Ég skipti engu máli í þessu – jú víst Magnús Guðmundsson skrifar 9. október 2023 09:01 Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun