Verðmæti týnd ofan í skúffum – átak í söfnun notaðra raftækja Íslenska gámafélagið 13. október 2023 13:20 Árni Freyr Valdimarsson sérfræðingur á útflutnings og hráfnissviði Íslenska gámafélagsins segir okkur Íslendinga langt frá markmiðum okkar um endurvinnslu raftækja og eftirbáta annarra Evrópuþjóða. Einungis 30 - 40% raftækja skila sér í endurvinnslustöðvar hér á landi af þeim 7000 tonnum af raftækjaúrgangi sem fellur til á hverju ári. Á morgun er alþjóðlegur söfnunardagur raftækja og hafa Íslenska gámafélagið og Dropp tekið höndum saman við að safna notuðum raftækjum. „Við viljum fá þessa hluti inn í hringrásarhagkerfið, þarna eru verðmætir málmar eins og kopar, gull, silfur og ál sem miklu umhverfisvænna er að endurvinna en þurfa að grafa þá úr jörðu og einnig plast og fleiri endurvinnanleg efni. Okkur grunar að ofan í skúffum heima liggi gamlir símar, snúrur, tölvur, fjöltengi og allskonar dót, sem betra er að koma í réttan farveg,“ segir Árni Freyr Valdimarsson sérfræðingur á útflutnings- og hráefnasviði hjá Íslenska gámafélaginu. Hann segir okkur Íslendinga langt frá markmiðum okkar um endurvinnslu raftækja og eftirbáta annarra Evrópuþjóða. „Evrópusambandið hefur sett það markmið að ná 65% raftækja aftur inn í hringrásarhagkerfið og hér á landi höfum við einnig sett markmið að ná yfir 65% en erum langt frá því. Við erum sífellt að leita leiða til að hækka þetta hlutfall og er þetta samstarfsverkefni með Dropp því mjög spennandi,“ segir Árni. Átakið fer þannig fram að viðskiptavinir sem eiga von á vörum í heimsendingu með Dropp geta komið smærri raftækjum á starfsmann Dropp endurgjaldslaust. Hafa þarf tækin tilbúin þegar starfsmaður Dropp kemur við og nær verkefnið til smærri raftækja eins og síma, snúra, tölva, hárblásara, USB kubba, sléttujárna, vasareikna, rafretta og hleðslutækja svo eitthvað sé nefnt. Starfsmaður Dropp kemur síðan raftækjunum í vöruhús Dropp og ÍGF sækir þau þangað. Ekki er tekið við stærri tækjum eins og kaffikönnum, þvottavélum og ísskápum en þeim má skila á næstu endurvinnslustöð. „Okkur fannst frábært að nýta ferðirnar sem Dropp er að fara í heimahús. Þau keyra um á rafbílum svo verkefnið er umhverfisvænt. Við prófum þetta í viku og ef þetta gengur vel höldum við þessu mögulega áfram. Átakið er einnig gert til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvað er í skúffunum heima. Það skiptir gríðarlega miklu máli að koma þessu í endurvinnslu og er í sjálfu sér ekki flókið,“ segir Árni. Hvað verður svo um tækin? „Við söfnum raftækjunum saman úr vöruhúsi Dropp, flokkum þau og sendum út til Hollands og Svíþjóðar þar sem þau fara í endurvinnslu. Við hvetjum fólk því til að kíkja í skúffur og skápa, fara yfir jólaseríurnar og safna saman ónothæfum tækjum. Ef þið eigið ekki von á sendingu með Dropp þá er bara að renna með þetta á næstu endurvinnslustöð,“ segir Árni. Umhverfismál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við viljum fá þessa hluti inn í hringrásarhagkerfið, þarna eru verðmætir málmar eins og kopar, gull, silfur og ál sem miklu umhverfisvænna er að endurvinna en þurfa að grafa þá úr jörðu og einnig plast og fleiri endurvinnanleg efni. Okkur grunar að ofan í skúffum heima liggi gamlir símar, snúrur, tölvur, fjöltengi og allskonar dót, sem betra er að koma í réttan farveg,“ segir Árni Freyr Valdimarsson sérfræðingur á útflutnings- og hráefnasviði hjá Íslenska gámafélaginu. Hann segir okkur Íslendinga langt frá markmiðum okkar um endurvinnslu raftækja og eftirbáta annarra Evrópuþjóða. „Evrópusambandið hefur sett það markmið að ná 65% raftækja aftur inn í hringrásarhagkerfið og hér á landi höfum við einnig sett markmið að ná yfir 65% en erum langt frá því. Við erum sífellt að leita leiða til að hækka þetta hlutfall og er þetta samstarfsverkefni með Dropp því mjög spennandi,“ segir Árni. Átakið fer þannig fram að viðskiptavinir sem eiga von á vörum í heimsendingu með Dropp geta komið smærri raftækjum á starfsmann Dropp endurgjaldslaust. Hafa þarf tækin tilbúin þegar starfsmaður Dropp kemur við og nær verkefnið til smærri raftækja eins og síma, snúra, tölva, hárblásara, USB kubba, sléttujárna, vasareikna, rafretta og hleðslutækja svo eitthvað sé nefnt. Starfsmaður Dropp kemur síðan raftækjunum í vöruhús Dropp og ÍGF sækir þau þangað. Ekki er tekið við stærri tækjum eins og kaffikönnum, þvottavélum og ísskápum en þeim má skila á næstu endurvinnslustöð. „Okkur fannst frábært að nýta ferðirnar sem Dropp er að fara í heimahús. Þau keyra um á rafbílum svo verkefnið er umhverfisvænt. Við prófum þetta í viku og ef þetta gengur vel höldum við þessu mögulega áfram. Átakið er einnig gert til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvað er í skúffunum heima. Það skiptir gríðarlega miklu máli að koma þessu í endurvinnslu og er í sjálfu sér ekki flókið,“ segir Árni. Hvað verður svo um tækin? „Við söfnum raftækjunum saman úr vöruhúsi Dropp, flokkum þau og sendum út til Hollands og Svíþjóðar þar sem þau fara í endurvinnslu. Við hvetjum fólk því til að kíkja í skúffur og skápa, fara yfir jólaseríurnar og safna saman ónothæfum tækjum. Ef þið eigið ekki von á sendingu með Dropp þá er bara að renna með þetta á næstu endurvinnslustöð,“ segir Árni.
Umhverfismál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira