í gegnum margt með íslenska landsliðinu. Farið með því á stórmót. Að hafa kost á því að velja svona leikmenn, leikmenn sem búa yfir miklum karakter og gæðum inn á vellinum en einnig góðum mannlegum eiginleikum, er frábært. Þeir geta hjálpað okkar ungu leikmönnum að taka skrefið upp á næsta stig með landsliðinu með því að þeir skilji á hvaða gæðastigi þeirra frammistaða verður að vera á með landsliðinu. Gylfi Þór og Aron Einar hafa gert þetta í vikunni. Þeir hafa verið öflugir á æfingum með okkur og við munum líklegast sjá eitthvað af þeim inn á vellinum í þessum tveimur leikjum sem við eigum fyrir höndum.“ Þannig að þeir gætu komið við sögu í fyrri leiknum gegn Lúxemborg? „Við þurfum að bíða og sjá hvað leikdagurinn ber í skauti sér. Við erum með öflugan leikmannahóp til að velja úr og þurfum ferskar fætur í báðum leikjum.“ Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu í vikunniVísir/Vilhelm Gunnarsson Sverrir Ingi verður fyrirliði gegn Lúxemborg og það þýðir þá að Aron Einar mun ekki byrja leikinn? Hver er staðan á Aroni á þessum tímapunkti? „Staðan er nokkuð góð en hann hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið. Við þurfum því að hugsa vel um hann. Passa upp á að hann meiðist ekki á nýjan leik. Þess vegna verður Sverrir Ingi fyrirliðinn á móti Lúxemborg.“ Og þá sama spurning varðandi Gylfa Þór. Hver er staðan á honum? „Staðan á Gylfa Þór er góð. Hann hefur fengið mínútur inn á vellinum með Lyngby sem hefur þurft að fara varlega í sakirnar með hann því það var langt síðan að Gylfi hafði spilað fótbolta og þegar að það er staðan getur verið auðvelt að meiðast þegar að maður snýr aftur á völlinn. Á þessari stundu líður Gylfa vel. Vonandi getum við gefið honum mínútur í öðrum hvorum leikjanna sem framundan eru.“ Gylfi Þór á æfingu með íslenska landsliðinu í vikunniVísir/Vilhelm Gunnarsson Þessir tveir leikir gegn Lúxemborg annars vegar og Liechtenstein hins vegar. Myndirðu telja það vonbrigði ef niðurstaðan verður ekki tveir sigrar, sex stig, úr þessum leikjum? „Við þurfum fyrst að spila leikina. Við getum alltaf sett okkur markmið um að næla í sex stig og það gerum við. Frammistaða okkar þarf hins vegar að vera í takt við þau markmið. Sér í lagi í fyrri leiknum. Öll einbeiting mín er á leiknum við Lúxemborg núna. Ég veit að ef leikmenn spila á því stigi sem þeir ætlast til af sjálfum sér þá er það nógu gott fyrir okkur.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Íslenska landsliðið á harma að hefna í leiknum gegn Lúxemborg eftir afar dapra frammistöðu og svekkjandi 3-1 tap í fyrri leik liðanna. Möguleikinn á 2.sæti riðilsins er enn til staðar fyrir Ísland sem mun þó þurfa sex stig og tvo sigra úr þessum tveimur leikjum sínum í yfirstandandi landsleikjaglugga. „Við þurfum að vera klárir í erfiðan leik á móti Lúxemborg,“ segir Åge Hareide. „Í fyrri leiknum okkar gegn þeim, úti í Lúxemborg, var spilamennska okkar undir pari. Við vorum óheppnir að lenda strax einu marki undir í upphafi leiks og eftir það tók stressið yfir. Við þurfum bara að halda áfram okkar vinnu með liðið. Halda áfram að bæta framlagið sem við leggjum í hvert einasta verkefni. Fyrir þennan tiltekna leik gegn Lúxemborg höfum við verið að endurheimta sterka leikmenn. Sverrir Ingi er mættur aftur, Arnór Sigurðsson líka. Það gefur okkur forskot í þessum leik tel ég.“ Klippa: Viðtal við Hareide fyrir stórleik kvöldsins Fyrir leik kvöldsins situr Ísland í fimmta sæti J-riðils með sex stig, fjórum stigum á eftir Lúxemborg sem er í þriðja sæti riðilsins með tíu stig. Sigur í kvöld færir okkur einu stigi frá þeim og gæti bilið niður í Slóvakíu, sem situr í öðru sætinu mikilvæga, verið komin niður í fjögur stig eftir kvöldið. Slóvakar eiga í kvöld fyrir höndum erfiðan leik gegn toppliði Portúgal sem hefur ekki stigið feilspor hingað til í undankeppninni. Staðan í J-riðli fyrir leiki kvöldsins.Vísir/Skjáskot Þessi fyrri leikur gegn Lúxemborg og frammistaðan þar. Snýst þetta núna um að þið náið að hefna fyrir þau úrslit? Særði það stoltið? „Já klárlega. Við gerðum og mörg mistök í þeim leik. Ef þú gerir mistök á þessu landsliðssviði, þá verður þér refsað. Við erum ekki vélmenni. Við erum manneskjur og það er í eðli okkar að gera mistök af og til. Í kjölfarið leggjum við líka á okkur vinnuna við að svara fyrir þau mistök. Koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Við þurfum að lágmarka þessi mistök. Liðsheildin er okkar helsti styrkleiki. Það sýndum við í leiknum á móti Bosníu hér heima í síðasta landsliðsglugga. Liðið sýndi karakter og mikla vinnusemi út í gegn. Sköpuðum færi og náðum inn sigurmarki undir lokin. Ef við náum að vera þéttir baka til, þá eigum við alltaf möguleika á sigri.“ Endurkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar í íslenska landsliðið hefur verið stóra fréttin í tengslum við þetta tiltekna landsliðsverkefni. Gylfi Þór gæti í kvöld leikið sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár. Styttra er síðan að Aron Einar lék síðast landsleik en hann kemur þó inn í landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað keppnisleik í nokkra mánuði. Hvaða áhrif hafa þessir tveir leikmenn haft á liðið í þessari keppnisviku? „Mjög mikil áhrif. Þeir hafa báðir gengið í gegnum margt með íslenska landsliðinu. Farið með því á stórmót. Að hafa kost á því að velja svona leikmenn, leikmenn sem búa yfir miklum karakter og gæðum inn á vellinum en einnig góðum mannlegum eiginleikum, er frábært. Þeir geta hjálpað okkar ungu leikmönnum að taka skrefið upp á næsta stig með landsliðinu með því að þeir skilji á hvaða gæðastigi þeirra frammistaða verður að vera á með landsliðinu. Gylfi Þór og Aron Einar hafa gert þetta í vikunni. Þeir hafa verið öflugir á æfingum með okkur og við munum líklegast sjá eitthvað af þeim inn á vellinum í þessum tveimur leikjum sem við eigum fyrir höndum.“ Þannig að þeir gætu komið við sögu í fyrri leiknum gegn Lúxemborg? „Við þurfum að bíða og sjá hvað leikdagurinn ber í skauti sér. Við erum með öflugan leikmannahóp til að velja úr og þurfum ferskar fætur í báðum leikjum.“ Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu í vikunniVísir/Vilhelm Gunnarsson Sverrir Ingi verður fyrirliði gegn Lúxemborg og það þýðir þá að Aron Einar mun ekki byrja leikinn? Hver er staðan á Aroni á þessum tímapunkti? „Staðan er nokkuð góð en hann hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið. Við þurfum því að hugsa vel um hann. Passa upp á að hann meiðist ekki á nýjan leik. Þess vegna verður Sverrir Ingi fyrirliðinn á móti Lúxemborg.“ Og þá sama spurning varðandi Gylfa Þór. Hver er staðan á honum? „Staðan á Gylfa Þór er góð. Hann hefur fengið mínútur inn á vellinum með Lyngby sem hefur þurft að fara varlega í sakirnar með hann því það var langt síðan að Gylfi hafði spilað fótbolta og þegar að það er staðan getur verið auðvelt að meiðast þegar að maður snýr aftur á völlinn. Á þessari stundu líður Gylfa vel. Vonandi getum við gefið honum mínútur í öðrum hvorum leikjanna sem framundan eru.“ Gylfi Þór á æfingu með íslenska landsliðinu í vikunniVísir/Vilhelm Gunnarsson Þessir tveir leikir gegn Lúxemborg annars vegar og Liechtenstein hins vegar. Myndirðu telja það vonbrigði ef niðurstaðan verður ekki tveir sigrar, sex stig, úr þessum leikjum? „Við þurfum fyrst að spila leikina. Við getum alltaf sett okkur markmið um að næla í sex stig og það gerum við. Frammistaða okkar þarf hins vegar að vera í takt við þau markmið. Sér í lagi í fyrri leiknum. Öll einbeiting mín er á leiknum við Lúxemborg núna. Ég veit að ef leikmenn spila á því stigi sem þeir ætlast til af sjálfum sér þá er það nógu gott fyrir okkur.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira