Á ríkið að vera stærsti ellilífeyrisþeginn? Ásgerður Pálsdóttir skrifar 11. október 2023 11:32 Þegar ég var ung var ellin svo órafjarri , reyndar voru allir yfir þrítugt gamlir í mínum augum. Og fólk yfir sjötugt hlyti að vera best geymt í kirkjugarðinum. Svo leið tíminn á örskotshraða og nú er ég fyrir löngu í komin í þennan stóran og ört stækkandi hóp eldra fólks og er enn lifandi. Ungu fólki þykir þykir það ekki spennandi tilhugsun að eldast en önnur leið til langlífis er víst ekki til. Flestir leiða ekki hugann að því hvað bíður þegar eftirlaunaaldurinn nálgast og margir vakna upp við vondan draum. Samspil réttinda úr lífeyrissjóðum og skerðinga í almannatryggingakerfinu eru þess valdandi að margir verða fyrir miklu tekjufalli. Það er gott að eldast heitir verkefni sem er nú unnið að á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Þetta er metnaðarfullt og brýnt verkefni. Í kynningu á verkefninu sagði félagsmálaráðherra að hann vildi vinna að því að fólk á öllum aldri hefði tækifæri til að vera virkt í leik og starfi. Það hlýtur að merkja það að eldra fólk hafi möguleika á að taka þátt í samfélaginu og geti veitt sér meiri lífsgæði en eiga rétt til hnífs og skeiðar - og kannski tæplega það. Það er gott að eldast, ef fólk heldur heilsu og getur notið lífsgæða ekki aðeins skrimt . Eftirlaunafólk stór hópur og ekki einsleitur Það eru talsvert margir í hópi eldra fólks sem býr við óásættanleg kjör, sem fara síversnandi í stjórnlausri verðbólgu. Það er nefnilega þannig að þótt tekjuhæstu hópar eldra fólks búi við góð kjör þá eru aðrir hópar illa settir og kjör þeirra fara versnandi eins og annarra lágtekjuhópa. Tryggingastofnun ríkisins í umboði íslenkra stjórnvalda hefur farið fram með miklar skerðingar vegna greiðslna til fólks úr lífeyrissjóðum, löngu áður en almennir launþegar hafa greitt fulla starfsævi til síns lífeyrissjóðs. Þarna er um stórt gat að ræða, því enn eru tíu til fimmtán ár þar til fólk sem greiðir í almenna lífeyrissjóði fái fullan lífeyri út úr þeim. Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú rúmar 315 þúsund á mánuði. Í þeim hópi eru m.a. konur sem fóru seint út á vinnumarkaðinn vegna umönnunar barna og heimila, eða unnu hlutastörf og í mörgum tilfellum við slítandi störf á lágum launum. Það eru fleiri sem af öðrum orsökum fá litlar sem engar greiðslur frá lífeyrissjóðum. Þar er ég meðal annars að tala um fólk sem var með skerta starfsgetu stóran hluta af starfsævi sinni. Og segjum nú svo að fólk hafi getað unnið sér inn einhver lífeyrisréttindi, þá verður ellilífeyrir frá TR skertur um 45% ef greiðsla frá lífeyrissjóði er meira en 25 þúsund krónur á mánuði. Ríkið tekur hitt til sín í formi skatta og skerðinga. Þetta er auðvitað alveg galið. Á ríkið að vera stærsti ellilífeyrisþeginn? Þegar almennu lífeyrissjóðunum var komið á fót í tengslum við kjarasamninga árið 1969 var það ábyggilega ekki hugsun þeirra sem að því stóðu að greiðslur úr lífeyrissjóðum yrðu skertar svo af ríkisvaldinu að ríkið sjálft yrði stærsti lífeyrisþeginn. Ég held ekki. Fulltrúar Landssambands eldri borgara hafa rætt við stjórnvöld undanfarin ár og reynt að ná eyrum þeirra. Þeim hefur svo sem verið vel tekið en ekkert hefur verið gert með þeirra erindi. Þau hafa jafnvel fengið þau viðbrögð að margt eldra fólk hefði það bara gott. Það er alveg rétt og því skyldi það ekki vera? Þessar tugþúsundir sem skilgreind eru sem eftirlaunafólk er alls ekki einsleitur hópur og langt í frá. Enda eru þar allir þjóðfélagshópar, ellin sækir alla jafnt heim, sem á annað borð lifa svo lengi. En ég er hér ekki að tala um þann hóp sem fær góðar lífeyrissjóðsgreiðslur, og /eða fjármagnstekjur og þarf ekki á lífeyri frá TR að halda. Fólkið sem fær yfir sjö hundruð þúsund á mánuði úr lífeyrissjóðum. Ég er ekki að tala um þann hóp. Ég er að tala um það fólk sem er verst sett og hafa lágan eða engan lífeyri frá lífeyrissjóðum og verða að lifa af á greiðslum frá TR sem eru nú tugþúsundum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Það þarf sértækar aðferðir til fyrir þann hóp sem er verst settur Í stefnumörkun Landssambands eldri borgara á landsfundi í Borgarnesi 9. maí 2023 var þetta samþykkt: Landssamband eldri borgara leggur til sértækar aðgerðir fyrir það eftirlaunafólk sem er verst sett. Þær eru eftirfarandi: Sérstakt skattþrep eða hækkun persónuafsláttar; Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði; Sérstök uppbót til þeirra sem hafa minnstar tekjurnar. Það er stór hópur okkar félaga sem myndi fá hag sinn bættan með einhverri eða öllum þessum aðgerðum. Minni skerðingar upphæða, hækkun á persónuafslætti og lækkun skattprósentu neðsta skattþreps eru í raun þrjár leiðir að sama markmiði. Við, sem í umtali heitum ýmist eldra fólk, eldri borgarar, fráflæðisvandi eða bara einhverskonar vandi, við eigum betra skilið en vera hunsuð af stjórnvöldum. Við viljum að á okkur sé hlustað og mark tekið á því sem við höfum fram að færa. Mér finnst það tímabært. Hvað finnst ykkur ? Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var ung var ellin svo órafjarri , reyndar voru allir yfir þrítugt gamlir í mínum augum. Og fólk yfir sjötugt hlyti að vera best geymt í kirkjugarðinum. Svo leið tíminn á örskotshraða og nú er ég fyrir löngu í komin í þennan stóran og ört stækkandi hóp eldra fólks og er enn lifandi. Ungu fólki þykir þykir það ekki spennandi tilhugsun að eldast en önnur leið til langlífis er víst ekki til. Flestir leiða ekki hugann að því hvað bíður þegar eftirlaunaaldurinn nálgast og margir vakna upp við vondan draum. Samspil réttinda úr lífeyrissjóðum og skerðinga í almannatryggingakerfinu eru þess valdandi að margir verða fyrir miklu tekjufalli. Það er gott að eldast heitir verkefni sem er nú unnið að á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Þetta er metnaðarfullt og brýnt verkefni. Í kynningu á verkefninu sagði félagsmálaráðherra að hann vildi vinna að því að fólk á öllum aldri hefði tækifæri til að vera virkt í leik og starfi. Það hlýtur að merkja það að eldra fólk hafi möguleika á að taka þátt í samfélaginu og geti veitt sér meiri lífsgæði en eiga rétt til hnífs og skeiðar - og kannski tæplega það. Það er gott að eldast, ef fólk heldur heilsu og getur notið lífsgæða ekki aðeins skrimt . Eftirlaunafólk stór hópur og ekki einsleitur Það eru talsvert margir í hópi eldra fólks sem býr við óásættanleg kjör, sem fara síversnandi í stjórnlausri verðbólgu. Það er nefnilega þannig að þótt tekjuhæstu hópar eldra fólks búi við góð kjör þá eru aðrir hópar illa settir og kjör þeirra fara versnandi eins og annarra lágtekjuhópa. Tryggingastofnun ríkisins í umboði íslenkra stjórnvalda hefur farið fram með miklar skerðingar vegna greiðslna til fólks úr lífeyrissjóðum, löngu áður en almennir launþegar hafa greitt fulla starfsævi til síns lífeyrissjóðs. Þarna er um stórt gat að ræða, því enn eru tíu til fimmtán ár þar til fólk sem greiðir í almenna lífeyrissjóði fái fullan lífeyri út úr þeim. Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú rúmar 315 þúsund á mánuði. Í þeim hópi eru m.a. konur sem fóru seint út á vinnumarkaðinn vegna umönnunar barna og heimila, eða unnu hlutastörf og í mörgum tilfellum við slítandi störf á lágum launum. Það eru fleiri sem af öðrum orsökum fá litlar sem engar greiðslur frá lífeyrissjóðum. Þar er ég meðal annars að tala um fólk sem var með skerta starfsgetu stóran hluta af starfsævi sinni. Og segjum nú svo að fólk hafi getað unnið sér inn einhver lífeyrisréttindi, þá verður ellilífeyrir frá TR skertur um 45% ef greiðsla frá lífeyrissjóði er meira en 25 þúsund krónur á mánuði. Ríkið tekur hitt til sín í formi skatta og skerðinga. Þetta er auðvitað alveg galið. Á ríkið að vera stærsti ellilífeyrisþeginn? Þegar almennu lífeyrissjóðunum var komið á fót í tengslum við kjarasamninga árið 1969 var það ábyggilega ekki hugsun þeirra sem að því stóðu að greiðslur úr lífeyrissjóðum yrðu skertar svo af ríkisvaldinu að ríkið sjálft yrði stærsti lífeyrisþeginn. Ég held ekki. Fulltrúar Landssambands eldri borgara hafa rætt við stjórnvöld undanfarin ár og reynt að ná eyrum þeirra. Þeim hefur svo sem verið vel tekið en ekkert hefur verið gert með þeirra erindi. Þau hafa jafnvel fengið þau viðbrögð að margt eldra fólk hefði það bara gott. Það er alveg rétt og því skyldi það ekki vera? Þessar tugþúsundir sem skilgreind eru sem eftirlaunafólk er alls ekki einsleitur hópur og langt í frá. Enda eru þar allir þjóðfélagshópar, ellin sækir alla jafnt heim, sem á annað borð lifa svo lengi. En ég er hér ekki að tala um þann hóp sem fær góðar lífeyrissjóðsgreiðslur, og /eða fjármagnstekjur og þarf ekki á lífeyri frá TR að halda. Fólkið sem fær yfir sjö hundruð þúsund á mánuði úr lífeyrissjóðum. Ég er ekki að tala um þann hóp. Ég er að tala um það fólk sem er verst sett og hafa lágan eða engan lífeyri frá lífeyrissjóðum og verða að lifa af á greiðslum frá TR sem eru nú tugþúsundum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Það þarf sértækar aðferðir til fyrir þann hóp sem er verst settur Í stefnumörkun Landssambands eldri borgara á landsfundi í Borgarnesi 9. maí 2023 var þetta samþykkt: Landssamband eldri borgara leggur til sértækar aðgerðir fyrir það eftirlaunafólk sem er verst sett. Þær eru eftirfarandi: Sérstakt skattþrep eða hækkun persónuafsláttar; Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði; Sérstök uppbót til þeirra sem hafa minnstar tekjurnar. Það er stór hópur okkar félaga sem myndi fá hag sinn bættan með einhverri eða öllum þessum aðgerðum. Minni skerðingar upphæða, hækkun á persónuafslætti og lækkun skattprósentu neðsta skattþreps eru í raun þrjár leiðir að sama markmiði. Við, sem í umtali heitum ýmist eldra fólk, eldri borgarar, fráflæðisvandi eða bara einhverskonar vandi, við eigum betra skilið en vera hunsuð af stjórnvöldum. Við viljum að á okkur sé hlustað og mark tekið á því sem við höfum fram að færa. Mér finnst það tímabært. Hvað finnst ykkur ? Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun