Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Tindastóll 65-70 | Meistararnir mörðu nýliðana Andri Már Eggertsson skrifar 8. október 2023 20:58 Stólarnir þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn nýliðunum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls unnu nauman fimm stiga sigur er liðið heimsótti Álftanes í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 65-70. Það var sannkölluð hátíð í Garðabænum þegar að Álftanes spilaði sinn fyrsta leik í Subway-deildinni. Íþróttahúsið var orðið fullt löngu fyrir leik og það var frábær stemning þegar að hljómsveitin Fjarðafok frumflutti nýja stuðningsmannalag liðsins. Dúi Þór Jónsson gerði 16 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Nýliðarnir byrjuðu hörmulega. Íslandsmeistararnir sýndu klærnar í upphafi leiks og gerðu fyrstu níu stigin. Fyrsta karfa heimamanna kom eftir tæplega þrjár mínútur og í stöðunni 2-13 tók Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, leikhlé. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Tindastóls í fyrsta leikhluta og gerði 12 stig. Gestirnir hittu nánast úr öllu til að byrja með og voru lengi með 80 prósent skotnýtingu. Þegar að gestirnir hættu að hitta úr öllu þá jafnaðist leikurinn út og staðan var 20-26 eftir fyrsta fjórðung. Drungilas gerði 16 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Annar leikhluti var töluvert jafnari en sá fyrri. Álftanes byrjaði betur og þegar að tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta tók Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, leikhlé. Tindastóll endaði fyrri hálfleik á að gera síðustu sex stigin og staðan var 38-46 í hálfleik. Síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Varnarleikur beggja liða var af þéttur og liðin voru í vandræðum með að setja stig á töfluna fyrstu fimm mínútur síðari hálfleiks. Stuðningsmenn Tindastóls, fjölmenntu og létu vel í sér heyraVísir/Hulda Margrét Douglas Wilson átti tilþrif kvöldsins. Eftir að hann hafði klikkað á tveimur vítum þá stal hann boltanum og tróð. Stuðningsmenn Álftaness trylltust af gleði og þetta kveikti í liðinu. Heimamenn spiluðu frábæra vörn sem neyddi Tindastól í mistök. Staðan var 54-57 þegar haldið var í síðustu lotu. Douglas Wilson gerði 20 stig og tók 7 fráköstVísir/Hulda Margrét Það var mikil spenna í fjórða leikhluta. Varnarleikur heimamanna hélt áfram að gera Tindastóli lífið leitt. Lokamínútan var æsispennandi. Staðan var 65-68 þegar að 13 sekúndur voru eftir og Kjartan Atli tók leikhlé. Það var stillt upp fyrir Hauk Helga sem tók erfitt þriggja stiga skot sem fór ekki ofan í. Leikurinn endaði með fimm stiga sigri Tindastóls. Sigtryggur Arnar Björnsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson gefa háa fimmuVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Tindastóll? Íslandsmeistararnir byrjuðu leikinn afar vel og gerðu fyrstu níu stigin. Tindastóll endaði síðan fyrri hálfleik á að gera síðustu sex stigin. Í svona jöfnum leik þar sem lítið var skorað voru þessi áhlaup dýrmæt. Hverjir stóðu upp úr? Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var frábær í kvöld. Þórir byrjaði leikinn með látum og gerði 12 stig í fyrsta leikhluta. Þórir var stigahæstur í liði Tindastóls með 18 stig. Douglas Wilson spilaði afar vel í kvöld. Wilson gerði 20 stig, tók 7 fráköst og endaði með 21 framlagspunkt. Hvað gekk illa? Tindastóll tapaði sautján boltum sem var ellefu boltum meira en Álftanes. Álftanes var í vandræðum með að setja stig á töfluna í brakinu. Síðustu þrjár mínútur gerðu heimamenn aðeins tvö stig. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Álftanes og Grindavík klukkan 19:15. Á laugardaginn mætast Tindastóll og Keflavík klukkan 19:15. Kjartan Atli: Við sýndum karakter að gera leik úr þessu Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Ég held að nokkrir þættir hafi spilað inn í. Þeir voru búnir að skerpa á sér í Evrópukeppninni og spiluðu hörkuleiki þar. Þeir voru vanir því að spila svona leiki. Þetta var allt annar hraði en við höfum verið í og það tók okkur tíma að venjast því,“ sagði Kjartan Atli eftir leik og hélt áfram. „Áhlaupið í byrjun og í öðrum leikhluta þegar að uppi er staðið gerðu út um þennan leik. Það var dýrt og við fundum fyrir því að þeir eru frábært varnarlið. Þeir eru hávaxnir og hreyfanlegir en við tökum það með okkur að við héldum þeim í 24 stigum í seinni hálfleik.“ „Mér fannst við sýna karakter að hafa gert leik úr þessu og við tökum það með okkur.“ Varnarleikur heimamanna var afar góður og Kjartan var ánægður með hversu hreyfanlegir hans menn voru í vörn. „Við vorum hreyfanlegir í vörninni. Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta en vörnin gaf okkur sjálfstraust og mér fannst hreyfanleikinn hjá okkur mjög góður.“ Haukur Helgi Pálsson fékk tækifæri til þess jafna undir lokin en tók erfitt skot sem fór ekki ofan í. „Ég teiknaði þetta upp og við vildum fá Hauk í skot en þeir lásu þetta vel. Ég vill hrósa stuðningnum sem Tindastóll fékk bæði hér og í Eistlandi. Ég vil einnig hrósa okkar fólki fyrir að mæta og það hefur verið húllumhæ síðan klukkan fjögur í dag. Við erum ótrúlega stoltir sem lið hvað félagið stendur á bakvið okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Tindastóll
Íslandsmeistarar Tindastóls unnu nauman fimm stiga sigur er liðið heimsótti Álftanes í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 65-70. Það var sannkölluð hátíð í Garðabænum þegar að Álftanes spilaði sinn fyrsta leik í Subway-deildinni. Íþróttahúsið var orðið fullt löngu fyrir leik og það var frábær stemning þegar að hljómsveitin Fjarðafok frumflutti nýja stuðningsmannalag liðsins. Dúi Þór Jónsson gerði 16 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Nýliðarnir byrjuðu hörmulega. Íslandsmeistararnir sýndu klærnar í upphafi leiks og gerðu fyrstu níu stigin. Fyrsta karfa heimamanna kom eftir tæplega þrjár mínútur og í stöðunni 2-13 tók Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, leikhlé. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Tindastóls í fyrsta leikhluta og gerði 12 stig. Gestirnir hittu nánast úr öllu til að byrja með og voru lengi með 80 prósent skotnýtingu. Þegar að gestirnir hættu að hitta úr öllu þá jafnaðist leikurinn út og staðan var 20-26 eftir fyrsta fjórðung. Drungilas gerði 16 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Annar leikhluti var töluvert jafnari en sá fyrri. Álftanes byrjaði betur og þegar að tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta tók Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, leikhlé. Tindastóll endaði fyrri hálfleik á að gera síðustu sex stigin og staðan var 38-46 í hálfleik. Síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Varnarleikur beggja liða var af þéttur og liðin voru í vandræðum með að setja stig á töfluna fyrstu fimm mínútur síðari hálfleiks. Stuðningsmenn Tindastóls, fjölmenntu og létu vel í sér heyraVísir/Hulda Margrét Douglas Wilson átti tilþrif kvöldsins. Eftir að hann hafði klikkað á tveimur vítum þá stal hann boltanum og tróð. Stuðningsmenn Álftaness trylltust af gleði og þetta kveikti í liðinu. Heimamenn spiluðu frábæra vörn sem neyddi Tindastól í mistök. Staðan var 54-57 þegar haldið var í síðustu lotu. Douglas Wilson gerði 20 stig og tók 7 fráköstVísir/Hulda Margrét Það var mikil spenna í fjórða leikhluta. Varnarleikur heimamanna hélt áfram að gera Tindastóli lífið leitt. Lokamínútan var æsispennandi. Staðan var 65-68 þegar að 13 sekúndur voru eftir og Kjartan Atli tók leikhlé. Það var stillt upp fyrir Hauk Helga sem tók erfitt þriggja stiga skot sem fór ekki ofan í. Leikurinn endaði með fimm stiga sigri Tindastóls. Sigtryggur Arnar Björnsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson gefa háa fimmuVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Tindastóll? Íslandsmeistararnir byrjuðu leikinn afar vel og gerðu fyrstu níu stigin. Tindastóll endaði síðan fyrri hálfleik á að gera síðustu sex stigin. Í svona jöfnum leik þar sem lítið var skorað voru þessi áhlaup dýrmæt. Hverjir stóðu upp úr? Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var frábær í kvöld. Þórir byrjaði leikinn með látum og gerði 12 stig í fyrsta leikhluta. Þórir var stigahæstur í liði Tindastóls með 18 stig. Douglas Wilson spilaði afar vel í kvöld. Wilson gerði 20 stig, tók 7 fráköst og endaði með 21 framlagspunkt. Hvað gekk illa? Tindastóll tapaði sautján boltum sem var ellefu boltum meira en Álftanes. Álftanes var í vandræðum með að setja stig á töfluna í brakinu. Síðustu þrjár mínútur gerðu heimamenn aðeins tvö stig. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Álftanes og Grindavík klukkan 19:15. Á laugardaginn mætast Tindastóll og Keflavík klukkan 19:15. Kjartan Atli: Við sýndum karakter að gera leik úr þessu Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Ég held að nokkrir þættir hafi spilað inn í. Þeir voru búnir að skerpa á sér í Evrópukeppninni og spiluðu hörkuleiki þar. Þeir voru vanir því að spila svona leiki. Þetta var allt annar hraði en við höfum verið í og það tók okkur tíma að venjast því,“ sagði Kjartan Atli eftir leik og hélt áfram. „Áhlaupið í byrjun og í öðrum leikhluta þegar að uppi er staðið gerðu út um þennan leik. Það var dýrt og við fundum fyrir því að þeir eru frábært varnarlið. Þeir eru hávaxnir og hreyfanlegir en við tökum það með okkur að við héldum þeim í 24 stigum í seinni hálfleik.“ „Mér fannst við sýna karakter að hafa gert leik úr þessu og við tökum það með okkur.“ Varnarleikur heimamanna var afar góður og Kjartan var ánægður með hversu hreyfanlegir hans menn voru í vörn. „Við vorum hreyfanlegir í vörninni. Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta en vörnin gaf okkur sjálfstraust og mér fannst hreyfanleikinn hjá okkur mjög góður.“ Haukur Helgi Pálsson fékk tækifæri til þess jafna undir lokin en tók erfitt skot sem fór ekki ofan í. „Ég teiknaði þetta upp og við vildum fá Hauk í skot en þeir lásu þetta vel. Ég vill hrósa stuðningnum sem Tindastóll fékk bæði hér og í Eistlandi. Ég vil einnig hrósa okkar fólki fyrir að mæta og það hefur verið húllumhæ síðan klukkan fjögur í dag. Við erum ótrúlega stoltir sem lið hvað félagið stendur á bakvið okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti