Upplifði að hann myndi aldrei aftur eiga breik í lífinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. október 2023 06:00 Sölvi opinberar eigið hugarástand á erfiðum tímum í bókinni. Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður lýsir stundinni þar sem hann upplifði að hann myndi aldrei eiga breik aftur í lífinu þar sem hann var staddur í Barcelona í Katalóníu árið 2021. Hann segir stundina hafa verið sína erfiðustu frá því hann lagðist inn á geðdeild á Íslandi. Þá ræðir hann þá viðurkenningu sem hann þráði hjá konum. Stundin er ein af þeim sem Sölvi lýsir í bók sinni Skuggar sem kemur út í dag. Þar segir Sölvi frá örlagaríkum tímum í lífi sínu þegar þrjár konur kærðu hann fyrir kynferðisbrot vorið 2021 eftir að hann grét í umtöluðu viðtali í eigin hlaðvarpsþætti. Málin hafa verið felld niður. Í bókinni lýsir Sölvi lífi sínu á hispurslausan hátt og því hvernig hann ferðaðist til Barcelona í Katalóníu, til Mexíkó og Kólumbíu á tímum heimsfaraldurs í uppgjöri við atburðina. Hjólaði burtu frá manni með hafnaboltakylfu Sölvi lýsir því hvernig hann hafi ákveðið að fara til Barcelona eftir að hafa dvalið hjá vinafólki úti í sveit í nokkra daga eftir fjölmiðla- og samfélagsmiðlastorm. „Það er skrítið að ganga inn í flugstöðina í Keflavík eftir að hafa verið í algjörum felum vikuna á undan. Ég óttast enn að teknar verði af mér myndir úr launsátri og er með taugakerfið gjörsamlega utan á mér þarna. Seinna átti ég eftir að geta hlegið að því hvað paranojan var orðin mikil,“ skrifar Sölvi í bók sinni. Hann lýsir því hvernig hann hafi loksins getað náð andanum eftir fyrstu nóttina sína í Barcelona. Sölvi opnar sig upp á gátt í bókinni og lýsir því að hann hafi oft átt erfitt með skap sitt í gegnum tíðina. Taugarnar hafi oft verið þandar í Barcelona og lýsir Sölvi því hvernig hann hafi eitt sinn átt í útistöðum við ökumann í borginni í umferðaröngþveiti. Sjálfur var Sölvi á hjóli. „Vegfarendur og fólk í bílunum í kring horfir á í forundran þegar hann stígur út úr bílnum, en í stað þess að ganga að mér fer hann í skottið og tekur þaðan út hafnaboltakylfu.“ Sölvi segist hafa hjólað í burtu á methraða. Ofan á reiðina hafi bæst við skömm yfir atvikinu í bland við hugsanir um að einhver hafi verið með símann sinn og tekið upp myndband af honum að flýja mann með hafnaboltakylfu á götum Barcelona. Fékk skilaboð um Sölva „Þess í stað kemur nokkrum dögum síðar annars konar umfjöllun um mig í íslenskum fjölmiðlum. Hvorki meira né minna en fimm fjölmiðlar birta þá frétt af því að ég sé að skokka á ströndinni í Barcelona. Íslensk kona hafði tekið myndband af mér í laumi og komið því í umferð.“ Sölvi rifjar upp að fjölmiðlar hafi gert myndbandið að umfjöllunarefni sínu. Á sama tíma hafi hann ekki fengið einustu fyrirspurn um mál sitt, jafnvel þó hann væri með mikið af gögnum undir höndum til að skýra mál sitt. Sölva hafi þarna verið orðið ljóst að róin sem hann hafði verið að reyna að ná væri gufuð upp. Hann rifjar upp að hann hafi fengið skilabð frá vinkonu sinni sem hann hafði kynnst úti í Barcelona. Vinkonan hafi ekkert skilið í skilaboðunum. „Hún sýnir mér símann og í honum eru skilaboð frá konunni sem kærði mig fyrir líkamsárás eftir að ég hringdi sjálfur í lögregluna, og hóf fjölmiðlaumfjöllunina um mig. Í skilaboðunum sagði hún þessari konu, sem hún þekkti ekkert, að ég væri þekktur nauðgari frá Íslandi, hefði misnotað fjölda kvenna og allir á Íslandi væru búnir að snúa við mér baki. Þá bað hún hana að segja mér alls ekki neitt, því hún væri að fylgjast með ferðum mínum og vildi ekki hætta á að ég lokaði á sig á samfélagsmiðlum.“ Hafði sterka tilfinningu um að ekkert skipti máli Sölvi segist hafa fengið algjöra óraunveruleikatilfinningu. Hann hafi raunverulega trúað því að manneskjan sem sendi skilaboðin sæi eftir því að hafa byrjað fjölmiðlaumfjöllun um hann og kært hann til lögreglu. Þarna hafi hann fengið staðfestingu á því að sú hafi ekki verið raunin. „Ég er augljóslega ekki kominn af radarnum. Kæru hennar hafði nýverið verið vísað frá og viðbrögð hennar voru að fylgjast með ferðum mínum um heiminn og njósna um hvað ég væri að gera.“ Sölvi segir að eðlileg viðbrögð við ofbeldi af slíku tagi væri að íhuga að kæra þetta til lögreglu. Þarna hafi sjálfsmynd hans hins vegar verið komin niður í kjallara. Bók Sölva kemur út í dag. Hann hafi óttast að nýja vinkona hans í Barcelona sliti vinskapnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að segja við konuna að ég skilji það mjög vel ef hún vilji ekki tala við mig aftur. Viðbrögð hennar koma mér á óvart: - Lastu ekki skilaboðin, Sölvi? Ef þessi kona óttaðist þig sem ofbeldismann væri hún ekki að senda skilaboð eins og þessi. Þetta virkar á mig sem alvarleg þráhyggja og eltihrellishegðun.“ Sölvi segist hafa hringt í lögfræðing sinn sem hafi tjáð sér að það væri ekkert sem hann gæti gert. Hann segir að hugsanir hafi sótt á sig um að allt væri búið. „Ég verði ofsóttur áfram, meira að segja þótt ég haldi til í öðru landi og á netinu verði haldið áfram að dæma mig sem ofbeldismann. Í fyrsta skipti í langan tíma hef ég mjög sterka tilfinningu um að ekkert skipti máli í lífinu lengur. Í mínum huga eru flestir búnir að dæma mig úr leik. Fáir muni þora að standa með mér lengur og ég muni aldrei aftur fá breik á nokkru sviði.“ Hann segir að þegar hann horfi til baka þakki hann guði fyrir að hann sé ekki hvatvís. Að hann sé ekki haldinn sterkri sjálfseyðingarhvöt. „Vegna þess að næstu þrjá daga eftir þetta var tilgangsleysið fullkomið. Mér leið raunverulega eins og allar mínar tilraunir til að byggja mig upp og gera eitthvað rétt væru vonlausar.“ Tifandi tímasprengja Sölvi ræðir fleira í bókinni, meðal annars stjórnleysi sem geti komið í bakið á manni þegar maður eigi síst von á því, eins svo margt annað. „Þó að það hafi verið víðsfjarri mér að geta átt von á þeim hvirfilbyl sem reið yfir í byrjun maímánaðar 2021, og ég hafi ekki á neinn hátt átt skilið allar þær lygar sem voru sagðar um mig opinberlega, var það kannski óhjákvæmilegt að það væri skellur fram undan. Þegar ég horfi til baka sé ég að ég var á ákveðinn hátt tifandi tímasprengja. Ekki af því að ég væri að gera einhverja hræðilega hluti alla daga heldur vegna þess að stjórnleysið var taumlaust.“ Sem þjóðþekktur einstaklingur í litlu landi geti maður ekki ástundað þá hegðun sem hann sýndi af sér án afleiðinga. „Ég var fíkill í viðbrögð frá konum og jafnvel þó að ég hafi þegar verið búinn að leita mér aðstoðar var ég ekki enn orðinn fullkomlega heiðarlegur um ástandið á mér. Ég sé úr baksýnisspeglinum að meira að segja inni í tólf spora samtökum og hjá þerapistum vildi ég alltaf fá að halda smá hluta fyrir sjálfan mig sem ég segði engum. Það virkar einfaldlega ekki ef vel á að fara. Ég sá þetta á einhvern hátt þannig að ég væri einhleypur og væri ekki að skaða neinn þó að ég setti mig í samband við fullt af konum. En þegar ég skoða það betur sé ég að ég var í raun bullandi óheiðarlegur bæði við sjálfan mig og aðra. Ég seldi mér að stjórnleysið væri mun minna en það var í raun, auk þess sem óheiðarleiki á einu sviði mun óhjákvæmilega færast yfir á önnur svið lífsins.“ Stjórnlaus í kvennamálum Sölvi segist hafa farið mjög vel og vandlega yfir hegðun sína með hjálp fagaðila og mikilli sjálfsvinnu, auk þess sem hann eigi marga vini sem séu ekki meðvirkir með sér. Hann hafi komist að ákveðinni niðurstöðu. „Ég hef verið algjörlega stjórnlaus í kvennamálum á löngum köflum. Birtingarmyndin er fyrst og fremst mikil þörf fyrir viðurkenningu. Ég hef kannski sofið hjá færri konum en ætla mætti miðað við það sem ég er að segja, en ég ætla ekki einu sinni að reyna að þræta fyrir þann ótrúlega fjölda textaskilaboða sem ég hef sent konum og það gríðarlega magn af samskiptadaðri sem ég hef stundað. Ég hef líklega farið á fleiri stefnumót en flestir myndu ná á nokkrum æviskeiðum. Skekkjan sem verður til í svona miklu stjórnleysi getur ekki annað en brenglað dómgreindina og endað með því að maður verður eitthvað allt annað en besta útgáfan af sjálfum sér. Það er auðvelt fyrir mig að sjá það núna að stjórnleysið var miklu meira en ég gerði mér grein fyrir þá. Jafnvel þó að maður sé bara að daðra og það virki saklaust er það í raun friðlaust ástand að vera stanslaust í samskiptum af því tagi við margar konur á sama tíma. Það tekur miklu stærri hluta af tíma manns og orku en maður gerir sér grein fyrir, ruglar mann í hausnum og brenglar dómgreindina. Síðast en ekki síst lokar það algjörlega á innsæið, sem hefur átt svo stóran þátt í að skapa jákvæða hluti í mínu lífi. Það er ekki hægt að hlusta af alvöru á innsæið ef taugakerfið er í stanslausri spennu. Fíkn hefur áhrif á öll viðmið hjá fólki, sama hvað það býr yfir góðum gildum.“ Ef hann horfi af heiðarleika til baka sjái hann að stór hluti af lífi hans hafi markast af mikilli spennufíkn og einangrunarhegðun. Þetta tvennt haldist mjög vel í hendur, þar sem mikil fíkn í spennu skaði tengingar við annað fólk. „Þegar ég byrjaði að moka mig upp úr holunni sem ég var kominn ofan í eftir atburðarásina vorið 2021 varð ég að skoða ofan í kjölinn hvernig þetta gat gerst. Hvers vegna var ég svona fíkinn í spennu og hvers vegna ástundaði ég þessa tegund af hegðun í svona mörg ár?“ Sölvi kafar ofan í ástæður fyrir fíkninni í nýju bókinni. Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Stundin er ein af þeim sem Sölvi lýsir í bók sinni Skuggar sem kemur út í dag. Þar segir Sölvi frá örlagaríkum tímum í lífi sínu þegar þrjár konur kærðu hann fyrir kynferðisbrot vorið 2021 eftir að hann grét í umtöluðu viðtali í eigin hlaðvarpsþætti. Málin hafa verið felld niður. Í bókinni lýsir Sölvi lífi sínu á hispurslausan hátt og því hvernig hann ferðaðist til Barcelona í Katalóníu, til Mexíkó og Kólumbíu á tímum heimsfaraldurs í uppgjöri við atburðina. Hjólaði burtu frá manni með hafnaboltakylfu Sölvi lýsir því hvernig hann hafi ákveðið að fara til Barcelona eftir að hafa dvalið hjá vinafólki úti í sveit í nokkra daga eftir fjölmiðla- og samfélagsmiðlastorm. „Það er skrítið að ganga inn í flugstöðina í Keflavík eftir að hafa verið í algjörum felum vikuna á undan. Ég óttast enn að teknar verði af mér myndir úr launsátri og er með taugakerfið gjörsamlega utan á mér þarna. Seinna átti ég eftir að geta hlegið að því hvað paranojan var orðin mikil,“ skrifar Sölvi í bók sinni. Hann lýsir því hvernig hann hafi loksins getað náð andanum eftir fyrstu nóttina sína í Barcelona. Sölvi opnar sig upp á gátt í bókinni og lýsir því að hann hafi oft átt erfitt með skap sitt í gegnum tíðina. Taugarnar hafi oft verið þandar í Barcelona og lýsir Sölvi því hvernig hann hafi eitt sinn átt í útistöðum við ökumann í borginni í umferðaröngþveiti. Sjálfur var Sölvi á hjóli. „Vegfarendur og fólk í bílunum í kring horfir á í forundran þegar hann stígur út úr bílnum, en í stað þess að ganga að mér fer hann í skottið og tekur þaðan út hafnaboltakylfu.“ Sölvi segist hafa hjólað í burtu á methraða. Ofan á reiðina hafi bæst við skömm yfir atvikinu í bland við hugsanir um að einhver hafi verið með símann sinn og tekið upp myndband af honum að flýja mann með hafnaboltakylfu á götum Barcelona. Fékk skilaboð um Sölva „Þess í stað kemur nokkrum dögum síðar annars konar umfjöllun um mig í íslenskum fjölmiðlum. Hvorki meira né minna en fimm fjölmiðlar birta þá frétt af því að ég sé að skokka á ströndinni í Barcelona. Íslensk kona hafði tekið myndband af mér í laumi og komið því í umferð.“ Sölvi rifjar upp að fjölmiðlar hafi gert myndbandið að umfjöllunarefni sínu. Á sama tíma hafi hann ekki fengið einustu fyrirspurn um mál sitt, jafnvel þó hann væri með mikið af gögnum undir höndum til að skýra mál sitt. Sölva hafi þarna verið orðið ljóst að róin sem hann hafði verið að reyna að ná væri gufuð upp. Hann rifjar upp að hann hafi fengið skilabð frá vinkonu sinni sem hann hafði kynnst úti í Barcelona. Vinkonan hafi ekkert skilið í skilaboðunum. „Hún sýnir mér símann og í honum eru skilaboð frá konunni sem kærði mig fyrir líkamsárás eftir að ég hringdi sjálfur í lögregluna, og hóf fjölmiðlaumfjöllunina um mig. Í skilaboðunum sagði hún þessari konu, sem hún þekkti ekkert, að ég væri þekktur nauðgari frá Íslandi, hefði misnotað fjölda kvenna og allir á Íslandi væru búnir að snúa við mér baki. Þá bað hún hana að segja mér alls ekki neitt, því hún væri að fylgjast með ferðum mínum og vildi ekki hætta á að ég lokaði á sig á samfélagsmiðlum.“ Hafði sterka tilfinningu um að ekkert skipti máli Sölvi segist hafa fengið algjöra óraunveruleikatilfinningu. Hann hafi raunverulega trúað því að manneskjan sem sendi skilaboðin sæi eftir því að hafa byrjað fjölmiðlaumfjöllun um hann og kært hann til lögreglu. Þarna hafi hann fengið staðfestingu á því að sú hafi ekki verið raunin. „Ég er augljóslega ekki kominn af radarnum. Kæru hennar hafði nýverið verið vísað frá og viðbrögð hennar voru að fylgjast með ferðum mínum um heiminn og njósna um hvað ég væri að gera.“ Sölvi segir að eðlileg viðbrögð við ofbeldi af slíku tagi væri að íhuga að kæra þetta til lögreglu. Þarna hafi sjálfsmynd hans hins vegar verið komin niður í kjallara. Bók Sölva kemur út í dag. Hann hafi óttast að nýja vinkona hans í Barcelona sliti vinskapnum. „Mín fyrstu viðbrögð eru að segja við konuna að ég skilji það mjög vel ef hún vilji ekki tala við mig aftur. Viðbrögð hennar koma mér á óvart: - Lastu ekki skilaboðin, Sölvi? Ef þessi kona óttaðist þig sem ofbeldismann væri hún ekki að senda skilaboð eins og þessi. Þetta virkar á mig sem alvarleg þráhyggja og eltihrellishegðun.“ Sölvi segist hafa hringt í lögfræðing sinn sem hafi tjáð sér að það væri ekkert sem hann gæti gert. Hann segir að hugsanir hafi sótt á sig um að allt væri búið. „Ég verði ofsóttur áfram, meira að segja þótt ég haldi til í öðru landi og á netinu verði haldið áfram að dæma mig sem ofbeldismann. Í fyrsta skipti í langan tíma hef ég mjög sterka tilfinningu um að ekkert skipti máli í lífinu lengur. Í mínum huga eru flestir búnir að dæma mig úr leik. Fáir muni þora að standa með mér lengur og ég muni aldrei aftur fá breik á nokkru sviði.“ Hann segir að þegar hann horfi til baka þakki hann guði fyrir að hann sé ekki hvatvís. Að hann sé ekki haldinn sterkri sjálfseyðingarhvöt. „Vegna þess að næstu þrjá daga eftir þetta var tilgangsleysið fullkomið. Mér leið raunverulega eins og allar mínar tilraunir til að byggja mig upp og gera eitthvað rétt væru vonlausar.“ Tifandi tímasprengja Sölvi ræðir fleira í bókinni, meðal annars stjórnleysi sem geti komið í bakið á manni þegar maður eigi síst von á því, eins svo margt annað. „Þó að það hafi verið víðsfjarri mér að geta átt von á þeim hvirfilbyl sem reið yfir í byrjun maímánaðar 2021, og ég hafi ekki á neinn hátt átt skilið allar þær lygar sem voru sagðar um mig opinberlega, var það kannski óhjákvæmilegt að það væri skellur fram undan. Þegar ég horfi til baka sé ég að ég var á ákveðinn hátt tifandi tímasprengja. Ekki af því að ég væri að gera einhverja hræðilega hluti alla daga heldur vegna þess að stjórnleysið var taumlaust.“ Sem þjóðþekktur einstaklingur í litlu landi geti maður ekki ástundað þá hegðun sem hann sýndi af sér án afleiðinga. „Ég var fíkill í viðbrögð frá konum og jafnvel þó að ég hafi þegar verið búinn að leita mér aðstoðar var ég ekki enn orðinn fullkomlega heiðarlegur um ástandið á mér. Ég sé úr baksýnisspeglinum að meira að segja inni í tólf spora samtökum og hjá þerapistum vildi ég alltaf fá að halda smá hluta fyrir sjálfan mig sem ég segði engum. Það virkar einfaldlega ekki ef vel á að fara. Ég sá þetta á einhvern hátt þannig að ég væri einhleypur og væri ekki að skaða neinn þó að ég setti mig í samband við fullt af konum. En þegar ég skoða það betur sé ég að ég var í raun bullandi óheiðarlegur bæði við sjálfan mig og aðra. Ég seldi mér að stjórnleysið væri mun minna en það var í raun, auk þess sem óheiðarleiki á einu sviði mun óhjákvæmilega færast yfir á önnur svið lífsins.“ Stjórnlaus í kvennamálum Sölvi segist hafa farið mjög vel og vandlega yfir hegðun sína með hjálp fagaðila og mikilli sjálfsvinnu, auk þess sem hann eigi marga vini sem séu ekki meðvirkir með sér. Hann hafi komist að ákveðinni niðurstöðu. „Ég hef verið algjörlega stjórnlaus í kvennamálum á löngum köflum. Birtingarmyndin er fyrst og fremst mikil þörf fyrir viðurkenningu. Ég hef kannski sofið hjá færri konum en ætla mætti miðað við það sem ég er að segja, en ég ætla ekki einu sinni að reyna að þræta fyrir þann ótrúlega fjölda textaskilaboða sem ég hef sent konum og það gríðarlega magn af samskiptadaðri sem ég hef stundað. Ég hef líklega farið á fleiri stefnumót en flestir myndu ná á nokkrum æviskeiðum. Skekkjan sem verður til í svona miklu stjórnleysi getur ekki annað en brenglað dómgreindina og endað með því að maður verður eitthvað allt annað en besta útgáfan af sjálfum sér. Það er auðvelt fyrir mig að sjá það núna að stjórnleysið var miklu meira en ég gerði mér grein fyrir þá. Jafnvel þó að maður sé bara að daðra og það virki saklaust er það í raun friðlaust ástand að vera stanslaust í samskiptum af því tagi við margar konur á sama tíma. Það tekur miklu stærri hluta af tíma manns og orku en maður gerir sér grein fyrir, ruglar mann í hausnum og brenglar dómgreindina. Síðast en ekki síst lokar það algjörlega á innsæið, sem hefur átt svo stóran þátt í að skapa jákvæða hluti í mínu lífi. Það er ekki hægt að hlusta af alvöru á innsæið ef taugakerfið er í stanslausri spennu. Fíkn hefur áhrif á öll viðmið hjá fólki, sama hvað það býr yfir góðum gildum.“ Ef hann horfi af heiðarleika til baka sjái hann að stór hluti af lífi hans hafi markast af mikilli spennufíkn og einangrunarhegðun. Þetta tvennt haldist mjög vel í hendur, þar sem mikil fíkn í spennu skaði tengingar við annað fólk. „Þegar ég byrjaði að moka mig upp úr holunni sem ég var kominn ofan í eftir atburðarásina vorið 2021 varð ég að skoða ofan í kjölinn hvernig þetta gat gerst. Hvers vegna var ég svona fíkinn í spennu og hvers vegna ástundaði ég þessa tegund af hegðun í svona mörg ár?“ Sölvi kafar ofan í ástæður fyrir fíkninni í nýju bókinni.
Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira