Innlent

Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fólkið kallaði á björgunarsveit en það þorði ekki að aka lengra vegna mikils vinds og snjófalar á vegi.
Fólkið kallaði á björgunarsveit en það þorði ekki að aka lengra vegna mikils vinds og snjófalar á vegi. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt. 

Rólegt var hjá björgunarsveitum í nótt en bæði appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi um allt land. Misjafnt er hvenær þær renna út þær seinustu renna út um miðjan dag á morgun. 

Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Landsbjargar, Jóns Þór Víglundssonar, er björgunarsveit í útkalli eins og er í Skálafelli vegna fólks sem ekki þorði að aka lengra. Þar eru um 44 metrar á sekúndu og snjóföl á vegi að sögn Jóns Þórs.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að gera megi ráð fyrir því að hríðarveður verði á fjallvegum Norðanlands nái hámarki um hádegi, og í Fagradal og Fjarðarheiði í nótt. Á Suðausturlandi verða snarpar hviður til morguns.


Tengdar fréttir

Appel­sínu­gular við­varanir og sam­göngu­truflanir lík­legar

Veður­stofa Ís­lands hefur gefið út appel­sínu­gular veður­við­varanir sem taka gildi á morgun á Norður­landi eystra og Norður­landi vestra og verða gular veður­við­varanir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á mið­viku­dag í sumum lands­hlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×