Körfubolti

Stjörnukonur sóttu sinn fyrsta sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 31 stig fyri Stjörnuna í dag.
Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 31 stig fyri Stjörnuna í dag. akureyri.net

Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag.

Jafnræði ríkti með liðunum stærstan hluta leiksins og staðan var jöfn að lokun fyrsta leikhluta, 18-18. Lítið virtist geta skilið liðin að í öðrum leikhluta og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn aðeins eitt stig, staðan 44-43, Stjörnunni í vil.

Enn gekk illa að skilja liðin að í þriðja leikhluta og Stjörnukonur leiddu aðeins með fjórum stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Þar tóku heimakonur í Stjörnunni þó öll völd og skoruðu 24 stig gegn aðeins tíu stigum gestanna og niðurstaðan varð 18 stiga sigur Stjörnunnar, 88-70.

Kolbrún María Ármannsdóttir átti stórleik fyrir Stjörnuna í dag og skoraði 31 stig fyrir liðið. Í liði Fjölnis var Korinne Campbell atkvæðamest með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×