Beckham hughreysti Maguire á erfiðri stundu: „Það snerti við mér“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 09:31 David Beckham setti sig í samband við Harry Maguire og hughreysti hann Vísir/Samsett mynd Harry Maguire, landsliðsmaður Englands í fótbolta, segist hafa verið djúpt snortinn þegar að enska fótboltagoðsögnin David Beckham setti sig í samband við hann á dögunum og hughreysti hann. Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“ Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“
Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira