„Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2023 11:12 Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í þingsal í morgun. Hann var klár í að svara fyrirspurnum en ekki kom til þess að stjórnarandstaðan hefði neinar spurningar fram að færa, hún leit svo á að hann hefði ekkert að segja um fjármál til framtíðar. Vísir/Vilhelm Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust um 10:30 í dag. Til svara voru mætt þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni boðaði til blaðamannafundar á þriðjudagsmorgun og tilkynnti um þá ákvörðun sína að hann myndi stíga til hliðar. Var það í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem taldi Bjarna vanhæfan til að hafa yfirumsjá má sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Var það eftir að í ljós kom að faðir hans, Benedikt Sveinsson, var meðal kaupenda. Bjarni sagðist ósammála forsendum umboðsmanns en sagði að hann virti álitið, Sjálfstæðisflokkurinn virti stofnanir ríkisins. Bjarni hlaut lof fyrir framgöngu sína en þegar spurðist að hann ætlaði líklega að hafa stólaskipti fór fljótlega að falla á engilinn að minnsta kosti í huga stjórnarandstöðuþingmanna. Líklega að fara í utanríkismálin Ljóst er að þungt hljóðið var í stjórnarandstöðunni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn hóf leikinn og sagði að landsmenn hafi fylgst með afsögn Bjarna en svo hafi fljótlega komið í ljós að ekki var um neina afsögn að ræða heldur biði hans annar ráðherrastóll. „Sólarhringsauðmýktinni var lokið,“ sagði Þorbjörg Sigríður: Lærdómurinn ætlaði að verða sá að fjármálaráðherra ætlaði bara að verða utanríkisráðherra. Og síðan stigu þeir hver af öðrum upp í ræðupúltið og lýstu yfir furðu sinni á stöðu mála. Björn Leví Gunnarsson sagði að þrír ráðherrar ættu að sitja fyrir svörum en hann sæi bara tvo. Birgir Ármannsson forseti Alþings áréttaði að þrír ráðherrar væru mættir. Halldóra Mogensen Pírötum var meðal fjölmargra stjórnarandstöðuþingmanna sé steig í pontu og taldi sig ekki eiga neitt vantalað við mann sem hefði ekkert um fjármál ríkisins að segja til framtíðar.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins sagði ráðherra hafa ákveðið að axla ábyrgð en svo tæki ráðherrakapall við. „Hann væri maður meiri ef hann axlaði ábyrgð og stigi skrefið til fulls“. Andrés Ingi Jónsson Pírötum hafði það til marks um verkleysi ríkisstjórnarinnar að hversu langan tíma það tæki að fylla sæti fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni á að vera hættur Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki virtist í essinu sínu og sagði að þeim í Sjálfstæðisflokknum, „og ég held ríkisstjórnarflokkunum, líður ágætlega þessa dagana.“ Jón sagði þá sátta við það hvernig Bjarni hafi brugðist við áliti sem þó væri umdeilanlegt „en það er með ólíkindum að fylgjast með vanlíðan stjórnarandstöðunnar í þessu máli og ber þess merki hversu grunnur málflutningur hennar er. Hann sagði að það verði gerðar breytingar í ríkisstjórninni, það liggur fyrir. En þeir vandi skrefið í því sem öðru sem þeir gera. Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega og menn væru bara svekktir að sjá hversu sterkum fótum ríkisstjórnin stendur.Aðsend Halldóra Mogensen Pírötum sagði það fyrir öllu að Sjálfstæðismönnum liði vel. Hún sagði að henni liði ekki illa, þetta væri bara svo vandræðalegt hversu grunn pólitík Sjálfstæðisflokksins væri. „Um hvað á ég að spyrja fjármálaráðherra? Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna? Hverju á hann að svara?“ Halldóra hafði þetta til marks um óheiðarleika Sjálfstæðismanna sem svo græfi undan lýðræðinu. Og þannig gekk karp um það hvað Bjarni væri að gera þarna sem fjármálaráðherra lengi vel. Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega. Hér er einstaklingur sem sé enn að sinna starfi sínu og eðilegt að hann sé til staðar og standi fyrir svörum. „Stjórnarandstaðan er svekkt þegar hún sér hversu sterkum fótum ríkisstjórn stendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Tengdar fréttir Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust um 10:30 í dag. Til svara voru mætt þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni boðaði til blaðamannafundar á þriðjudagsmorgun og tilkynnti um þá ákvörðun sína að hann myndi stíga til hliðar. Var það í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem taldi Bjarna vanhæfan til að hafa yfirumsjá má sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Var það eftir að í ljós kom að faðir hans, Benedikt Sveinsson, var meðal kaupenda. Bjarni sagðist ósammála forsendum umboðsmanns en sagði að hann virti álitið, Sjálfstæðisflokkurinn virti stofnanir ríkisins. Bjarni hlaut lof fyrir framgöngu sína en þegar spurðist að hann ætlaði líklega að hafa stólaskipti fór fljótlega að falla á engilinn að minnsta kosti í huga stjórnarandstöðuþingmanna. Líklega að fara í utanríkismálin Ljóst er að þungt hljóðið var í stjórnarandstöðunni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn hóf leikinn og sagði að landsmenn hafi fylgst með afsögn Bjarna en svo hafi fljótlega komið í ljós að ekki var um neina afsögn að ræða heldur biði hans annar ráðherrastóll. „Sólarhringsauðmýktinni var lokið,“ sagði Þorbjörg Sigríður: Lærdómurinn ætlaði að verða sá að fjármálaráðherra ætlaði bara að verða utanríkisráðherra. Og síðan stigu þeir hver af öðrum upp í ræðupúltið og lýstu yfir furðu sinni á stöðu mála. Björn Leví Gunnarsson sagði að þrír ráðherrar ættu að sitja fyrir svörum en hann sæi bara tvo. Birgir Ármannsson forseti Alþings áréttaði að þrír ráðherrar væru mættir. Halldóra Mogensen Pírötum var meðal fjölmargra stjórnarandstöðuþingmanna sé steig í pontu og taldi sig ekki eiga neitt vantalað við mann sem hefði ekkert um fjármál ríkisins að segja til framtíðar.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins sagði ráðherra hafa ákveðið að axla ábyrgð en svo tæki ráðherrakapall við. „Hann væri maður meiri ef hann axlaði ábyrgð og stigi skrefið til fulls“. Andrés Ingi Jónsson Pírötum hafði það til marks um verkleysi ríkisstjórnarinnar að hversu langan tíma það tæki að fylla sæti fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni á að vera hættur Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki virtist í essinu sínu og sagði að þeim í Sjálfstæðisflokknum, „og ég held ríkisstjórnarflokkunum, líður ágætlega þessa dagana.“ Jón sagði þá sátta við það hvernig Bjarni hafi brugðist við áliti sem þó væri umdeilanlegt „en það er með ólíkindum að fylgjast með vanlíðan stjórnarandstöðunnar í þessu máli og ber þess merki hversu grunnur málflutningur hennar er. Hann sagði að það verði gerðar breytingar í ríkisstjórninni, það liggur fyrir. En þeir vandi skrefið í því sem öðru sem þeir gera. Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega og menn væru bara svekktir að sjá hversu sterkum fótum ríkisstjórnin stendur.Aðsend Halldóra Mogensen Pírötum sagði það fyrir öllu að Sjálfstæðismönnum liði vel. Hún sagði að henni liði ekki illa, þetta væri bara svo vandræðalegt hversu grunn pólitík Sjálfstæðisflokksins væri. „Um hvað á ég að spyrja fjármálaráðherra? Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna? Hverju á hann að svara?“ Halldóra hafði þetta til marks um óheiðarleika Sjálfstæðismanna sem svo græfi undan lýðræðinu. Og þannig gekk karp um það hvað Bjarni væri að gera þarna sem fjármálaráðherra lengi vel. Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sagði umræðuna ótrúlega. Hér er einstaklingur sem sé enn að sinna starfi sínu og eðilegt að hann sé til staðar og standi fyrir svörum. „Stjórnarandstaðan er svekkt þegar hún sér hversu sterkum fótum ríkisstjórn stendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Tengdar fréttir Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23
Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57