Lífið á hálendinu Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson skrifar 10. október 2023 14:01 Hálendið ber með sér að vera ævafornt. Eins og höfuðskepna sem vofir yfir okkur á láglendinu. Hálendi Íslands er það svæði sem verður harðast fyrir barðinu á náttúruöflunum. Hvort sem á dynja frosthörkur, stormar, eldgos eða öskufall þurfa lífverurnar á hálendinu að láta það sem á dynur yfir sig ganga. Aðstæður eru svo kvikar að maður trúir því vart að nokkur lífvera geti lifað af á hálendinu til lengri tíma. En þarna tórir lífið ekki aðeins heldur dafnar, svo vel reyndar að fjöldi lífvera lifir aðeins á hálendinu en getur ekki lifað af á láglendi. Þessar tegundir, eins og jöklasóley sem blómstrar sínum bleiku blómum og gullbrá, ein af einkennistegundum Íslenska hálendisins, eiga það sameiginlegt að finnast helst á mjög köldum svæðum eins og á Svalbarða, Síberíu, Alaska eða á hlíðum Alpafjallanna, þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga og annarra áhrifa mannsins. Hálendið er þeirra griðarstaður. En hvernig ætli það sé að vera planta á hálendinu Íslands? Til að byrja með þurfa plönturnar að vera við öllum veðrum og vindum búnar. Sumarið er stutt á hálendinu þar sem snjóa leysir mun seinna en á láglendi, oft í slíkum vatnsflaumi að gróður getur jafnvel átt á hættu að drukkna. Kuldinn og ófyrirsjáanleg veður gera plöntum erfitt að framleiða stór laufblöð sem gætu nýtt sólina vel. Því hafa flestar plöntur lítil blöð sem liggja nálægt jörðinni, þar sem er skjólgott að vera og minni hætta á að blöð rifni í vindi. Litla orku er að fá þegar sumarið er stutt og áður langt um líður þurfa plönturnar að blómstra og dreifa fræjum sínum áður en haustið skellur á og klæðir landslagið í sitt hvíta teppi. Hálendisplöntur þurfa að nýta orkuforða sinn skynsamlega því forðanæringin sem þær ná að safna í ræturnar má ekki klárast við blómgun heldur þarf hún að endast allan veturinn. Þess vegna blómstra hálendisplöntur oft ekki nema á nokkurra ára fresti. Það kemur ekki að sök því margar þeirra lifa mjög lengi, að minnsta kosti í einhverjar aldir, jafnvel árþúsund, ef þær fá að vera óáreittar. Ég fyllist sjálfur lotningu þegar ég hugsa til þess hversu lífseigar lífverur hálendisins eru og hvaða breytingar þær munu þurfa að standa af sér. Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær munu ekki aðeins þurfa að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða í framtíðina. Það er furðuleg tilhugsun að hugsa til þess að ísinn í Vatnajökli sé gerður úr snjó frá tíma sagnaritaranna, að Eggert Ólafsson hafi kannski stigið á sömu lambagrasþúfu og ég á ferðum sínum. Hver sem okkar verk verða á hálendinu þá munu þau varðveitast þar um langa tíð. Förum vel með hálendið okkar, þessa merkilegu sameign þjóðarinnar. Ég hvet ykkur til að fagna tilvist þessa merkilega svæðis á Hálendishátíðinni sem haldin verður í Iðnó á morgun, miðvikudag. Hægt er að fá miða á https://tix.is/is/event/16200/halendishati-/. Höfundur er líffræðingur og ritari Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hálendið ber með sér að vera ævafornt. Eins og höfuðskepna sem vofir yfir okkur á láglendinu. Hálendi Íslands er það svæði sem verður harðast fyrir barðinu á náttúruöflunum. Hvort sem á dynja frosthörkur, stormar, eldgos eða öskufall þurfa lífverurnar á hálendinu að láta það sem á dynur yfir sig ganga. Aðstæður eru svo kvikar að maður trúir því vart að nokkur lífvera geti lifað af á hálendinu til lengri tíma. En þarna tórir lífið ekki aðeins heldur dafnar, svo vel reyndar að fjöldi lífvera lifir aðeins á hálendinu en getur ekki lifað af á láglendi. Þessar tegundir, eins og jöklasóley sem blómstrar sínum bleiku blómum og gullbrá, ein af einkennistegundum Íslenska hálendisins, eiga það sameiginlegt að finnast helst á mjög köldum svæðum eins og á Svalbarða, Síberíu, Alaska eða á hlíðum Alpafjallanna, þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga og annarra áhrifa mannsins. Hálendið er þeirra griðarstaður. En hvernig ætli það sé að vera planta á hálendinu Íslands? Til að byrja með þurfa plönturnar að vera við öllum veðrum og vindum búnar. Sumarið er stutt á hálendinu þar sem snjóa leysir mun seinna en á láglendi, oft í slíkum vatnsflaumi að gróður getur jafnvel átt á hættu að drukkna. Kuldinn og ófyrirsjáanleg veður gera plöntum erfitt að framleiða stór laufblöð sem gætu nýtt sólina vel. Því hafa flestar plöntur lítil blöð sem liggja nálægt jörðinni, þar sem er skjólgott að vera og minni hætta á að blöð rifni í vindi. Litla orku er að fá þegar sumarið er stutt og áður langt um líður þurfa plönturnar að blómstra og dreifa fræjum sínum áður en haustið skellur á og klæðir landslagið í sitt hvíta teppi. Hálendisplöntur þurfa að nýta orkuforða sinn skynsamlega því forðanæringin sem þær ná að safna í ræturnar má ekki klárast við blómgun heldur þarf hún að endast allan veturinn. Þess vegna blómstra hálendisplöntur oft ekki nema á nokkurra ára fresti. Það kemur ekki að sök því margar þeirra lifa mjög lengi, að minnsta kosti í einhverjar aldir, jafnvel árþúsund, ef þær fá að vera óáreittar. Ég fyllist sjálfur lotningu þegar ég hugsa til þess hversu lífseigar lífverur hálendisins eru og hvaða breytingar þær munu þurfa að standa af sér. Hálendisplöntur verða svo gamlar að þær munu ekki aðeins þurfa að þola þær breytingar sem munu eiga sér stað á æviskeiði okkar heldur líka á æviskeiðum barna okkar, barnabarna og margra ættliða í framtíðina. Það er furðuleg tilhugsun að hugsa til þess að ísinn í Vatnajökli sé gerður úr snjó frá tíma sagnaritaranna, að Eggert Ólafsson hafi kannski stigið á sömu lambagrasþúfu og ég á ferðum sínum. Hver sem okkar verk verða á hálendinu þá munu þau varðveitast þar um langa tíð. Förum vel með hálendið okkar, þessa merkilegu sameign þjóðarinnar. Ég hvet ykkur til að fagna tilvist þessa merkilega svæðis á Hálendishátíðinni sem haldin verður í Iðnó á morgun, miðvikudag. Hægt er að fá miða á https://tix.is/is/event/16200/halendishati-/. Höfundur er líffræðingur og ritari Landverndar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun