„Þetta er búið og sem betur fer unnum við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2023 19:00 Mikel Arteta var eðlilega kampakátur í leikslok. Ryan Pierse/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gat leyft sér að fagna í leikslok er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Machester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag. „Ég er vo stoltur. Við fengum þetta augnablik með rétta fólkinu og réttu leikmönnunum. Við vissum að við þyrftum að þjást og við gerðum það. Þú þarft að fá stóra frammistöðu í svona leikjum og mikinn stuðning. Mér líður eins og þetta hafi verið stór sigur,“ sagði Arteta í leikslok. „Við byrjuðum á að fá á okkur horn en svo náðum við smá stjórn á leiknum og í seinni hálfleik byrjuðum við virkilega vel. Við mættum vel til leiks og vorum aggressívir. Skiptingarnar sem við gerðum hjálpuðu líka og gæðin sem við fengum að sjá í markinu voru virkilega góð.“ „City bjó til fullt af vandræðum fyrir okkur og við gerðum það líka við þá. Það er ekki auðvelt að koma sér úr þessum vandræðum því þú þarft réttu tímasetninguna, réttu hreyfinguna og réttu augnablikin. Ég er hrifinn af hugrekkinu sem við sýndum. Þú munt alltaf eiga erfiða kafla á móti þessu liði. Þú verður að vera beinskeyttur og hafa stjórn á þér og ganga úr skugga um að þú sæert ekki gripinn á móti þessu liði.“ Hann segir einnig að sigurinn sé aðeins hluti af vegferð liðsins. „Þetta er bara hluti af vegferðinni. Þú lærir af hverju tapi, en strákarnir í liðinu eru svo viljugir og það er virkilega gaman að vinna með þeim. Við verðum að njóta augnabliksins og halda svo áfram.“ Þá vildi Arteta lítið tjá sig um gula spjaldið sem Mateo Kovacic fékk í fyrri hálfleik þar sem margir vildu meina að liturinn á spjaldinu hafi átt að vera annar. „Ég er búinn að sjá þetta aftur, en þetta er búið og sem betur fer unnum við,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. 8. október 2023 17:24 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
„Ég er vo stoltur. Við fengum þetta augnablik með rétta fólkinu og réttu leikmönnunum. Við vissum að við þyrftum að þjást og við gerðum það. Þú þarft að fá stóra frammistöðu í svona leikjum og mikinn stuðning. Mér líður eins og þetta hafi verið stór sigur,“ sagði Arteta í leikslok. „Við byrjuðum á að fá á okkur horn en svo náðum við smá stjórn á leiknum og í seinni hálfleik byrjuðum við virkilega vel. Við mættum vel til leiks og vorum aggressívir. Skiptingarnar sem við gerðum hjálpuðu líka og gæðin sem við fengum að sjá í markinu voru virkilega góð.“ „City bjó til fullt af vandræðum fyrir okkur og við gerðum það líka við þá. Það er ekki auðvelt að koma sér úr þessum vandræðum því þú þarft réttu tímasetninguna, réttu hreyfinguna og réttu augnablikin. Ég er hrifinn af hugrekkinu sem við sýndum. Þú munt alltaf eiga erfiða kafla á móti þessu liði. Þú verður að vera beinskeyttur og hafa stjórn á þér og ganga úr skugga um að þú sæert ekki gripinn á móti þessu liði.“ Hann segir einnig að sigurinn sé aðeins hluti af vegferð liðsins. „Þetta er bara hluti af vegferðinni. Þú lærir af hverju tapi, en strákarnir í liðinu eru svo viljugir og það er virkilega gaman að vinna með þeim. Við verðum að njóta augnabliksins og halda svo áfram.“ Þá vildi Arteta lítið tjá sig um gula spjaldið sem Mateo Kovacic fékk í fyrri hálfleik þar sem margir vildu meina að liturinn á spjaldinu hafi átt að vera annar. „Ég er búinn að sjá þetta aftur, en þetta er búið og sem betur fer unnum við,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. 8. október 2023 17:24 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. 8. október 2023 17:24