„Svona gerir maður ekki, mamma“ Boði Logason skrifar 11. október 2023 15:19 Mæðginin Elísabet Jökulsdóttir og Garpur I. Elísabetarson fara um víðan völl í spjalli sínu. Myndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær. Vísir Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. Stuttmyndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær en hún fjallar um ungan dreng sem á geðveika móður. Myndin er eftir Garp og byggir að hluta til á æsku hans og hvernig hann upplifði geðsjúkdóm móður sinnar. Horfa má á viðtal Garps við móður sína hér fyrir neðan: Klippa: Garpur talar við mömmu sína, geðsjúklinginn Keyrði Hvalfjörðinn fram og til baka Elísabet hefur talað opinskátt um baráttu sína við geðsjúkdóm í gegnum tíðina og er spjall þeir mæðgina ansi einlægt. Þau hafa alla tíð talað mjög opinskátt um veikindin. „Ég man þegar ég var 12 ára þá fórst þú á geðdeild og ég fór upp í sveit og þá var okkur sagt að þú værir veik, ég hélt að þú værir bara með kvef.“ Elísabet segist muna eftir öllu þegar hún var í maníu og hafi skammast sín þegar af henni var runnið, ef svo má orða það. Hún lýsir ýmsum uppákomum, til dæmis keyrði hún Hvalfjörðinn fram og til baka í einn og hálfan sólarhring vegna þess að Guð gaf henni þau tilmæli. Óttar Kjerulf Þorvarðarson leikur litla strákinn í myndinni.Aðsend „Svona gerir maður ekki, mamma“ Elísabet segir að hún megi þakka fyrir að vera enn á lífi eftir allar maníurnar sem hún hefur farið í. „Þetta eyðilagði næstum því samband mitt við börnin mín, traustið fór og það fór allt til fjandans. Mér þykir líka vænt um þær, ég gerði marga ótrúlega hluti og fallega hluti.“ Eins og hvað? „Eins og að búa til skip og boða heimsendi í Hagaskóla,“ segir hún glettin. Myndin var tekin upp árið 2022 í Reykjavík. Aðsend Klædd eins og trúður og labbaði eins og mörgæs Garpur og tvíburabróðir hans, Jökull, upplifðu ansi skrautlegar hliðar á móður sinni þegar þeir voru í grunnskóla. Einn daginn hafi Elísabet birst stífmáluð eins og trúður og með pípuhatt. „Þú labbaðir um eins og mörgæs eða Chaplin. Ég man að við skömmuðust okkar ekki, heldur hugsuðum við meira „Jesús, mamma“ - okkur langaði að skamma þig og segja „svona gerir maður ekki,“ útskýrir Garpur. Elísabet segir að þó Garpur segist ekki hafa tekið hegðun móður sinnar inn á sig í æsku, sé birtingamyndin önnur í stuttmyndinni. „Samkvæmt myndinni þá held ég að þú hafir ekki hugsað léttvægt um þetta, því þarna er einmana og ringlaður strákur á ferð, aleinn á gangi sem boðar örvæntingu. Hann veit ekki hvert hann, eða heimurinn, er að stefna. Þess vegna brá mér þegar ég sá þessa mynd. Ég var ekki bara skemmtileg kona með geðsjúkdóm, heldur var þetta mjög alvarlegt. Synir mínir misstu jörðina undan sér, vissu ekki hvað var hvað og hvenær var manía eða hvað var manía.“ Stuttmyndina Mamma mín, geðsjúklingurinn má nálgast á Stöð 2+. Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer með annað af tveimur aðalhlutverkunum í myndinni. Aðsend Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Hveragerði Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Stuttmyndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær en hún fjallar um ungan dreng sem á geðveika móður. Myndin er eftir Garp og byggir að hluta til á æsku hans og hvernig hann upplifði geðsjúkdóm móður sinnar. Horfa má á viðtal Garps við móður sína hér fyrir neðan: Klippa: Garpur talar við mömmu sína, geðsjúklinginn Keyrði Hvalfjörðinn fram og til baka Elísabet hefur talað opinskátt um baráttu sína við geðsjúkdóm í gegnum tíðina og er spjall þeir mæðgina ansi einlægt. Þau hafa alla tíð talað mjög opinskátt um veikindin. „Ég man þegar ég var 12 ára þá fórst þú á geðdeild og ég fór upp í sveit og þá var okkur sagt að þú værir veik, ég hélt að þú værir bara með kvef.“ Elísabet segist muna eftir öllu þegar hún var í maníu og hafi skammast sín þegar af henni var runnið, ef svo má orða það. Hún lýsir ýmsum uppákomum, til dæmis keyrði hún Hvalfjörðinn fram og til baka í einn og hálfan sólarhring vegna þess að Guð gaf henni þau tilmæli. Óttar Kjerulf Þorvarðarson leikur litla strákinn í myndinni.Aðsend „Svona gerir maður ekki, mamma“ Elísabet segir að hún megi þakka fyrir að vera enn á lífi eftir allar maníurnar sem hún hefur farið í. „Þetta eyðilagði næstum því samband mitt við börnin mín, traustið fór og það fór allt til fjandans. Mér þykir líka vænt um þær, ég gerði marga ótrúlega hluti og fallega hluti.“ Eins og hvað? „Eins og að búa til skip og boða heimsendi í Hagaskóla,“ segir hún glettin. Myndin var tekin upp árið 2022 í Reykjavík. Aðsend Klædd eins og trúður og labbaði eins og mörgæs Garpur og tvíburabróðir hans, Jökull, upplifðu ansi skrautlegar hliðar á móður sinni þegar þeir voru í grunnskóla. Einn daginn hafi Elísabet birst stífmáluð eins og trúður og með pípuhatt. „Þú labbaðir um eins og mörgæs eða Chaplin. Ég man að við skömmuðust okkar ekki, heldur hugsuðum við meira „Jesús, mamma“ - okkur langaði að skamma þig og segja „svona gerir maður ekki,“ útskýrir Garpur. Elísabet segir að þó Garpur segist ekki hafa tekið hegðun móður sinnar inn á sig í æsku, sé birtingamyndin önnur í stuttmyndinni. „Samkvæmt myndinni þá held ég að þú hafir ekki hugsað léttvægt um þetta, því þarna er einmana og ringlaður strákur á ferð, aleinn á gangi sem boðar örvæntingu. Hann veit ekki hvert hann, eða heimurinn, er að stefna. Þess vegna brá mér þegar ég sá þessa mynd. Ég var ekki bara skemmtileg kona með geðsjúkdóm, heldur var þetta mjög alvarlegt. Synir mínir misstu jörðina undan sér, vissu ekki hvað var hvað og hvenær var manía eða hvað var manía.“ Stuttmyndina Mamma mín, geðsjúklingurinn má nálgast á Stöð 2+. Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer með annað af tveimur aðalhlutverkunum í myndinni. Aðsend
Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Hveragerði Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira