Óli Björn segir Covid-aðgerðir hafa gengið of langt Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2023 09:15 Óli Björn var formaður efnahags- og viðskiptanefndar á Covid-tímum. Hann telur að fara þurfi fram risauppgjör vegna aðgerða yfirvalda vegna sóttarinnar. vísir/vilhelm Óli Björn Kárason, fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Frosta Logasonar í viðtalsþætti hans Spjallinu og telur að það verði að fara fram risauppgjör við aðgerðir yfirvalda á Covid-tímum. Óli Björn sat þegar þetta var sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en þar um voru allar aðgerðir dregnar. Hann segist stoltur af því sem gert var en viti jafnframt að það eigi eftir að fara fram uppgjör – risauppgjör – við það hvernig brugðist var við. Hann telur hafa verið gengið of langt. „Það þarf að fara í gegnum það á hvaða lagalega grunni var byggt þegar gripið var til aðgerða til að takmarka athafnafrelsi fyrirtækja, einstaklinga og mannleg samskipti. og þá er ég ekki að tala um kostnaðinn.“ Óli Björn segir það vissulega svo að hann hafi stutt aðgerðir sem farið var í og frumskylda stjórnvalda sé að vernda líf borgara og heilsu þeirra. „En eftir á að hyggja gengu margar aðgerðir alltof langt og ég dreg í efa að það hafi verið lagalegur grunnur fyrir öllum þeim aðgerðum sem gripið var til. Svo geta menn velt því fyrir sér, virkaði stjórnarskráin eða ekki?“ sagði Óli Björn sem telur að uppgjör verði að eiga sér stað, annars lærum við ekkert. „Ef að við þurfum að ganga aftur í gegnum einhvern svona faraldur, sem mér er sagt að sé ekkert ótrúlegt, en ég vona að verði aldrei, þá vona ég minnsta kosti að við munum eftir því sem við gengum í gegnum. Að við munum eftir því að við ákváðum að loka skólum. Jafnvel þegar við vissum að börnum stæði ekki nein, eða mjög takmörkuð hætta af þessari veiru. Að við munum að við sögðum við gamalt fólk; „Nei þú mátt ekki á síðustu dögum þínum eiga samskipti við þína nánustu“. Við gengum alveg ótrúlega langt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Óli Björn sat þegar þetta var sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en þar um voru allar aðgerðir dregnar. Hann segist stoltur af því sem gert var en viti jafnframt að það eigi eftir að fara fram uppgjör – risauppgjör – við það hvernig brugðist var við. Hann telur hafa verið gengið of langt. „Það þarf að fara í gegnum það á hvaða lagalega grunni var byggt þegar gripið var til aðgerða til að takmarka athafnafrelsi fyrirtækja, einstaklinga og mannleg samskipti. og þá er ég ekki að tala um kostnaðinn.“ Óli Björn segir það vissulega svo að hann hafi stutt aðgerðir sem farið var í og frumskylda stjórnvalda sé að vernda líf borgara og heilsu þeirra. „En eftir á að hyggja gengu margar aðgerðir alltof langt og ég dreg í efa að það hafi verið lagalegur grunnur fyrir öllum þeim aðgerðum sem gripið var til. Svo geta menn velt því fyrir sér, virkaði stjórnarskráin eða ekki?“ sagði Óli Björn sem telur að uppgjör verði að eiga sér stað, annars lærum við ekkert. „Ef að við þurfum að ganga aftur í gegnum einhvern svona faraldur, sem mér er sagt að sé ekkert ótrúlegt, en ég vona að verði aldrei, þá vona ég minnsta kosti að við munum eftir því sem við gengum í gegnum. Að við munum eftir því að við ákváðum að loka skólum. Jafnvel þegar við vissum að börnum stæði ekki nein, eða mjög takmörkuð hætta af þessari veiru. Að við munum að við sögðum við gamalt fólk; „Nei þú mátt ekki á síðustu dögum þínum eiga samskipti við þína nánustu“. Við gengum alveg ótrúlega langt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira